Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1975, Blaðsíða 2
BÖKMENNTIR OG LISTIR Nokkrar athugasemdir i upphafi um stilinn. Sama hvar gripið er niður, langt verður hvergi lesið í verkum Thors án þess að rekast á alla eftir talda galla á stil hans: Merkingarlegt samhengi í textum hans er tiðum lítið eða ekkert: i kynningum vtsar hann til algengra hugsanavenja. þess, sem venjulegt fólk er vant að spyrða saman í huga sér og lætur sem samhengi; persóna, sem sagt er frá, kemst ekki til skila. er hann klúðrar textann og gefur með því i skyn, að hann hafi blindast af dáðleik hennar. Skrúðmælgi, sem höfundurinn stillir endra nær i hóf, verður oft til lýta vegna ofhlæðis: tvö viðskeyti eru sett á orð t.d. — ..sérleiki" til að skila sterkri kennd en er skotið inn i texta án nægilegs tilefnis. Thor ber oft fyrir sig málfar auglýsinga; margræðu með ríkulegum kennslum og lætur „fljóta" í textanum i stað þess að smiða þvi viðspyrnu og kanna þanþol þess meðal annarra hluta málsins, eins og sá gerir oftast, sem hefur eitthvað fram að færa. Milli greinaskila koma stundum fyrir pistlar, sem eru merkingarlausir með öllu, þeir skýrast ekki út frá neinu heildarsamhengi heldur. Inn i vantar þá orð eða setningar- hluta. stundum er hugsunin ekki nógu sundurgreind, stundum er verið að gefa i skyn kæruleysi; eins og Thor er lagið, lýsir hann þá geðslaginu með klúðruðu máli og tjáningin verður myndræn. Thor lýsir mjög oft kæruleysi. Thor gerir svo mikið af þvi að setja eignarfornafn á undan nafnorði að mál hans forskrúfast iðulega vegna þess eða verður hjárænulegt, þó Ijóst sé af samhengi að til þess er sist ætlast. Þessi orðaröð er til áhersluauka en verður að svo komnu til lýta með svipuðum hætti og væru greinarmerki ofnotuð. Oft snýr Thor sig út úr að skrifa lausagopalegar setningar með þvi að fjarlægja öll greinarmerki umhverfis. — Fá kynni af höfundi gegnum bækur hans styðja jafn sterkt þá skoðun, að eitthvert sérstakt samspil eðlislægra eiginleika manns þurfi svo að hann sé fær um að búa til skáldskap og ef einn tón vanti geti hann það ekki þótt gnótt sé af öðrum, og þau er fást við lestur bóka þessa bráðgreinda, listræna skriffinns; þarna er hann að segja manni af ferðum sinum út um hvippinn og hvappinn, á fund listamanna þá sérstaklega og hefur yfirtak mikið dáiæti á þeirri manngerð, alltaf eins og persóna upp úr bók sjálfur sem berst við að öðlast hlutgegni og framhaldslif i veruleikanum; menningarlega aristokratiskur og þó elskulegur og dregur á eftir sér likt og könguló i morgunsárið, merlandi slóða, sem síðar verður bækur hans, samkvæmt þverstæðum lögmálum hendinga, kvenlegri sigur- vimu mitt i ósigrum; heggur hvergi á streng heldur les sig i sifeilu eftir nýjum í allar áttir meðan hann magnar verk sitt en hefur ekki vilja listamannsins eða kjark hans til að afmarka það og hlaða á það sjálft, bæta þvi við heiminn. Og likist i þessu bitniknum; lifsnautnamanni, sem tengir imynd sina einhverju einu og nýtur þess með sama sligaða oflæti og hinn almenni neytandi, sem hann vill þó ekki likjast, glerkúa sinna og majorkaferða. Kannski vantar hófsemi hins sanna mat- manns, sem Laxness lýsir i sögu um dúfnaveislu; list er ein og aðeins ein, hversu margræð sem hún verður, að kunna að hafa hemil á ástriðum sínum. Þegar ég kenni verka Thors af þeim sporum sem þau hafa markað sér í minni mitt, eru áhrifin tilfinningaleg þemba; vitund, sem er ástriðuþrungin og óra- kennd, um list, sem er i vexti eins og aðskotagróður er dreifist óðfluga og raskar jafnvægi gróðurþekju, um fjölþjóðlegt menningarlíf á vesturhveli; list, sem brýtur skilrúm milli þekkingarhólfa i býkúpum menntasetranna og skil milli vits og undirvitundar manna; mergðarinnar i löndum þessa heims- hluta, sekkur ímynd þeirra um sjálfa sig í röst annarra á flóðskafli ástriðna; Thor hermir af þessari gegndarlausu upp- reisn lifs gegn dauðleika, likt og skyldleikaleysi þeirra tvenns væri nýuppgötvað og langær, hæglætisleg formmyndun menningarlifs ekki einatt hið mannlega viðbragð við þvl. Við lifum á tímum, sem uppfylla óskir, aðeins þarf að bera þær fram á meðal margra og nógu oft og þær verða að veruleika. Og nú emnig þetta. Höfundur ritar ævisögu sina jafnóðum og hún gerist og lætur hin orðnu atvik frjóvga hug sinn jafnóðum og hann ritar um þau; minningarnar tala til sin og hið mælska tiltal þeirra ásamt þeim mynda samhengi textans; hina einka- legu fagurfræði hugarins að auki um niðurröðun hinna stærri hluta frásagnanna, ekki tíma eða rúm, sem hvort tveggja er i óþökk við manninn, framvarp fortíðarinnar á sjálfri sér inn í líf nútimamannsins, en alltént úrelt í Ijósi afstæðis og fjölmiðlun- ar, stigfallandi veruleikaskyns okkar. Kannski þeir tímar séu liðnir, þegar list var tæki til að afla sér með töfrum lifsviður- væris, þeir, er hún var aðferð til að endurskapa fortiðina og þá einnig magna sjálfsimynd samtímamanna og mana þá til stærri verka, þeir, þegar hún var og reyndi ekki að vera annað en mönnum til skemmtunar, þeir, er hún var stéttum til Þorsteinn Antonsson VAIVCAVELTUR VFIR VERKUM THORS VILHJALMS- SONAR Fyrri hloti upphefðar, aðli eða verkalýð; á sé kominn jöfnuður milli listamanna og annarra og list ófrágreinanlega samrunnin mannlifi; listamaður sé ekki lengur særingamaður, sagnaþul- ur, skemmtikraftur, ofurmenni heldur hvati i efnadeiglu hins skapandi mannlifs: tengill. Og við stór í smæðinni, frum- stæðari en menn allt frá fyrstu tíð nema vitum af þessu frumstæði; göngum nakin á vit tækjanna, eins og eftir andlát á vit goða sem við hefðum nýskeð frétt að ráði heimi framliðinna. Kannski. En gerum ráð fyrir að svo sé. Þetta er Thor, hugsar maður og þekkir Thor af stilnum. Og finnur sér not fyrir hann, þótt maður sé ekki viss um hver. Thor segir margt. Þótt ekki sé beinlinis, þá þvi meir óbeinlinis, likt og molar i mosaikmynd sem hann raði upp af sjálfum sér og hafi ekki hent í myndina, að minnsta kosti ekki F bili; slikir fróðleiksmolar verða fundnir i greinasöfnum hans með skáld- legum og ævintýralegum nöfnum, „Regni á rykið," „Hvað er San Marinó?" boðlegir til daglegrar notkunar íslendingum, svo sem greiningar á sálarlifi drauga, skákmanna, auk lista- manna af öllum toga. En ferðaþættir eru þó meginhluti ritverka Thors allra. ef undan eru skildar tvær hinar fyrstu bækur hans. Ferðamaður er Thor, jafnvel er hann greinir frá sunnudagsgöngu um Skólavörðuholtið. Hann ferðast um Thor Vilhjálmsson. Frumteikning Baltasars að portretinu, sem nú er i eigu Listasafns Kópavogs. gamalgróin menningarsetur Evrópu og festir i stilinn þau áhrif, er hann verður fyrir þar. Þannig áfram og er i senn þolandi og áhorfandi en þó þátttakandi I listrænum skilningi: skoðandi gagnrýnið með tilgátum, sem týnast i textann en kveikja af sér listrænar andhverfur, ný hugtengsl, nýjan athugunarmáta, skapnað manna og sambýlishætti; þannig lifir hann I athöfn og myndferli ytri atburða það, sem við gerum öll innan þess óhlutstæða en ekki að siður takmarkandi ramma fæðingar, lifs, dauða, okkar sjálfra; verkin teygja okkur til vitundar um þetta hlutskipti, likt og heimspekilegar greinargerðir, sem þýddar hafi verið af sértæku máli yfir á hugsæislegri imyndir skáldlegs myndmáls: að við séum ferðamenn gegnum lifið eins og hann um áreitinn heim skynhrifanna. Með verkum sinum málar Thor mynd af mannlegu hlutskipti, ævarandi, af manninum sem fanga, en leitar nýrra úrræða, býður fram önnur til bráðabirgða. i stað hinna hefðarlegri, að brjóta af sér persónuleikann, eflir hann sinn og ber fram með verkum sinum boðskap: leggðu lykkju á leið þina, skoðaðu. En í textunum eru tiðum tilvisanir á og grunsemdarvakar um meira og minna einkalega þekkingu, sem ekki er látin fylgja og lesandinn þvi oftast á leið út I einhverskonar upphafna óvissu (sem reyndar er bara kollurinn á Thor; forkostulegt völundar- hús); sýnist en reynist ekki og það einnig með öðrum hætti: hann skoðar ásýndir manna með i bakgrunninn hin ímynduðu form lista, sem séu þau raunveruleg, andlit fátæktar, þröng- sýni, lifsleiða. sakleysis, gáska; hvar sem þessi maður fer fylgja honum eftir, ósýnilegir öðrum en honum, veggir lista- safnsins og milda um leið og þeir gæða sjálfstæðu gildi tilfinningar, sem ómótstæðileg samsemd við þessi andlit vekur, og verður þvi frjálsræði það, sem þeim er nauð. Samfylgdin er, þegar á allt er litið, inn i heim lista og snertingin við annan en þeirra blekking. Heimur listfræðings- ins er endanlega formaður og gf rilsneyðir þann, sem verið er að lýsa. Úr myndrænum setningum stigandilausra kaflanna, flúruðum lýsingum og stefnunni á smæðirnar, verður lesin sterk sannfæring um einangrun listamannsins meðal annarra manngerða: ofboð, sem er bein afleiðing heimspeki hans um lifsnautnina. f senn því þörf og vilji til hermetiskrar einangrun- ar sjálfins. Thor er Iftillátur og þó dálitið yfirlætislegur I litillætinu eins og bókststrúarmaður, einkum ber það við, þegar umræðan er listir, minna, þegar hann er á faraldsfæti, og minnst, þegar hann fjallar um stjórnmál. Hann er ofboðslega langorður. Tæknilega sifjulegur. Skemmtilega leiðinlegur. Liggur þvers i vegi sjálfs sin. Verk hans eru gerð með hagleik, sem er veraldarinnar: á þeim finnst hvorki upphaf né endir og i þeim getur enginn öðlast hlutgengi, nema hann taki þátt i að skapa þau. Leiðinn er hinn heilbrigði, sem er undanfari uppgötvana. Og magnar með verkunum taumhald liðandinnar á hinn almenna lesanda, svo að hann verður sér vitandi um það; afkáraskap þess. Sem áhorfsmaður að hverju einu, er hann i senn einkar borgaraiegur og hversdagslegur og þó skáldlegur og sérstæður i mótsögnum og margræðri persónugerð; likur ungu, ómótuðu skáldi, er hefur ekki komið á vægi milli sjálfs sin og verka sinna og þó hefur hann að baki aldarfjórðungs ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.