Káess-blaðið - 16.01.1939, Blaðsíða 2

Káess-blaðið - 16.01.1939, Blaðsíða 2
2 K AES S-blaðið Til starfa. »---------Við vitum að íþrótta- starfsemin sem uppeldisstarfsemi er ómissandi þáttur einskonar skap- andi máttur i þjóðlífi voru. Þess vegna er það sorglegt að eigi skuli meira vera gert af hálfu ríkisins íil þess að bæta staðhættina fyrir í- þróttaiðkanir almennings, en raun ber vitni um. Við skuium líta tii okkar eigin íþróttafélags, á aðstöðu þess í bæj- arfélaginu hér, til þess að vinna fyrir íþróttamálin, hve erfið hún er í samanburði við íáiög í öðrum bæjarfélögum, þar sem víðast hvar eru komnir fyrirmyndar íþrótta- staðir. — Mætii t. d. nefnaReykja- vik og Vestmannaeyjar. Fyrir K. S. er líkt ástatt eins og nyrri bifreið, sem gerð er fyrir og ætluð er tii aksturs á rennisléttri steinlagðri akbraut, en hér á að aka eftir torsóttum og grýttum veg- um, þar sem kostir bifreiðarinnar aldrei geta komið í ljós, sakir þess að hún einatt verður að hjakka í í sama farinu. Til þess að nýtísku bifreið komist afram og hraði henn- ar og þægindi fyrir vegfarandan geti komið í ljós, þarf að ryðja henni nýja vegi, ryðja burtugrjót- inu og torfærunum, svo að hraði hennar geti notið sín. Það þarf að byggja nýjar brautir, sléttaogvar- andi akvegi, þar sem bifreiðin getur brunað eftir með fullum hraða, svo fólkið sem í henni situr, geti haft gagn og gaman af ferðalag- inu og akstrinum, og komist þang- að sem það þráir. Við þurfum að hjálpa tii þess að byggja þessa vegi, sem svara til kröfu timans, — ryðja nýjar brautir í hinu torsótta íslenzka fjalllendi, en ekki að leggja steina i veginn til hindrunar, því torfær- urnar eru nógu margar samt, sem teppa eðlilega frjálsa framför. Því þótt kunnátta bílstjóranna ogkost- gæfni og þægindi slíkra bifreiða sé mikil, þá kemur það aldrei að gagni á úreitum gömlum lesta- gangsvegum. Ef við tökum annað dæmi og likjum íþróttastarfi og viðleitni K.S. og íþróttamanna þess hér í bæ við lítið ávaxtatré, sem flutt hefir verið inn úr erlendri gróðurmold, til þess að gróðursetja það í ís lenzkum jarðvegi, og við ætlum þessu ávaxtatré að dafna í hrjóst- ugum, grýttum og votum jarðvegi. Hvernig á þetta litla tré að geta orðið stórt og borið ávöxt, ef ekk- ert væri gert til þess að frjóvga moldina, sem er alltof næringar- snauð og hrjóstug fyrir þennan skjóllausa nýgræðing, ef ekkert væri gert til þess að skapa trénu lifsaíl með betri • ræktun. Að sá írækorni í lélegan jarðveg, án þess að hlúa að því, væri til einskis, því þótt lífsmark leyndist með þvi fyrst, myndi það efalaust kafna í hýði sínu. — Það mætti likja íþróttastarfsemi K. S. hér í bæ við þessa nýtísku bifreið ellegar við þetta litla ávaxta- tré. — Það þarf að byggja nýja og betri vegi, en áður hafa hér þekkst og það þarf að ræktajarð- veginn betur, — gera úr honum gróðurmold, þar sem tréð gæti vaxið og borið ávexti. — Með öðr- um orðum. — Vér iþróttamenn í K. S. teljum, að ríkinu og bæjar- félaginu beri heilög skylda til að ryðja íþróttastarfseminni nýjan betri veg og færari, — að byggja henni akur, sem hún mun vera sjálf og einsömul fær um að rækta. — Þetta getur hið opinbera bezt gert með því, að útvega íþrótta- mönnum sundlaug og íþróttavöllá staðinn, svo íþróttalífið hér geti vaxið, blómgast og dafnað til heilla fyrir æskulýð bæjarins og kom- andi kynslóðir. íþróttafélagsskapurinn, félagið sem við köllum K. S.. er ekki mitt og ekki heldur þitt, — það er ekk- ert til sem heitir mitt eða þitt, heldur er hann sameiginleg eign okkar allra, — sameign iþrótta- mannanna, og á að vera miðstöð þess sameinaða kraftar sem vill starfa fyrir íþróttamálin til heilla fyrir alþjóð. Hlutverk K.S. er aðvinnaað eflingu íþróttanna hér í bæ. Til þess að starfsemi félagsins geti borið árangur, þarf að velta svo mörgum þungum steini af hinni grýttu og torsóttu braut, er íþrótta- menn félagsins vilja ganga í fram- sóknarstarfi sinu fyrir íþróttamálin hér. Það þarf að rækta nýjan og betri akur í hinum óunna siglfirzka jarðvegi, þar sem nýgræðingur iþróttalífsins, íþróttastarfsemi félags- ins getur dafnað og borið ávöxt. Það þarf betri og frjósamari jarð- veg. Og þessi jarðvegur er íþrótta- völlur, sundlaug og fimleikahús, sem fullnægir þörf og kröfum æsku- lýðsins og almennings í bænum í framtíðinni. Sundlaugina og íþrótta- völlinn verður hið opinbera að láta byggja, en íimieikahúsið getur fél. af eigin rammleik og með aðstoð góðra fórnfúsra manna reist. — Alveg eins og það er hlutverk bindindisfélags og stúku að efla bindindisstarfsemi í bænum, og berjast gegn ofnautn áfengis .— eins og það er hlutverk kirkjunn- ar og safnaðarins að efla kristin- döm og krisíilega siðsemi í bæn- um, þá er það hiutverk íþrótta- félagstns að efla íþróttalífið og starfa fyrir íþröttamálin og hafa með Því góð og göfgandi áhrif á uppeldi æskulýðsins á staðnum og siðferði hans, að auka analega og líkamlega hreysti og viljaþrek hans og efla aliar góöar dygðir sem leynast í fari æskumannsins. Hlutverk þeíta getur K. S. bezt leyst af hendi með því, að allir íþröttalegir kraftar sameinist innan vébanda þess, að allir íþróttamenn taki saman höndum, myndi einskonar hring tengdra handa — tryggðaband einingar- innar — í því, að starfa fyrir í- þróttamálin í bæ þessum og aldrei að vikja í heiðarlegri baráttu fyrir batnandi skilyrðum fyrir tilveru íþróttaæsku þessa bæjar og velferð komandi kynslóðar. Látið þennan bræðra og systrahring tengdra handa útvarpa mörgum straum- bylgjum til eflingar iþróttastarfsem- inni, þar til tilganginum með batn- andi skilyrðum fyrir íþróttastarf- semina er náð. — Við viljum óska þess að K. S.- ingar og aðrir íþróttamenn nái tak- marki sinu í þjóðþrifastarfsemi sinni og að þeim takist að skapa þau skilyrði, sem viðunandi eru fyrir íþróttastarfsemi, í hvaða menning- arbæ, sem vera skal. — Þetta kostar þrautseiga baráttu, en ef við viljum og leggjum okkar kraft fram, hver á sínu sviði, og öli saman, þá er sigurinn unninn. K.-S.-ingur.

x

Káess-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Káess-blaðið
https://timarit.is/publication/1771

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.