Þjóðviljinn - 02.03.1948, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1948, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. marz 1948. ÞJÓÐVILJINN 1 Árniann J. Lárnsson, er vann fyrstu verðlaun og 2. fegurðar- glímuverðlaun í drengjaflokki á flokkaglímunni. Hann er aðeins 15 ára gamall. GSíraanámskeið U.M.F.R. GLÍMUNÁMSKEIÐ fyrir byrj endur og vana heldur Ung- mennafélag Keykjavíliur og hefst það í kvöld í leikfimissal Menntaskólans kl. 19.30. Félag- ið á nú beztu glímumenn í drengjaílokki. Á flokkaglimunni sem fram fór 29. febrúar átti það 1., 2. og 4. mann. Þar voru einnig veitfe þrenn verðlaun fyrir fagra glímu og eru þeir allir frá Ung- mennafélagi Reykjavíkur, sem þau hlutu. Ungmennafélagið sigraði einnig drengjaglímuna 1947. Á síðastliðnu ári fór glímu- flokkur á vegum félagsins til Noregs og sýndi glímu. Stjórn- andi flokksins var Lárus Saló- monsson, sem kennir nú glimu þjá félaginu. Glímuæfingar félagsins eru á þriðju- og fiinmtudögum kl. 19. 30 í leikfimissal Menntaskólans. Ársþing íþróttabanda- Iags Reykjavíkur S.l. fimmtudagskvöld var árs þing íþróttabandalags Reykja- víkur sett. Formaður þess gaf skýrslu um störfin á árinu, sem voru margþætt og umfangs- mikil. Margar tillögur komu frarn, og var þeim vísað til nefnda. Verður þeirra og starfa þingsins getið hér síðar. Næsti fundur þess verður innan liálfs mánaðar. Kjartan Bergmann: Flokkaglíma Reykjavíkur, var háð í íþróttahúsi Í.B.R. þ. 29. febr. s.l. Glímt var í þrem' flokkum og auk þess varj drengjaglíma. Þátttakendur í þessu glímumóti voru alls 21 frá fjórum félögum. 1 1. glímufl. voru fjórir þátt- takendur. og urðu úrslit þessi: Sigurður Sigurjónsson (KR) hlaut 3 vinninga, Gunnlaugur Ingason (Ármann) hlaut 2 vinninga, Ágúst Steindórsson (KR) hlaut 1 vimiing og Magn- ús Óskarsson (KR) engan vinn- ing. Það er ekki hægt annað að segja en þessi glímufl. hafi ver- ið heldur fámennur, og óneit- anlega var nú mikið skarð fyr- ir skildi þar sem báða Guðmund ana vantaði í glímuna, enda var ekki hægt að segja um þennan glímuflokk að þar væri um miklar eða góðar glímur að ræða, þó að hins vegar ekkert kæmi fram sem að verulega ljótt gæti talizt. Sigurvegarinn beitti aðeins einu bragði, klof- bragi vmstrifótar og virtist ekki að leita fyrir sér með önnur brögð og er það vissulega allt- of mikil einhæfni. Annars er ég vissum, að leggi Sigurður rækt við glímuna þá megi mik- ils vænta af honum í framtíðinni, en ekki ætti hann þó að glíma fastara heldur en liann nú gerir. Gunnlaugur Ingason virtist nú ekki eins vel fyrirkallaður | sem á síðustu skjaldarglímu Ármanns og hafði hann nú ekki eins mikla snerpu sem þá, og glíma hans við Sigurð var mjög dauf og tilþrifalítil. Gunnlaug- ur lagði á þessum brögðum: Magnús Óskarsson á hælkrók utanfótar eftir stutta viðureign, Ágúst Steindórsson á sniðglímu á lofti. Ágúst og Magnús, sýndu ekki mikla glímu o£ var auðséð að Ágúst mundi nú ekki vera í góðri æfingu, og virtist glíma hans við Sigurð Sigurjónsson bera þess Ijósan vott. I 2. glímuflokki voru aðeins þrír þátttakendur, og voru úr- slit sem hér segir: Steinn Guðmundsson (Ár- mann) lilaut 2 vinninga, Rögn- valdur Gunnlaugsson (KR) 1 vinning, Unnar Sigurtryggva- son (KR) engan vinning. Þó að í þessum glímufl. væru ekki fleiri keppendur, þá voru þetta tvímælalaust béztu glímu mennirnir á þessu glímumóti. Glíma þessara þremenninga var yfirleitt snörp og mjög góð tilþrif í henni. Þeir stóðu fall- ega að glímunni og var mjög ánægjulegt að horfa á glímuna. [ 1 þessum glímufl. bar Steinn Guðmundsson sigur af hólmi, hann lagði á hreinum og falleg- um lábrögðum. Leggjabragð, sem hann lagði Unnar á var eld snöggt og vel tekið og eins var um hælkrókinn sem hann lagði Rögnvald á. Rögnvaldur glímdi vel og skarp lega og leitaði fyrir sér með ýmsum brögðum, hann lagði Unnar á hnéhnykk, teknum sem mótbragði við klofbragði. Unnar kom nú fram í fyrsta sinn á opinberu glímumóti og þó að hann legði ekki keppi- nauta sína, enda var þar við ramt reipi að draga, þá sýndi hann það berlega, að hann kann að glíma, og voru tilþrif hans og staða í glímunni ágæt. Hann glímdi af léttleik og skerpu. í 3. glímuflokki voru sex þátttakendur og urðu úrslit þessi: Ólafur Jónsson (KR) hlaut 5 vinninga, Sigurður Hallbjörns son (Ármann) hlaut 4 vinn- inga, Ingólfur Guðnason (Ái'- mann) hlaut 3 vinninga, Aðal- steinn Eiríksson (KR) hlaut 2 vinninga, Gretar Sigurðsson (Ármann) hlaut 1 .vinning og Helgi Jónsson (KR) engan vinning. Eins og þessi skrá sýnir, þá lagði Ólafur Jónsson alla keppi- nauta sína. Hann gekk ákveðið að glimunni og stóð yfirleitt vel að henni. Úrslitabragð hans var sniðglíma á lofti vel tekið bragð, en æskilegt væri að Öl- afur sýndi fleiri brögð og má þess vænta af jafnmildum glímumanni. Sigurður Hall- björnsson, sem var annar í þess um glímufl. var nú ekki vel upp lagður í þessari glímu, en hann er lang reyndastur glímumanna þeirra sem nú kepptu. Glíma hans og Ólafs Jónssonar var afar illa glímd, boluðust þeir báðir mikið og er ég hræddur um að Sigui'ður hafi átt sinn þátt í því hvað sú glíma var ljót, en fallegt og vel tekið bragð var leggjarbragð á lofti sem Sigurður lagði Helga Jóns- son á. Ingólfur Guðnason Meistaraméíið í handknattieik K.R. : Í.A. 15:14 Handknattleiksmótið í meist- arafl. hélt áfram á 'föstudag. Leikur K.R. og Akranesliðsins var mjög spennandi, og eftir að á leið var nokkur tvísýnt um það hvernig leikar mundu fara. K.R.-ingar byrjuðu vel og náðu strax tökum á leiknum, settu 6—8 mörk áður en hinir höfðu fyllilega áttað sig. Þegar fór að líða á leikinn fóru Akurnes- ingar að sækja sig, og í leiks- lok voru liðin orðin svo jöfn að aðeins munaði einu marki. Veila Akranes-liðsins var hve það lék þvert og notaði ,,dripl“ í tíma og ótíma, og með því ef til vill tapað þessum leik. Ot- hald hafa þeir mjög gott og ef aðgerðir þeirra hefðu meiri til- gang væru þeir ekkert larnb að leika sér við. Leikur K.R. var oft nokkuð góður og hnit- miðaður sérstaklega til að byrja með. Fram : Haukar 24:15 Fram náði þegai' atgerum yfirtökum í leiknum. Om tíma náðu Haukar þó nokkuð sæmi- legum leik, og við það dró held- ur úr Frömurum, og varð það sem eftir var leiksins heldur leiðinlegt þóf. Hauka skortir auga fyrir staðsetningum, og 1. Ármann 1. u. j. t. 2—2—0—0 2. Valur 2—2—0—0 3. Víkingur 2 -t- 2—0—0 4. K.R. 2 2—0—0 5. Í.R 2 : 1—0—1 6. Fram 3—1—0—2 7. Í.A. <N O 1 o 1 <M 8. F.H. 2—0—0—2 9. Haukar O 1 © 1 © 1 <M Nýir sunddómarar Sundráð Reykjavikur hefur nýlega lokið námskeiði fyrir sundknattleiksdómara. Þessir 7 menn luku prófi: 1. Ari Guðmundsson Ægi 3. fl. dómarii 2. Einar Davíðsson Ármann 2. fl. dómari. 3. Einar Hjartarson Ármann 2. fl. dómari. 4. Einar Sæmundsson K.R. 2. fl. dómari 5. Magnús' Thorvaldsen K.R. 2. fl. dómari. 6. Sigurður Árnason Ár- mann 2. fl. dómari. 7. Sigurgeir Guðjónsson K.R. 2. fl. dórnari. Til að öðlast 1. fl. dómara- próf þarf 2. fl. dómari að dæma 6 löglega kappleiki, en 2. fl. dómarar 3. léttum leik. Jón og Stefán Eg- ilssynir eru beztu menn liðsins. í þessum leik virtust Haukar vera í markmannshraki þó leik- ur Framara væri ekki, er á leið, eins og byrjunin, voru þeir aldrei í neinni hættu. Árni og Þórhallur náðu oft góðum sam- leik og árangursríkum. Næstu leikir meistaraflokks fara fram 4. marz og keppa þá Vikingar—Ármann. Getur það orðið mjög skemmtilegur leik- ur. Síðan keppa F.II. og Valur. í þessari keppni verða 8 leik- ir hjá hverju félagi og standa leikar nú þannig: mörk st. 45 : 22—4 40 : 28—4 50 : 38—4 36—28—4 __ 32—32—2 " 57—65—2 31—37—0 24—45—0 56:76—0 glímdi snarplega, lielzta bragð hans er hælkrókur. í glímu þessa flokks var mjög mikill hraði og skerpa og þó ekki væri hægt að segja að þarna væru verulega miklir glímumenn voru oft ágæt til- þrif. Einkum vakti fótfimi Helga Jónssonar og skerpa at- hygli mína og yrði hann kunn- áttumaður í brögðum, mætti i£ænta þess að hann gæti orð- ið vel liðtækur glímumaður. Drengjaglíman - I drengjaglímunni voru átta þátttakendur ,en flestir þeirra voru frá Umf. Reykjavíkur eða fimm, en Ármann, KR. og ÍR áttu sinn manninn hvert: Það var ánægjulegt að sjá þessa myndarlegu drengi ganga fram á glímuvöllinn og glíma og var auðséð að margir drerigj anna voru ágætlega æfðir, en beztu glímumennirnir í drengja flokknum voru frá Umf. R. Þar urðu úrslit þau að Ármann Lárusson Salomonssonar glímu kappa sigraði og lagði alla keppinauta sína, hann hlaut 7 vinninga og er það vel af sér vikið af 15 ára dreng, hann hlaut einnig 2. fegurðarverð- laun. Ármann glímdi fallega og mjúklega og var hinn fjölbrögð óttasti. Hann lagði á þessum brögðum: Sniðglímu, hnéhnykk, hælkrók utanfótar, klofbragði og leggjabragði, Næstur honum að vinning'um var Gunnar Ólafsson einnig frá Umf. Rvík, hann hlaut 6 vinn- inga. Gunnar var hinn fjöl- brögðóttasti og glimdi vel og snarplega. Helztu úrslitabrögð lians voru: Hælkrókur h. á. v. hælkrókur utanfótar og klof- bragð. Ennfremur tók hann oft góða sniðglímu á lofti, en það var hraustlega gert þegar hann lagði Þórhall Ólafsson á klof- bragði, sem er mun stærri og þyngri en Gunnar, og sem stend ur afar fast fyrir í glímunni. Gunnar hlaut fyrstu fegurðar- glímuverðlaun. Um þi'iðju verð- laun þurftu þeir að glíma til úrslita Haraldur Sveinbjarnar- son (KR) og Hilmar Sigurðss (UMFR) höfðu þeir báðir 4 vinninga en í úrslitaglímunni sigraði Háraldur, en hann glímir mjög fast og stendur Framhald á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.