Alþýðublaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐSÐ Sunnudagnr '29. janúar 1950 Kjósendur í Kópavogshreppí IÍAFsÐ ÞIÐ YEITT ÞVÍ ATHIGLI að í tveimur stórum biöðum, sem Finnbogi Rútur Valdimarsson hef- ur sent frá sér nú fyrir kosningarnar, láist honum að skýra ykkur frá: 1. Hvort og hversu mikla aukaþóknun Finnbogi hefur greitt sjálfur sér fyrir umsjón með barnaskóiabygg- ingunni. 2. Hvorí og hversu mikla þóknun hann hefur greitt sjáif- um sér fyrir umsjón með vatnsveitunni. 3. Hvort og hversu mikla þóknun Finnbogi hefur greitt sjálfum sér fyrir umsjón með verkfærum (skurð- gröfu) hreppsins. Hreppsbúaf hefðu áhuga á að veita um þetta. Ef til vill hefur Finnbogi Rútur ekki sama áhuga á að fræða hreppsbúa um þessa hluti. Hreppsreikningarnir eru vel faldir. Kjósið á-lisfann! Sími hans er 699 Skemmtigarður í hjarta Reykjavíkur Kósningin í Kópavogshreppi ÉG er að velta því fyrir mér, hvort það mundi ekki reynast núverandi hreppsnefndarmeiri- hluta í Kópavogshreppi erfitt, ef kosningar yrðu i framtíðinni með jafnstuttu millibili sem nú er á milli al- þingis- og hreppsnefndarkosn- inga. Þá mundu þeir aldrei þora að birta íbúum hreppsins, hvað þeir ættu að borga fyrir vatnið, og þeir mundu líka lifa í áframhaldandi ótta við nú- verandi minnihluta hrepps- nefndar, hreppstjórann okkar, Þórð Þorsteinsson, sem þeir leggja nú aðaláherzlu á að níða og rægja eftir sinni beztu getu, þó nú án undirskrifta, sem áður hafa þó tíðkazt hjá þessum sömu mönnum. Ég álít að óvild þessara manna sé þau stærstu meðmæli, sem Þórður Þorsteinsson getur fengið til stuðnings framboði sínu. Enda getur enginn maður litið öðru- vísi á, en hatur þeirra til Þórð- ar sé vegna þess, hversu vel hann hefur staðið á móti ein- ræðisbrölti þeirra síðasta kjör- tímabil. Vitanlegt er það öllum hreppsbúum, að vatnið fór að renna, eins og Finnbogi Rútur sagði, þegar hann var að veiða fylgi fyrir kommúnista til al- þingiskosninga á síðast liðnu hausti; þá gátu menn ekki ( fengið að vita, hvað þeir ættu | ao greiða í vatnsskatt eða hvað : þeir ættu að greiða í tengi- , gjald. Enginn lætur sér detta ■ það í hug, að Finnbogi Rútur ' sé ekki það reikningsfær mað-1 ur, að hann hefði getað sagt fólki svorta hér um bil, hvað vatnið myndi koma til með að kosta. Listi kommúnista í Kópa- vogshreppi, er eftir því sem Þjóðviljinn segir, C-listi, og ef- ar það víst enginn. Leyfi ég mér að leggja nokkrar spurn- ingar fyrir hæstvir-ta kjósend- Ur viðvíkjandi þessum C-lista- mönnum, sem skríða undir rtafni Framfarafélags Kópa- Vogshrepps, að mínu áliti í al- geru heimildarleysi: Trúið þið því, góðir kjósend- ur, að Guðmundur Gestsson hafi skipt það um skoðun síð- an í alþingiskosningunum í haust, að hann geti boðið kjós- endum upp á að kjósa sig sem ópólitískan mann? Ég geri ráð fyrir, að það hafi fleirum en mér dottið í hug, að Guðmund- ur Gestsson hafi ekki kosið" sinn eigin flokk, Framsóknar- flokkinn, síðast liðið haust, neldur muni hann hafa fylgt kommúnistum að málum og það með óaðfinnanlegum á- huga, að áliti húsbænda hans, kommúnista. Þá væri ekki að undra, þótt kjósendur veltu því fyrir sér, hvort það gæti ekki virzt sum- um heldur ótrúlegt, að Finn- bogi Rútur sé nú allt í einu orðinn ópólitískur, sem er þó búinn að sitja á þingi nú und- anfarið með kommúnistum og fyrir þá án ágreinings, enda lýsir Þjóðviljinn því yfir, að C-listinn í Kópavogshreppi sé sinn listi. Og ég álít, að Þjóð- viljanum skjátlist ekki í þessu tilfelli og svo munu fleiri hugsa. Þá kem ég að þriðja mannin- um á ópólitíska listanum, og er það Ingjaldur ísaksson, sem nú býður hreppsbúum að kjósa sig sem ópólitískan mann. Þessi maður; Ingjaldur ísaksson, hef- ur verið einn af puntstráum kommúnista í bifreiðastjórafé- laginu Hreyfill, og er það enn í dag.Einnig hefur það komið fyrir, að Ingjaldur hefur af- neitað húsbændum sínum á Hreyfislfundi, og það oftar en einu sinni. Þá er komið að fjórða fyrir- brigði C-listans, Ólafi Jónssyni, sem býður sig fram sem ópóli- tískur sjálfstæðismaður, og trúi þeir, sem vilja! Ég býst þó við, að það verði erfitt að fá þá kjós endur, sem hlýddu á upplestur Hauks Jóhannssonar á fram- boðsfundinum síðasta sunnu- dag, þegar lesin var ræða, sem Ólafur Jónsson var talinn faðir að, til að trúa því,‘að hann sé sjálfstæðismaður. Fimmti maður á C-lista er Framsóknarmaðurinn Óskar í Kópavogi. Ég býst við að hann telji sig ekki einu sinni sjálfur vera á listanum sem Framsókn armaður, því það veit Óskar, að Framsóknarmenn í Kópavogi hafa aldrei ennþá gengið Finn- boga Rúti á hönd fyrr en þá ef Óskar Eggertsson gerir það nú sem kosningasmali í dag. Ég tel útilokað, að þeim mönnum, sem C-listinn stillir upp sem ópólitískum, takist að villa á sér heimildir á kjördag. Hér hefur að vísu ekki verið talað um nema fimm efstu menn listans, því það, sem eft- ir er á listanum, er fólk, sem Framhald á 11. síðu. íhaldið hefur hvað eftir annað gefið fögur loforð í sambandi.við skemmtigarða og opin svæði í bænum. Þessi mynd sýnir, hvernig nú er ástatt í Hljómskálagarðinum, aðal skemmtigarði bæjarins, sem er rétt hjá miðbænum. r Sæmundur Olafsson: Sfóntanna KOSNINGUNUM I SJO- j MANNAFÉLAGI REYKJA- jVÍKUR er að verða lokið. Þær | hafa verið sögulegar að því leyti, að kommúnistar hafa gert þær að pólitískum kosningum, ’ eins og ég gat um í greinar- j korni hér í blaðinu s. 1. fimmtu- dag. Þá upplýsti ég einnig fyr- irætlanir kommúnista á aðal- fundi félagsins, sem haldinn verður í Iðnó n. k. þriðjudag ; kl. 8,30 e. h. 1 Kommúnistar hafa rekið þessar kosningar af miklum dugnaði. Á hverju skipi, götu- horni og hverjum vinnustað, þar sem félagar okkar úr sjó- j mannafélaginu hafa staðnæmzt eða unnið, hafa kommúnistar haft útsendara sína tilbúna til þess að dreifa á meðal sjó- mannafélaganna . ósönnum fregnum og villandi frásögnum um félag okkar og forustu- menn. Það mun láta nærri, að 40 kommúnistar hafi haft það fyr- ir aðal frístunudavinnu og sum- ir ekkert annað unnið síðan fyrstu dagana í desember en að „vinna í sjómannakosning- unum“. Höfuðsmaður þessa liðs hefur í orði verið Einar Guðmundsson, en á borði hefur aðförinni verið stjórnað frá miðstjórnarskrifstofu Komm- únistaflokksins, og hefur starf- semin heyrt persónulega undir Eggert Þorbjarnarson. Við sjómannafélagar höfum ekki eytt orðum við kommún- ista í þessari kosningahríð. Við höfum haldið okkar gömlu venjum og forðazt allan áróður í sambandi við kosningarnar, Sem hafa verið nú sem jafnan áður, algjörlega ópólitískar af okkar hálfu. En nú, þegar félagsmenn- irnir eru búnir að velja á milli okkar lýðræðissinna og komm- únista, tel ég rétt að rjúfa þögnina. Hver er þá þessi áður um getni Einar Guðmundsson, undirtylla Eggerts Þorbjarnar- sonar, í aðförinni að Sjómanna- félagi Reykjavíkur? Einar Guðmundssorj lauk prófi við Stýrimannaskólann fyrir nokkrum árum. Hann hef ur síðan verið á ýmsum skip- um, en sjaldan lengi á sama skipinu. Mér er kunnugt um það, að um stundarsakir var hann 2. stýrimaður á bv. Eldey. , Nú er Einar kominn í land, og , ber við vanheilsu; en sagt er, að hann sé á launum hjá Kom- múnistaflokknum, þ. e. a. s. t Rússum. Afrek Einars Guð- mundssonar í Sjómannafélagi (Reykjavíkur eru þau, .að hann, ásamt Braga Agnarssyni, vildi láta kljúfa félagið í nokkur j smáfélög fyrir nokkrum árum. 1948 hleypti hann upp félags- fundi ásamt þeim Auðunarson- um og krafðist þess af Jóni Rafnssyni, að han,nléti Alþýðu- sambandið ógilda stjórnarkjör- ið í Sjómannaýélaginu árið 1948—1949 á þeim forsendum, að félagsfundur vildi ekki lúta j valdboði minnihluta fundar- manna. í togaradeilunni var i Einar í svokallaðri baknefnd, kosinn af skipverjum á togar- anum Marz. Af því skipi fór hann mjög bráðlega eftir að deilunni lauk. í baknefndinni vann Einar öll þau skemmdar- störf, er hann mátti, með klíku- fundum, undirróðri og sífelldu baktjaldamakki við Lúðvík Jósefsson útgerðarmann og e. t. v. fleiri andstæðinga sjómanna- félagsins, og er enginn efi, að starfsemi hans og annarra kom- múnista í deilunni dró hana mjög á langinn og varð þess valdandi, að ekki náðust eins góðir samningar og efni og rök stóðu til. Nú vill þessi ágætismaður láta reka % félaganna úr Sjó- mannafélaginu og svipta þá kosningarétti við stjórnarkjör, þegar hann býst við að hafa orðið undir í almennum kosn- ingum, sem staðið hafa í 2 mán- uði. Nú hafa félagar okkar Ein- ars kosið um okkur í félaginu. Vilji þeirra kemur í dagsljósið n. k. þriðjudag. Falli ég, verður Einar kosinn og andstætt. Á aðalfundinum verður einnig gert út um það, hvort sundr- ungar- og niðurrifsstarfsemi kommúnista á að ráða í Sjó- mannafélaginu eða sameining- ai'- og uppbyggingarstefna okk- ar lýðræðissinna. Á þriðjudjginn mætumst við Einar Guðmundsson á aðal- fundi Sjómannafélags Reykja- víkur. Þar mun ýmislegt í sambandi við störf og markmið Einars verða dregið fram í dagsljósið, til viðbótar því, sem hér hefur verið sagt. Félagar, mætumst heilir á þriðjudagskvöldið og gerum upp við Einar Guðmundsson og hans líka, og sendum hann og þá, sem hafa á sama hátt og Einar Guðmundsson til þess unnið, af höndum okkar heim á Þórsgötu 1. Sæmundur Óiafsson. Alhugasemd ÚT AF UMMÆLUM í grein frú Soffíu Ingvarsdóttur, sem birtist í Alþýðublaðinu í dag, þykir rétt að benda á eftirfar- andi: Þegar Elli- og hjúkrunar- heimilið Grund var reist árið 1929 voru íbúar Reykjavíkur 26 428, og tók stofnunin rúm- lega 100 vistmenn. Nú eru bæj- arbúar rúmlega 50 000, en vist- menn á stofnuninni 254. Vist- gjöld eru í dag kr. 20,00 og kr. 25,00 fyi'ir sjúklinga. — Fjár- styrkur úr bæjarsjóði Reykja- víkur er kr. 8000,00, en úr rík- issjóði kr. 7000,00 á ári. Með þökk fyrir birtinguna. 21. 1. 1950. Gísli Sigurbjörnsson. RÍKISSTJÓRN de Gasperis á Ítalíu hefur unnið embættis- eið sinn. í henni eru 13 kristi- legir demókratar, 3 Saragats- jafnaðarmenn og 3 lýðveldis- sinnar. Frjálslyndi flokkurinn tekur ekki þátt í stjórnarsam- vinnunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.