Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 13

Kennarablaðið - 01.12.1899, Blaðsíða 13
45 hverri einstakri námsgrein eða í öllnm námsgreinum yfir höfuð, heldur á hitt, að kraftarnir æfist, hæfilegleikarnir þrosk- ist, svo að börnin verði fær um að beita sjálf kröftum sínuin og uppala sig sjálf, þegar skólinn sléppir af þeim hendinni. Að sjálfsögðu er það gott fyrir hvern mann að hafa þegar í barnaskólanum fengið dálítinn þekkingarfjársjóð, sem síðar sé hægt að grípa til. En það er hvergi nærri nóg; þessi fjár- sjóður endist ekki nerna til fárra daga, er í sjálfu sór alt of lítill til þess að hann geti nægt nema ef til vill einstökum mönnum, og týnist þar að auki fljótt. Hitt er meíra virði, að kraftarnir æfist og styrkíst, svo að maðurinn verði síðar fær um að afla sér þekkingar sjálfur. Þetta, sem nú hefir verið tekið fram, á við um alla kenslu í barnaskólum, og einnig um kristindómskensluna. Börnin eiga að fá nokkra þekkingu á höfuðatriðum kristindómsins, svo að hún að minsta kosti geti verið þeim sem nokkurs konar grundvöllur, er þau síðar gætu bygt ofan á. Þá á hún einnig að æfa skilninginn og styðja að því, að barnið geti lært að hugsa rétt og sjálfstætt, yfir höfuð glæða hugsanalif þess. En auk þessa á hún umfram alt að hafa áhrif á til- finningar barnsins og vilja. Það er aðaltakmarkið. Auk þess sem hún eins og öll önnur fræðsla á að gera barnið að nýt- um og góðum borgara í mannfélaginu, hefir hún það sérstaka takmark að gera það að nýtum og góðum borgara í Guðs ríki, og þetta takmark næst því að eins, að tiifinningalíf og viljalíf barnsins verði fyrir sérstökum áhrifum. Kristindóms- . ræðslan á því umfram alt að vera lífgandi og vekjandi. Það er einkanlega hún, sem á að lífga og vekja alt það bezta, sem býr í barnshjartanu. Pað er hún, sem á að vekja barnið til umhugsunar um köllun sína, bæði hina tímanlegu og hina eilífu; og það er hún, sem einkanlega á að kenna því að gegna köllun sinni eins og kristnum manni sæmir, kenna því að lifa þannig, að meining verði í lífinu. Hvernig verður nú þessu takmarki náð? Það mun óhætt að fuliyrða, að trúarbrögð sé sú náms- grein, sem einna erfiðast er að kenna. far snýst alt um ein-

x

Kennarablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.