Tíminn - 23.03.1943, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.03.1943, Blaðsíða 4
136 TÍMINIV, |>rigj}ndagiim 23. marz 1943 34. blað Mjólkursamsalan tilkynnír: Bæjarstjóru Rcýkjavíkur -'Saiu- þykkti 4. þ. m., að banna öllum ínjólk- urbúðiim liæjarins að nota trektir við mælingu mjólkur og rjóma, frá og með 1. apríl n. k. Fyrir því tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum vorum, að frá þeisn tíma geta búðir vorar ekki afgreitt nefndar vörur á flöskur eða önnur stiitþröng ílát. tB BÆMUM Framsóknarskemmtun. Vegna húsnæðisskorts verður næsta skemmtun Pramsóknarfélaganna í Reykjavík eigi fyrr en þriðjudaginn 30. marz. Verður hún í Oddfellow- húsinu og hefst með Framsóknarvist. Rán amerískra hermanna. Síðast. föstudagskvöld réðust flmm amerískir hermenn inn í húsið Sól- heiði við Þverholt. Býr þar Eiríkur Guðleifsson. Hann var einn heima. Hermennirnir spurðu fyrst eftir stúlku, sem ekki var þar. Tóku þeir síðan að láta ófriðlega. Eiríkur fór þá út og vakti upp mann i næsta húsi. Þegar þeir komu aftur að Sólheiði, veittu hermennirnir þeim aðför 0? hurfu þeir burtu eftir nokkrar stimpingar. Nokkru seinna fóru þeir Eiríkur aðra ferð að Sólheiði og voru þá hermenn- írnir famir. Voru þeir þá búnir að brjóta upp koffort og stela úr þvi 2.820 kr. í peningum. Hjörvarður Árnason, vestur-íslenzkur listfræðingur, sem nú vinnur hjá amerisku sendisveitinni, flytur á næstunni þrjá fyrirlestra við háskólann um nútimamálaralist. Verð- ur sá fyrsti fluttur í kvöld (Mat á mál- verkum), annar á föstudaginn (Frönsk málaralist á 19. og 20. öld) og þriðji á þriðjudaginn kemur (Amerísk málara- list á 19. og 20. öld). Fyrirlestrarnir verða fluttir á ensku og hefjast kl. 8,30 síðdegis. Öllum er heimill að- gangur. „Lærið að matbúa“ heitir ný bók eftir Helgu Sigurðar- dóttur, forstöðukonu Húsmæðrakenn- araskólans. Inngang að bókinni ritar dr. Júlíus Sigurjónsson og fjallar hann um næringarefnafræði. Bannað að selja mjólk á flöskur. Lögreglustjórl hefir auglýst bann bæjarstiórnar við afhendingu mjólkur á ílát, sem nota þarf trektir við. — Skal fólki, sem hingað til hefir notað flöskur, ráðlagt að verða sér sem fyrst úti um hentug ílát, áður en bannið gengur í gildi, en verður það frá 1. apríl. Norðmannafélagið. „Nordmannslaget" hefir ákveðið að halda upp á 17. maí, þjóðminningar- dag Norðmanna. Undirbúningsnefnd skipa formaður félagsins, Thomas Haarde, símaverkfræðingur, frú Es- march, Friid blaðafulltrúi, Steversen ofursti og Andreasen ræðismannsfull- trúi. — Ennfremur var ákveðið að gangast fyrir minningarguðsþjónustu 9. april, þegar 3 ár eru liðin frá innrás Þjóðverja í Noreg. Alþingishátíðin 1930. Á þessu ári er i ráði að gefa út stóra bók og vandaða um hátíðahöldin á Þingvöllum 1930. Tekur Magnús Jónsson prófessor bókina saman, en H.f. Leiftur annast útgáfuna. Óskar höfundurinn þess, að sem flestir sendi sér myndir og aðrar upplýsingar, sem þeir hefðu í fórum sínum og vildu koma á framfæri. íþróttamynd Ármanns. íþróttafélagið Ármann hefir látið gera íþróttakvikmynd, sem sýnir hina fjölþættu íþróttastarfsemi félagsins. Nær hún yfir margar tegundir leik- fimi, sund, sundknattleik, glímu og fleira. Sumir helztu kaflarnir eru tekn- ir í eðlilegum litum. m. a. á Þingvöll- um. Kjartan Ó. Bjarnason hefir tekið myndina, en Jens Guðbjörnsson hefir haft yfirumsjón með henni. Er mynd- ln þeim og Ármanni til mikils sóma. Myndin hefir verið sýnd nokkrum sinnum í Rvík og verður vafalaust sýnd oftar. Vonandi verður þessi mynd sýnd úti á landi, þar sem þess er kostur. Iðnneminn, blað Skólafélags Iðnskólans, hefir Tímanum borizt nýlega. Er þetta sér- stakt hátíðablað, því að tíu ár eru nú liðin síðan blaðið hóf göngu sína. Birt- ir það ýmsar greinar um áhugamál iðnnema. Frágangur þess er hinn vandaðasti. Vinnan heitir myndarlegt tímarit, sem Al- þýðusambandið er tekið að gefa út. Fyrsta tölublaðið er nýlega komið út. Ritstjóri er Friðrik Halldórsson og rit- nefnd frá Aþýðusambandinu, Sæ- mundur Ólafsson og Stefán Ögmunds- son. í fyrsta blaðið rita m. a. Sigurður Einarsson og Halldór Laxness, auk rit- nefndar. Kartöfluskorturinn. Ríkisstjórnin hefir undanfarið reynt að fá kartöflur frá Bretlandi til þess að bæta úr kartöfluskortinum. Eru líkur til þess, að hægt verði að fá þar 2000 smál. Norrænafélagið hélt fjölmennan skemmtifund að Hótel Borg á föstudagskvöldið. Erindi fluttu séra Bjarni Jónsson um kirkjur Norðurlanda og Sigvard Friid blaða- fulltrúi um afstöðu Norðurlanda í núverandi styrjöld. Þrír húseigendur hafa nýlega verið dæmdir hér fyrir brot á húsaleigulögunum. H.f. Jötunn fékk 8100 kr. sekt, Jón og Steingrímur 8100 kr. sekt. og H.f. Miðgarður 7500 kr. sekt. H.f. Miðgarður er hlutafélag helztu kommúnistaforsprakkanna. Hafði það breytt íbúðarhúsnæði í skrifstofur. Konu misþyrmt. Síðastliðið þriðjudagskvöld var Is- lenzkri konu, Rósu Pétursdóttur, mis- þyrmt af tveim sjóliðum. Rósa hafði verið á skemmtun hjá brezka fluglið- inu, er var haldin á Laugaveg 105, en Rósa býr á Laugavegi 103. Þegar Rósa fór heim, eltu hana ""tveir sjóliðar. Frá aðalfundi Flskifélagsius (Framh. af 1. siSu) Þá er að víkja að erindi Þórð- ar Þorbjarnarsonar um störf rannsóknarstofunnar. Eitt af verkum rannsóknar- stofunnar er að annast rann- sóknir á lýsi fyrir útvegsmenn. Tók hún 230 sýnishorn á árinu í þessu skyni. Þessar rannsókn- ir sýndu, að lýsið, sem var framleitt árið 1942 var 25% vita- mínauðugra en lýsið, sem var framleitt árið áður. Bezt reynd- ist Hornafjarðarlýsið. Er það bezta lýsi, sem er framleitt hér á landi og þó víðar væri leitað. Er þetta talið stafa af því, að á Hornafjarðarmiðunum mæt- ast heitir og kaldir hafstraum- ar og heldur gamall fiskur sig venjulega á þeim slóðum, en betra lýsi fæst úr eldri fiskár- göngum en þeim, sem eru yngri. Þá hafði rannsóknarstofan annazt rannsókn á 30 mismun- andi litunaraðferðum til að verja lóðir fúa. Voru veiðarfæri, sem höfðu verið lituð með hin- um ýmsu aðferðum látin liggja í sjó, æðilangan tíma. Má vænta mikils árangurs af þessum rannsóknum. Einnig hefir ver- ið rannsakað, hvernig mætti verja kork gegn skemmdum. Er það mikilsvert mál fyrir síldar- útveginn. Rannsóknarstofan hafði einn- ig annazt ýmsar fleiri rann- sóknir. Er starf hennar hið mikilsverðasta. Ýms mál voru rædd á fund- inum og nokkrar tillögur sam- þykktar. Ein þeirra, sem var frá Lúðvík Kristjánssyni, fjallaði um stofnun sjóðs, er styrkti fólk, sem missir forsjármenn sína af slysförum. Erlent yfirlit (Framh. af 1. síBu) Dvöl þýzka hersins 1 Finn- landi hefir ekki bætt sambúð Finna og Þjóðverja. Finnar telja þýzku hermennina sér sízt fremri. Finnskar konur, sem gefa sig að þýzkum hermönn- um, hljóta almenna fyrirlitn- ingu. Forráðamenn hinna frjáls- lyndari flokka hafa mjög reynt að sporna gegn því, að þjóðin dragist undir áhrifavald Þjóð- verja, þótt hún ætti samstöðu með þeim í styrjöldinni um stund. Þess vegna hafa þeir kappkostað að lýsa fylgi sínu við lýðræðisstefnuna. Viðvíkj- andi utanríkismálastefnunni hafa þeir lagt megin áherzlu á samvinnu við Norðurlönd og m. a. í því sambandi deilt á fram- ferði Þjóðverja í Noregi. Auk áðurgreindra erfiðleika, sem eru í vegi þess, að Finnar geti samið sérfrið, er hinn rót- gróna andúð þéirra á Rússum. Því aðeins myndu Finnar þora að semja sérfrið, að þeir fengu öruggar tryggingar frá Banda- mönnum. Rósa fór þvi inn í Gasstöðina til að losna við fylgd þeirra. Þegar hún kom út aftur, biðu þeir eftir henni og eltu hana heim til hennar. Virtist henni þeir biðja sig um peninga, en hún kvaðst enga hafa. Urðu síðan talsvejð- ar stimpingar. Rósu tókst þó að kom- ast aftur á Gasstöðina og hringdu varðmennirnir þar á lögregluna. Er lögreglaii kom á vettvang, voru sjó- liðarnir farnir. Var Rósa mjög illa út- leikin, augun sokkin, tennur brotnar og marin víða. Rósa mun hafa verið eitthvað undir áhrifum víns, er at- burður þessi gerðist. Maður rændur. Síðastliðið miðvikudagskvöld var Keflvíkingur rændur hjá vörubílastöð- inni „Þróttur". Var hann með vin- flöskur í tösku. Tveir menn komu til hans og biðu hann að selja sér áfeng- ið, en hann neitaði. Annar þeirra sló hann þá í höfuðið og féll hann í göt- una, en hinn reif af honum töskuna. Keflvíkingurinn og fleiri menn, sem þarna voru staddir, veittu þeim eftir- för, en náðu þeim ekki, en síðar um kvöldið tókst lgreglunni að handsama þá. Annar þessara manna, Finnbogi Guðmundsson, Njarðargötu 35, hefir lent í ýmsu misjöfnu áður. Hjónaband. Nýlega voru gefln saman í hjóna- band á ísafirði frk. Anna Tryggva- dóttir á Flateyri og' Þórður Magnússon verzlunarmaður á Flateyri. Heimili ungu hjónanna er á Flateyri. Egill Sitfnrtíeirsson hæstarétta ’Aiaflutnlngsmaður Austurstræti 3 — Reykjavík Auglýsið í Tímanum! Enn um Hallgrímskirkju (Frar»h. af 3. slðu) menn gætu efnazt og notið efnanna í friði. Það er þeim mönnum að kenna að bærinn á engar byggingar úr varanlegu efni, nema einn mjög illa gerð- an barnaskóla og eitt pakkhús. Hinar illa lögðu götur, hin vondu torg og leikvellir, hinn aumasti íþróttavöllur sem til eru í veröldinni, hinn algeri skortur á sjúkrahúsum, skólum fyrir æskulýð, íþróttahúsum, og síðast en ekki sízt vöntun á sæmilegu húsnæði fyrir skrif- stofur og stjórn bæjarins, allt eru þetta vanrækslusvndir manna á borð við V. St., van- ræksla manna, sem vel gætu gert betur, ef þeir vildu nota hæfileika sína til gagns, í stað þess sættu sig við eymd og ó- fremd bæjarfélagsins. VIII. Valtýr Stefánsson var vatns- vélafræðingur fyrr á ár- um. Honum eru þess vegna Ijósir erfiðleikar við stíflu- framkvæmdir. Eins og Ásgeir Ásgeirsson beitti sér- 1932 fyrir að stífla framþróun leiklistar á íslandi með því að taka í al- menningseyðslu tekjur þjóð- leikhússins, þannig leitast V. S. nú við að stífla eðlilega fram- þróun safnaðarlífs í Reykjavík. Ásgeir hefir getað- stöðvað leik- húsið í 13 ár, og reynir enginn lengur að afsaka verk hans eða mæla þeim bót. Engu skal spáð um, hve lengi V. S. getur stöðv- að byggingu sómasamlegrar safnaðarkirkju á Skólavörðu- hæð. Straumurinn, sem sækir á, er nokkuð þungur. Tólf þúsund manns í Reykjavík með tvo unga presta eru gersamlega húsvilltir í kirkjulegum efnum. Þessu fólki er neitað um að nota sitt eigið fé til að reisa sér guðs- hús, en ráðlagt að byggja í þess stað einskonar vöruskemmu. V. S. hefir í fyrstu stíflu sett kom- múnistana í bæjarstjórn, og ofan á þá til styrktar þrjá byggingafræðinga, sem vilja gera kirkjur, en hafa aldrei sýnt, að þeir væru vaxnir því starfi. Hve lengi heldur þessi stífla? Og hvert verður efnið í næstu stíflu S^eitufræðingsins? Það er ekki í mínum verka- hring að ráðleggja V. S. um eitt eða neitt. En við aðra lands- menn get ég sagt, að ég hygg að honum verði enn erfiðara held- ur en Ásgeir Ásgeirssyni í leik- húsmálinu, að standa móti sæmd og þörf. höfuðstaðarins. Það mun sannast, að þeir menn, sem standa að því að -fjölga prestum í Reykjavík úr tveimur í fimm, munu ekki sætta sig til lengdar við að allsendis óvið- komandi menn hindri stærsta söfnuð landsins í því að lifa venjulegu safnaðarlífi. Það er sennilegt, að meira muni reyna á stífluna í kirkjumálinu, með hverjum mánuði sem líður. Það er ekki með öllu auðvelt að neita 12 þúsund höfuðstaðar- búum um sjálfsögð mannrétt- indi, jafnvel þó að hin eðlilega lausn málsins yrði sér í lagi til að prýða Reykjavík, sem á bágt með að valda sínum eigin þunga undir byrði tilbreytingalausu kassahúsanna, sem hafa verið reist undir forustu byggingar- fræðinga, sem ekki hafa verð- launateikningar sínar við hend- ina, þegar þeir eiga að standa frammi fyrir alþjóð manna og sanna gildi sitt sem trúir þjón- ar í víngarði sannrar lista- mennsku. tJ tr cikniiiíí ur |> jj óðartekiiaima (Framh. af 1. siSu) þinganefndir, sem starfa að at- hugun einstakra mála. Þá má geta þess, að núverandi ríkis- stjórn hefir lýst þvi yfir, að hún muni vinna að undirbúningi þess, að ný launalög verði sett á Alþingi innan skamms. Mun almennt viðurkennt, að það sé nauðsynlegt. En þegar tekn- ar verða ákvarðanir um launa- greiðslur til starfsmanna rikis- ins og ríkisstofnana, væri það mjög til leiðbeiningar, ef til væri glöggt yfirlit um tekjur þjóðarinnar í heild síðustu ár- in, og þær breytingar, sem á þeim hafa orðiö. Með aðstoð Hagstofunar, ríkisskattanefndar, annarra ríkisstofnana og einstakra hag- fróðra manna, ætti að vera auðvelt fyrir ríkisstjórnina að framkvæma það, sem tillaga þessi fjallar um." Hlerkilegt mál á Alþingi (Framh. af 1. siBu) ríkisins, og öðrum hliðstæðum framkvæmdum. 5. Að aðstoða ræktunarfélög og aðra hliðstæða aðila við val, útvegun og kaup á skurðgröf- um og öðrum ræktunarvélum, sem nauðsynlegar eru við stærri ræktunarframkvæmdir, svo og að gefa leiðbeiningar um með- ferð og rekstur vélanna. Nú leyfir fjárhagur vélasjóðs ekki, að hann kaupi nægilega margar vélar til þess að halda uppi áðurgreindri starfsemi, svo viðunandi sé, og leggur þá ríkissjóður fram það, sem á vantar til kaupa á slíkum vél- um, eftir því sem fé er veitt til þess í fjárlögum, að fengnum rökstuddum samhljóða tillögum verkfæranefndar og meðmæl- um Búnaðarfélag íslands. Vél- ar þær, sem þannig eru keyptar, verða eign vélasjóðs og falla til starfsemi hans. Ríkissjóður greiðir y3 kostn- aðar v-iá ræktunarumbætur þær, sem gerðar eru fyrir atbeina vélasjóð samkv. 2. og 3. lið. Nær sá styrkur til alls rekstrar skurðgrafnanna, annars skurð- graftrar, byggingar flóðgátta, brúa og flóðgarða. Þriðjung kostnaðar heimilast viðkomandi aðila að taka að láni en y3 skulu landeigendur leggja fram sjálfir um leið og verkið er framkvæmt. Verk þau, sem styrkt eru af ríkinu á þennan hátt, geta ekki notið styrks samkvæmt II. kafla j arðræktarlaganna. Stjórn vélasjóðs verður í höndum verkfærakaupanefndar og er henni heimilt að ráða sér- fróðan framkvæmdastjóra til að sjá um daglegar framkvæmd- ir sjóðsins. Önnur atriði í frv. þykir eigi ástæða til að tilgreina hér. Með þessum fyrirhuguðum breytingum er tvímælalaust stigið stórt spor í þá átt að auð- velda ræktunarframkvæmdir í stórum stíl, er hafa verið of- vaxnar fátækum samtökum. í verkfæranefnd, sem undir- bjó lögin, eiga sæti: Árni G. Ey- lands, Pálmi Einarsson og Run- ólfur Sveinsson. Vinnið ötúllena fjjrir TtlttCKH. -----GAMLA BÍÓ------- EYA IVÚTÍMWS (THE LADY EVE) Aðalhlutverkin leika: BARABARA STANWYCK HENRY FONDA. Sýnd kl. 7 og 9 Kl. 31/2—61/2. FJÓRIR GOSAR (Four Jacks and a Jill). Anne Shirley og Ray Bolger. NÝJABló------- KLAXJFSKIR KÚREKAR (Ride’em Cowboy) með skopleikurunum BUD ABBOTT. og LOU COSTELLO. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Maðurinn minn, Magmis Magnússon, Stóru-Sandvík, Sandvíkurhreppi, Andaðist að heimiii sínu sunnudaginn 21. þ. m. KATRÍN ÞORVARÐARDÓTTIR. Kornútsæði Þeir, sem kynnn að vilja fá Iijá mér Dönnesbygg tii sáningar í vor, eru beðnir að senda pantanir til kaupfélags Árnes- inga, Selfossi, sem annast sölu á korninu. SIGLRÐLR ÁGLSTSSON, Birtingaliolti ÍSLAND í myndum Komin er út ný útgáfa af hinni vinsælu myndabók ísland í myndum. Þetta er þriðja útgáfa bókarinnar, og mætti þó fremur telja nýja bók, því að fyrirkomulag er all-mjög frábrugð- ið fyrri útgáfum. — í bókinni eru 206 heilsíðumyndir, auk upp- drátta af íslandi og afstöðumyndar, sem sýnir legu landsins á hnettinum. Öll myndamót eru ný og mikill fjöldi mynda, sem aldrei hafa verið birtar áður. Formála bókarinnar skrifaði Einar Magnússon mennta- skólakennari. Pálmi Hannesson rektor og Gísli Gestsson banka- ritari röðuðu myndunum og sömdu texta við þær. Frú Aðalbjörg Johnson og Mr. McKenzie, blaðafulltrúi önnuðust þýðingar, en Halldór E. Arnórs ljósmyndari og Páll Jónsson auglýsingastjóri völdu myndirnar. Bókin er í skinnbandi og kostar aðeins 50 krónur. • . Bókaverzlun ísaioldar og útíbúið Laugaveg 12 Það er vissast að kaupa hangíkjötið til páskanna nú þegar Annars getur farið eins og í vetur fyrir jólin, að þeir, sem síðast koma, fái ekkert. vandaðar að efni og öllum frágangi, eru venjulega alveg tilbúnar í Líkkistuvinnustofu Tryggva Árnasonar Njálsgötu 9. Sími 3862.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.