Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1963, Blaðsíða 2

Sumardagurinn fyrsti - 18.04.1963, Blaðsíða 2
Starfsemi Sumargjaíar árið 1962 Eftirfarandi skýrsla er tekin saman af Boga Sigurbssyni, framkvæmdastjóra félagsins. DAGHEIMILI Hagaborg. Ársstarfsemi. Lokað vegna sumarleyfa 23. júlí til 15. ág. Starfsdagar 285 — (281) Dvalardagar 24672 — (23702) Barnafjöldi 149 — (151). Forstöðukona Þórunn Einarsdóttir. Laufásborg. Ársstarfsemi. Lokað vegna sumarleyfa 9. júlí til 30. júlí. Starfsdagar 285 — (281) Dvalardagar 33204 — (34256) Barnafjöldi 287 — (282). Starfsemin var með sama sniði og verið hefur undan- farin ár. Börn, sem dvöldu þar á árinu, voru frá 3ja mán. til 6 ára. Forstöðukona Þórhildur Ólafsdóttir. Steinahlíð. Ársstarfsemi alla virka daga. Starfsdagar 303 — (301) Dvalardagar 14852 — (14100) Barnafjöldi 109 — (102) Forstöðukona Ida Ingólfsdóttir. Vesturborg. Ársstarfsemi. Lokað vegna sumarleyfa 16. júlí til 7. ágúst. Starfsdagar 285 — (281) Dvalardagar 10175 — (10729) Barnafjöldi 57 — (65). Forstöðukona Ingibjörg Kristjánsdóttir. ★ ★ ★ LEIKSKÓLAR Austurborg. Ársstarfsemi. Lokað vegna sumarleyfa 14. júlí til 30. júlí. Starfsdagar 291 — (288) Dvalardagar: Morgundeild 5571 — (5392) Síðdegisdeild 10506 — (10205) = 16077 Barnafjöldi: Morgundeild 56 — (58) Síðdegisdeild 71 —(89). Húsnæðið verður að teljast óhentugt, enda leiguhúsnæði. Forstöðukona Ólafía Jónsdóttir Barónsborg. Ársstarfsemi alla virka daga. Starfsdagar 285 — (282) Dvalardagar: Morgundeild 14150 — (13222) Síðdegisdeild 18202 — (17598) Barnafjöldi: Morgundeild 100 —(102) Síðdegisdeild 107 — (135) Nokkrai- breytingar og miklar viðgerðir voru framkvæmd- ar á Barónsborg á þessu ári. Fúi var rifinn úr suðurhlið hússins og hún járnklædd. Að innan var húsið málað í hólf og gólf og ný og betri sæti sett í alla fataklefa auk annarra minni viðgerða. Forstöðukona Lára Gunnarsdóttir. Brákarborg. Ársstarfsemi. Lokað vegna sumarleyfa 14. júlí til 8. ágúst. Starfsdagar 285 — (281) Dvalardagar: Morgundeild 6577 — (6709) Síðdegisdeild 16310 — (17956) Barnafjöldi: Morgundeild 77 — (85) Síðdegisdeild 112 — (123). Starfstilhögun sama og síðastliðið ár. Forstöðukona Guðrún Jósteinsdóttir. Drafnarborg. Ársstarfsemi alla virka daga. Starfsdagar 303 — (301) Dvalardagar: Morgundeild 14090 — (12512) Síðdegisdeild 16077 — (17718) Barnafjöldi: Morgundeild 91 — (99) Síðdegisdeild 96 — (102). Forstöðukona Bryndís Zoéga.

x

Sumardagurinn fyrsti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.