Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Side 6

Útvarpsblaðið - 23.02.1951, Side 6
þykki mér Freyja“, er í eðli sínu einskonar þingvísa. Svo eru einnig að vissu leyti Sturl- unguvísurnar, sem Hrafngilsingar ortu um Kálf Guttormsson út af þingdeilu. Vetrungs fæddisk efnit eitt, öllum es þat mönnum leitt, tvennar liggja til þess bætr: tveir einir eru undir fætr, — helzti hefir þat lengi lifat, láti tnenn þat höndum þrifat —, ekki es þat sem atinarr smdli, engi es skaptr við arsinn hali. Bein þingvísa er það, sem Ófeigur kveður í Bandamannasögu, og segir svo beinlínis í sögunni, að „nú vil ek kveða yðr vísu eina, ok hafa þá fleiri at minnum þing þetta ok málalok þessi, er hér eru orðin: Flestr mun — áms ok austra ek vátta þat sáttar — tnálma runnr um tninna — mik gælir þat — hælast, o. s. frv. Þingvísur í einhverri mynd hafa verið ort- ar hér síðan, svo að segja alltaf meðan þing- hald hefur verið í sæmilegu fjöri. Þingvísan hefur verið biturt vopn í baráttunni, háðs- ins vopn, og þó öllu heldur gamansöm gagn- rýni eða blátt áfram góðlátlegur gáski, lrress- andi vottur um það, að jafnvel hin örlaga- þyngstu og alvarlegustu þjóðmál hafa menn getað séð í gamansins létta Ijósi. Vísa Páls Vídalíns um sýslumanninn er þingvísa: Kúgaðu fé af kotungi svo kveini undan þér altnúgi, þú hefnir þess í héraði, sem hallaðist á Alþingi. Ein af þeim nauðafáu vísum, sem til eru eftir Árna Magnússon, er líka vísa um al- þingismál, um málaferli Jóns Hreggviðsson- ar: Líta tnunu upp í ár íslands búar kærir, þá Hreggviðsniður hærugrár höfuð til landsins færir. Þingvísur seinni ára eru margar alkunn- ar og ýmsar prentaðar og þarf ekki að rekja. Ég tek tvær af handahófi, um þingræður, þá fyrri meira en hálfrar aldar gamla: Mikið djásn er þvogli þinn það veit Guð á hæðutn, þú þurkar innan þingsalinn með þínum löngu ræðutn. Hin er yngri, um langar umræður: Þegar þeir hefja þennan dans þá er góður siður, að tnenn skeri andskotans umræðurnar niður, Annar skemmtilegur lausavísnaflokkur eru hestavísurnar, furðulega fagrar margar. Hestsins er snemma getið í íslenzkum kveð- skap. í Skírnismálum er sá fallegi og lifandi vísupartur, að „maðr es hér úti, — stiginn af mars baki, — jó lætr til jarðar taka.“ Síðan má finna sitthvað um hesta, og þó minna en ætla mætti, en frá dögum Stefáns Ólafssonar að minnsta kosti hafa hestavísur, í þeim skilningi sem nú tíðkast, mjög verið ortar. Þessi vísa séra Stefáns er alkunn: Bijlur skeiðar virkta vel vil ég þar á gera skil þtjlur sanda, mörk og mel mylur grjót, en syndir hyl. Hestlof er annars æfafornt og í hinum fögru sveitakvæðum og búnaðarbálki Virgils Framhald á bls. 11 6 UTVARPSBLAÐIÐ

x

Útvarpsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvarpsblaðið
https://timarit.is/publication/726

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.