Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 30

Vaka - 01.09.1937, Blaðsíða 30
28 Ófriðarárin 1916—18 eru öllum miðaldra mönnum í fersku minni og undantekningarlaust trúöu menn því eftir stríÖsárin, að slíkt myndi verða til varnaðar og þjóðirnar myndu veigra sér við slíkri ógæfu næsta mannsaldurinn. Friðarhreyfingin fékk byr undir báða vængi og gott útlit var um tíma fyrir almenna afvopnun. Mönnum hraus hug- ur við skelfingum nýtízku hernaðar og margir börðust með ágætum fyrir útrýmingu ómannúðlegustu drápstækjanna. Á afvopnunarráðstefnunni í Washington 1921 komu fimm stórveldi heimsins, Bandaríkin, England, Frakkland, ítalía og Japan sér saman um að banna notkun eiturgass. Sök- um ósamkomulags heima fyrir skárust Frakkar þó úr leik strax á fyrsta ári og vildu ráða þvi sjálfir, hvort þeir not- uðu gas eða ekki í ófriði. Árið 1925 tókst þó samkomulag og trúðu menn þá, að vel væri um hnútana búið. Það leið þó ekki nema rúmur áratugur, unz einn af aðilum samn- ingsins lét sér sæma að strá eiturgasi yfir varnarlitla þjóð, og það í nafni menningarinnar! Stofnun Þjóðabandalagsins varð gleðiefni allra friðar- vina og það því heldur að gengi þess fór vaxandi lengi vel. Nú er svo komið, að þvi er eigi treyst, ekki einu sinni af fylgismönnum þess. Heimurinn hefir snúið að þvi hlið- inni, þar sem meðlimum þess hefir haldizt uppi landvinn- ingaherferðir af grófustu gerð. Það má svo segja, að nú sé árangurinn af öllum af- vopnunarráðstefnunum orðinn einskis nýtur og meira að segja menntaðar þjóðir eru að verða i vafa um orðin, sem þær undirrituðu fullar hrifningar í Kelloggs-sáttmálanum: að þær afneituðu stríði, sem leið til að skera úr deilu- málum sínum. Þannig hafa vonir heimsins um varanlegan frið orðið að tálvonum, og nú bíða þjóðirnar kviðafullar örlagastund- arinnar. Þau spor, sem stigin voru einmitt er kreppunni var að létta, verða eigi aftur tekin. Þegar þjóðirnar voru sligað- ar undan þungbærum árum, þegar allt atvinnulif þarfnað- ist öflugrar viðreisnar, þá hefst vígbúnaðarkapphlaupið með meiri ofsa en nokkurn tíma áður í sögunni. Árang- urinn er sá, að nú eru vígbúnaðarútgjöld þjóðanna orðin

x

Vaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vaka
https://timarit.is/publication/1693

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.