Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 27

Eiðakveðja - 01.09.1921, Side 27
23 iö skyldu sína. Hann verður að bjóða sig fram, ef hann álítur það skyldu sína. Jeg hindra það ekki, en skal þvert á móti styrkja hann og hughreysta, og jeg skal gefa hon- um það dýrmætasta, sem jeg á í eigu minni, óskift traust mitt“. Þessi maður og þessi kona hita okkur um hjartaræturn- ar ennþá eftir mörg ár, og þau munu hita ókomnum kyn- slóðum. Heita og bjarta geisla ieggnr af þeim yfir ískalt haf tímans, eins og frá blikandi stjörnu. Hvaðan kom þeim þessi mikli lífshiti? Óefað hafa margir straumar runnið í það geislaflóð. Hjartahreinleiki, heit ást, djúpur og inni- Iegur skilningur á högum mannanna, einlægur mannkærleik- ur, og síðast en ekki síst óbifandi trú á eilífri tilveru mannsins og traust á góðum Guði. Jeg ætla að minna ykkur á niðurlagið á bók H. G. „Framförog fátækt" ersýn- ir þetta best. „Sál mannsins, sem hjer er hjúpuð líkama og vafin viðj- um fýsnanna, á ekkert samfjelag við Guð nema það, sem hún sjer eins og í þoku hugrænu leiðina. En þegar sálin hefur losað sig við fjötra iíkamans og er flutt til hinna ó- sýnilegu og ónáanlegu hreinu heimkynna. þá er þessi Guð leiðtogi okkar og konungur. Þar tilheyrum við hon- um alveg, þar fáum við að sjá og elska þá fegurð, sem hafin er upp yfir alla mannlega drauma". Jeg hefi valið þennan mann til umtals í dag, af því að mjer finst hann vera mörgum þeim kostum búinn, sem eg mundi kjósa þeim mönnum til handa, er eiga að vinna veglegt verk þjóð sinni ti! gagns og mannkyninu til blessunar. Mættu hlýir geislar, sem stafa af minningu hans, ná að verma hjörtun ykkar ungu, svo að þið reyndust göfugum hugsjónum eins trúir og hann, fram í dauðann, já, velja dauðann fyrir lífið, í kærleika til mannanna. Benedikt Blöndal.

x

Eiðakveðja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.