Alþýðublaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 29.01.1950, Blaðsíða 6
ALÞÝfiUBLAÐIÐ Sunnudagur 29. janúar 1950 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Bcnedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilia Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Ér álðgiim íhaldsins KOSNINGARNAR í dag marka tímamót í sögu Reykja- víkur, ef íhaldinu verður hrundið af stóli og Alþýðu- •flokknum fengin oddaaðstaða í hinni nýju bæjarstjórn. Það takmark næst, ef þrír Alþýðu- flokksmenn ná kosningu, en sá sigur vinnst, ef menn og konur í Alþýðuflokknum leggjast á eitt í starfi og baráttu kjördags- ins. Þeim, sem fylgst hafa með kosningabáráttunni í Reykja- vík, dylst ekki, að framsóknar- menn og kommúnistar hafa tapað fylgi frá alþingiskosn- ingunum í haust. Hitt er óum- deilanlegt, að straumur fylgis- aukningarinnar liggur til Al- þýðuflokksins. Hann gengur sókndjarfur og sigurviss til þessara kosninga. Þess vegna er það skylda allra frjálslyndra íhaldsandstæðinga í Reykjavík að kjósa með Alþýðuflokknum við þessar kosningar. Þar með vinnst tvennt: íhaldinu verð- ur steypt af stóli og framfara- sinnuðum lýðræðisflokki veitt aðstaða til úrslitaáhrifa á stjórn og rekstur Reykjavíkur- bæjar næstu fjögur ár. * 'Fráfarandi bæjarstjórnar- meirihluti er hræddur. Hann óttast dóm fólksins. Hann veit, að Reykvíkingar eru þreyttir á óstjórn hans og sofandahætti- og vilja nýja menn og ný mál- efni. Kröfur Reykvíkinga eru atvinnuöryggi, útrýming hús- næðisbölsins, framkvæmdir í sjúkrahúsmálum og örugg fjár- málastjórn. Þessum kröfum ber þeim að fylgja fram við kjör- borðið í dag með því að hafna íhaldinu og yelja Alþýðuflokk- inn. Sigur kosninganna í dag á að verða fólginn í því, að fólkið í Reykjavík, verkamennirnir, sjómennirnir, iðnaðarmennirn- ir og skrifstofufólkið, taki völd- in í bænum í sínar hendur undir forustu Alþýðuflokksins. Þetta fólk getur því aðeins tryggt hagsmuni sína gagnvart samfé- laginu, að það hætti að fela pólitíska forsjá sína fulltrúum sárréttindastéttanna og auð- mannanna, en styðji fulltrúa sjálfs sín til valda og áhrifa. Þessar staðreyndir verður hver Reykvádngur að íhuga áður en hann gengur að kjörborðinu í dag og gera síðan skyldu sína með því að ráðstafa atkvæði sínu rétt. Úrslitabarátta kosn- inganna stendur milli Alþýðu- flokksins og íhaldsins. Hin stóra spurning kvölrdsins og næturinnar er, hvort Alþýðu- flokkurinn fær þrjá fulltrúa og íhaldið sjö eða hvort Alþýðu- flokkurinn fær aðeins tvo og í- haldið átta. Fái Alþýðuflokkur- inn þrjá bæjarfulltrúa kjörna, er nýtt og betra tímabil hafið í sögu höfuðstaðarins. En fái í- haldið átta fulltrúa, framleng- ist tímabil óstjórnarinnar og sofandaháttarins enn um fjög- ur ár. íhaldið heyir æðisgengna baráttu við þessar kosningar. Það veit, að meirihlutaaðstað- an í bæjarstjórn Reykjavíkur er ekki aðeins í veði. Megin- virki íhaldsstefnunnar á íslandi er í hættu. Tapi íhaldið meiri- hlutanum í Reykjavík, hefur stefna þess á íslandi beðið ó- sigur. Þes vegna mun íhaldið einskis láta ófreistað í baráttu kjördagsins. En ósigur þess er fyrirfram vís, ef andstæðingar þess í Reykjavík bera gæfu til að kasta ekki atkvæðum sínum á glæ með því að kjósa Fram- sóknarflokkinn og kommúnista, en slá skjaldborg um menn og málefni Alþýðuflokksins, flokksins, s,em heyir lirslita- glímuna við íhaldið. Þess vegna heitir Alþýðu- flokkurinn á alla frjálslynda kjósendur í Reykjavík, menn og konur, yngri og eldri, að vinna markvisst í dag að sigri jafnaðarstefnunnar og falli í- haldsins. Enginn andstæðingur ihaldsins má sitja heima. Kjós- endur Alþýðuflokksins eru hvattir til að mæta snemma á kjörstað og vinna að því, hver eftir sinni getu og aðstöðu, að fá vini sína og venzlafólk til að skipa sér einnig undir merki Alþýðuflokksins og jafnaðar- stefnunnar við þessar kosning- ar og steypa íhaldinu af stóli. Vinnist sá sigur, hefur fólkið í Reykjavík brotið blað í sögu höfuðstaðarins og leyst hann úr álögum íhaldsins. Þá hefur samheldni og einhugur alþýð- unnar sigrazt á peningavaldi og áróðursvél íhaldsins. Þessi sig- ur vinnst, ef allir leggjast á eitt í dag og gera skyldu sína. Al- þýðuflokkurinn væntir þess, að úrslit baráttunnar verði sigur jafnaðarstefnunnar og fall í- haldsins. Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur á morgun 30. janúar kl. 8,30 í Aðalstræti 12. Fundarefni: Venjuleg fundarstörf, söngur og lrvik- myndir. Konur takið með ykkur handavinnu. Stjórnin. Skrautkertin, sem tekin voru úr umferð. — Yfir- lýsing borgarstjórans. — Bréf frá vöru- bifreiðastjóra. SALA Á SKRAUTKERTUM lagðist niður fyrir jólin. Mátt- arvöldin .tóku í taumana með þeim afleiðingum, að hætt var að hafa skrautkertin til sýnis í búðargluggunum. — Gunnar Thoroddsen lýsti því sjálfur yf- ir í útvarpsumræðunum. síð- ast liðið fimmtudagskvöld, kvöld, að hann mundi ekki gefa kost á sér sem borgarstjóri, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihluta í bæjarstjórn Reykja víkur. Þetta þurfti engum að segja. Engum flokki dettur í hug að Gunnar Thoroddsen verði borgarstjóri ef Sjálfstæð- isflokkurinn fær .ekki .átta kosna, ekki hefur Alþýðu- flokknum dottið það í hug, — og ég hygg heldur ekki Sjálf- stæðisflokknum. BÆJARSTJÓRN tekur á- kvarðanir um það, sem gera skal í bænum, enn fremur bæjarráð, borgarstjóri er ekki annað en framkvæmdastjóri bæjarstjórnar. Þeir, sem skipa bæjarstjórn, geta deilt um lausn vandamála og komizt að niður- stöðu. Borgarstjóri framkvæm- ir síðan það, sem ákveðið er. Fjórir flokkar munu mynda næstu bæjarstjórn Reykjavíkur og að líkindum verður enginn þeirra í meirihluta. Bæjarstjórn mun samt ráða sínum ráðum, og það fer vitanlega eftir málefn- um í hvert sinn hvaða flokkar marka stefnuna. EF TIL DÆMIS Sjálfstæðis- flokkurinn vill rumska og hætta að vera einstrengingslegur flokkur einstrengingslegra burgeisahagsmuna í bygginga- málum bæjarins, þá mun hann, Alþýðuflokkurinn og hinir flokkarnir sennilega geta kom- izt að samkomulagi um lausn þeirra mála. Ef Sjálfstæðis- flokkurinn hins vegar tekur upp á þeim fjára að vilja selja ein- hverja af bæjarútgerðartogur- unum, munu hinir flokkarnir sameinast um að fella það. Eins er til dæmis um göturnar. Það þýðir ekki lengur að ætla Sjálf- stæðisfiokknum að finna lausn á því vandamáli. Hinir flokkarnir munu leita nýrra úrræða. SVO FRAMKVÆMIR borg- arstjóri það sem samþykkt er, auk þess sem hann stjórnar daglegum framkvæmdum bæj- arins. Og það eru til margir menn í Reykjavík, sem gætu verið dugmiklir, reglusamir og framtaksgóðir framkvæmda- stjórar bæjarins. Stundum gæti það komið til mála, við hátíðleg tækifæri, að forseti bæjarstjórn- ar kæmi opinberlega fram fyrir hönd höfuðstaðarins. — Ég held að það væri viturlegt af R'Syk- víkingum að fela Alþýðuflokkn- um oddaaðstöðuna í bæjarstjórn næstu fjögur árin og gefa Thor- oddsen frí frá borgarstjóra- störfum, taka hann úr búðar- glugganum, eins og skrautkertin í vetur. SVO ER HÉRNA örstutt bréf frá vörubifreiðarstjóra til Gunnars Thoroddsen. „Herra fráfarandi borgarstjóri! Ég þakka meðtekið bréf yðar í dag og langar mig að kvitta fyrir það, Ég er einn hinna fátæku í þessum stóra bæ, sem þér hafið stjórnað undanfarið. Ég hef átt vörubifreið í 24 ár, en sjaldan komizt á þá grænu grein að fá vinnu hjá yður eða yðar flokks- bræðrum. Ástæðuna veit ég, en hún er sú, að ég hef ekki farið dult með skoðanir mínar og það hefur borizt þeim til eyrna, sem skapa andrúmsloftið í framkvæmdastjórn bæjarins — og þekkja margir verkamenn þá sögu, þó að margir þeirra kjósi öðruvísi en verkstjórar yðar og spjaldskrársemjendur flokks yðar ætla. SUMUM kann að virðast, að viðkvæmni fyrir sannfæringu manns sé of mikil, ef um er að Framhald á 11. síðu. Kjðrseðillinn í Reykjavík í dag. XA Listi Alþýðuflokksins B Listi Framsóknarflokksins c Listi Sameiningarfl. alþýðu — Sósíalistaflokksins D Listi Sjálfstæðisflokksins Jón Axel Pétursson Þórður Björnsson Sigfús Sigurhjartarson Gunnar Thoroddsen Magnús Ástmarsson Sigríður Eiríksdóttir Katrín Thoroddsen Auður Auðuns Benedikt Gröndal Sigurjón Guðmundsson Ingi R. Helgason Guðmundur Ásbjörnsson Jóhanna Egilsdóttir Pálmi Hannesson Guðmundur Vigfússon Jóhann Hafstein Jón Júníusson Jón Helgason Nanna Ólafsdóttir Sigurður Sigurðsson Jónína M. Guðjónsdóttir Björn Guðmundsson Hannes Stephensen Hallgrímur Benediktsson Sigurður Guðmundsson Hallgrímur Oddsson Sigurður Guðgeirsson Guðmundur H. Guðmundss. Sigurpáll Jónsson Leifur Ásgeirsson Guðmundur Guðmundsson Pétur Sigurðsson Sófus Bender Guðmundur Sigtryggsson Einar Ögmundsson Birgir Kjaran Helgi Sæmúndsson Jakobína Ásgeirsdóttii Ríkey Eiríksdóttir Sveinbjörn Hannesson Sigfús Bjarnason Erlendur Pálmason Ársæll Sigurðsson Ólafur Björnsson Arngrímur Kristjánsson Jónas Jósteinsson Guðmundur Snorri Jónsson Guðrún Guðlaugsdóttir Guðrún Sigurgeirsdóttir Kristján Friðriksson Kristján Hjaltason Guðrún Jónasson Ásgrímur Gíslason Bergþór Magnússon Þuríður Friðriksdóttir Ragnar Lárusson Garoar Jónsson Helgi Þorsteinsson Einar Andrésson Friðrik Einarsson Kjartan Guðnason Ólafur Jensson Stefán O. Magnússon Jón Thorarensen Hólmfríður Ingjaldsdóttir Sigríður Ingimarsdóttir Inga H. Jónsdóttir Böðvar Steinþórsson Jón Árnason Skeggi Samúelsson Theódór Skúlason Jónína Guðmundsdóttir Matthías Guðmundsson Jóhann Hjörleifsson Elín Guðmundsdóttir Guðmundur Halldórsson Tómas Vigfússon Þorgils Guðmundsson Helgi Þorkelsson Einar Ólafsson Þorsteinn B. Jónsson Friðgeir Sveinsson Guðrún Finnsdóttir Kristján Jóh. Kristjánsson Aðalsteinn Halldórsson Sigurður Sólonsson ísleifur Högnason Daníel Gíslason Guðrún Kristmundsdóttir Björn Stefánsson Helgi Ólafsson Bjarni Benediktsson Steinar Gíslason Bergur Sigurbjörnsson Vilborg Ólafsdóttir Ólafur Pálsson Jón P. Emils Friðrik Guðmundsson Björgólfur Sigurðsson Stefán Hannesson Felix Guðmundsson Stefán Jónasson Páll Þóroddsson Guðmundur H. Guðmundss. Guðrún Þorgilsdóttir ^ Stefán Franklin Stefánsson Petrína Jakobsson Agnar Guðmundsson Ingimar Jónsson Sveinn Víkingur Grímsson Eðvarð Sigurðsson Ásgeir Þorsteinsson Sigurjón Á. Ólafsson Rannveig Þorsteinsdóttir Einar Olgeirsson Halldór Hansen Haraldur Guðmundsson Eysteinn Jónsson Brynjólfur Bjarnason Ólafur Thors Þannig lítur kjörseðillinti út, er A-Iistinn, listi Alþýðufl okksins hefur verið kosinn, með X fyrir framan A.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.