Valsblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 3

Valsblaðið - 01.01.1939, Blaðsíða 3
V A L S B L A Ð I Ð 3 KNATTSPYRNAN. Fáar iþróttagreinir liafa rutt sér eins til rúms og knattspyrnan. Engar íþróttagreinir fáeinsmarga áhorfendur og knattspyrnan, og þátttakendur eru sennilega fleiri þar gn í öðrum greinum. Frá sjónarmiði þeirra, sem iiafa orð- ið fyrir álirifum frá knattspyrn- unni,kynnst henni ogleyndarmál- um hennar og þeim eiginleikum, sem hún liefir fram yfir aðrar íþróttir, eru ekki undrandi á þeirri staðreynd, sem nefnd var, að knattspyrnan er einhver vin- sælasta íþróttin, sem iðkuð er. Hvenær knattspyrna liefir ver- ið fvrst iðkuð, er ekki gott að segja. Enskir knattspyrnusagna- ritarar halda þvi fram, að eins- konar knattleikir hafi verið leikn- ir á hinum forn-ólympisku leikj- um, og knattleiki er viða minst á i sögunni, en ekki geta þess- ir sagnaritarar hent á orðið knatt- spyrna, fyr en um 1553, þar sem það er skýrt fram tekið, og er það i Englandi. Á þessum árum, og það fram yfir 1700, áttu leikar þessir mjög erfilt uppdráttar, vegna þess að stöðugt voru að koma fram kon- unglegar hannfæringar við því, að leika þennan leik, og lágu þungar refsingar við. Kvað svo ramt að þessu, að lalið er, að á 18. öld hafi leikurinn verið næsl- um því dáinn úl þar. Þó liggja fyrir sannanir um ])að, að leikar fóru fram af og til á þessum tíma og er þeirra sannana helst að leita i sögum rithöfunda og rétt- arhókum. I byrjun 19. aldar fer knattspyrnan svo að fá fastara form, og eru það ensku skólarn- ir, sem liafa forgöngu í því, og 1850 er fyrsta félagið stofnað, sem sögur fara af, og hét „The Forest Club“. Ákafar deilur urðu um þær reglur, sem |nota ætti, en d'eil- urnar enduðu með því, að full- trúar frá öllum félögum í Eng- landi mættu á fundi og stofnuðu „Knattspyrnusamband Englands“ 26. okt. 1863, og upp úr því verða til fyrstu greinar þeirra reglna, sem enn þann dag i dag er leik- ið eftir. Stöðugar breytingar og viðhætur urðu þó á reglunum, sérstaklega fram undir aldamót- in 1900, og allt fram á þennan dag er verið að gera breytingar á þessum reglum. Frá Englandi liefir knattspyrnan svo borist um allan heim í sinni núverandi mynd. Til íslands mun hún hafa komið rétt fyrir síðustu aldamót. Að knattleikur ]iessi hefir þeg- ar í upphafi verið vinsæll, sésl hest á því, að hann skyldi ekki alveg deyja út, eftir að þrír eða fjórir konungar Englands höfðu bannað hann. Þegar lika er tek- ið tillit til þess, að engar reglur voru og leikurinn villtur, sætir það undrun, hversu vinsæll hann hefir verið. Nútima knattspyrna hefir fengið á sig menningarbrag og hefir verið gerð þannig úr garði, að hún er bæði skemmtileg lil þátttöku og til að horfa á. Hún hefir verið gerð að list, þannig, að þeir iðkendur hennar, sem lcngst komast, eru þjóðhetjur, um i Málarinn býður yður á öllum tímum árs: DistempermálninKu, mattar olíu- málningar og alla aðra innan- og utanhúsamálingu — og svo kem- ur bráðum veggfóður frá HANSA. Bankastræti 7. Símar 1496/1498. Vesturgötu 45. Sími 3481. leið og þeir eru listamenn í með- ferð knattarins, en sú list getur ekki fullkomnast, nema með tamningu líkama og huga, þjálf- un. Listin er einmitt i þvi fólg- in, að geta náð sem mestu valdi yfir sjálfum sér, ráðið við hverja liugsun, liverja hreyfingu, hversu fljótt sem hana ber að. Geta mót- að skapgerðina þannig, að liinn sanni iþróttamaður komi æfin- lega fram, hvort sem það er í sigri eða ósigri. Ilafi einstaklingurinn náð að þroska þessa eiginleika, hefir hann náð miklum árangri, ár- angri, sem getur komið lionum að góðu lialdi siðar í lífinu. Knattspyrnuflokkur er skip- aður 11 mönnum, sem verða að leysa 11 mismunandi lilutverk, sem þó verða að vera það ná- tengd, að þeir vcrða að skapa eina heild. Þarna kemur fram hinn félagslegi kostur hennar, sem ekki er tekið eins mikið til lit til og vera her. Staðreyndir hafa sýnt,aðþví meira semfélags- lyndið i flokknum er, þvi meiri og hetri árangur og skemmti- legri leikir. Fyrir líkamann er knattspyrnan góð þiálfun, og að ýmsu leyti eðlileg. Á ég þar við, að þessir stöðugu stuttu sprettir, sem knattspyrnunni fylgja, séu eðlilegir fyrir hæði öndun og starfsemi hjartans, vöðva o. s. frv. Árangur sá af iðkun knatt- spyrnu, sem ég hefi talað um, næsl þvi aðeins, að æfingarnar séu stundaðar með kostgæfni, séu stundaðar reglulega, og með full- kominni alvöru og vilja á ])vi að ná sem mestri fullkomnun. Þeg- ar þessu takmarki er náð, ])á get- ur knattspyrnumaðurinn komið frám félagi sínu til gagns og sóma, orðið íþróttinni sannur fulltrúi, og þjóð sinni nýtur son- ur. — Frímann Hrlgason. VnÉsmmn: Munið að búningar og Vals- merki fást í Verzl. Varmá, Hverfisgötu 84.

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.