Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1945, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 593 150 ÁRA MINNING SKÚLA FÓGETA: F1MTA GRE1N ÓVILD ( GARÐ SKÚLA Eftir S. K. Steindórs Sunchenbergsverslun 1802, „Stendur um stóra níenn, stormur úr hverri átt.“ Sagði Guðmundur á Sandi um sjera Sigurð í Vigur. Sannaðist það gjörla á Skúla fógeta. — Því auk hinna erlendu kaupmanna sumra hverra, er hann átti í höggi við og enkis skyrruðust í viðskiftum við hann, voru einnig nokkrir íslend- ingar, sein beittu hinum lœvísleg- asta og níðangurslegasta rógi gegn honurn. Óvíst er þó, hvort þessir menn hafa verið á mála hjá ein- bkunarkaupmönnum og er miklu líklegra, að þeir hafi einungis ver- ið venjulegir skemdarverka sjálf- boðaliða. Var Skúli ataður hinum iirgustu svívirðingum og allar hugsanlegar vammir og skamm- ir bornar á hann, bæði í bundnu og óbundnu máli. Einn þessara spellvirkja var gáf- _ aður auðnuleysingi og liefir nafn lians einungis varðveist í sögunni fyrir mótdrægni hans við Skúla. Hjet maður sá Jón Marteinsson. Segir Jón Grunnvíkingur svo um liafna sinn: „Sá famosus þræll og rjcttur spitzbub und galgenvogel“. Hafði Jón Marteinsson og sýnt honum pretti. Mun það þó ekki hafa ráðið mestu, því hann var ekki svo viðkvæmur gagnvart sjálfur sjer. En Skúli var eftirlæti GruntLvík- ingsins og níð um Skúla gat hann hvorki gleymt nje fyrirgefið. Jón Marteinsson hafði eins og fleiri samið ritgerð: „Um viðreisn lslands,“ auðvitað á, dönsku,“ því Iþá var fremur von um að liægt væri að hafa áhrif á stjórnina. Segist hann hafa afhent Skúla ritgerðina árið 1754: „En hann álíti sig auð- vitað alt of gáfaðann og mikinn manu til að sinna slíku“. — Telur Jón að uppástungur og „project“ jSkúla, og þeirra sem honum fylgdu að málum, muni verða landinu til ævarandi tjóns og eyðileggingar, Ennfremur segir hann að Skúli jsvíki fje út úr stjórninni til eigin þarfa undir yfirskini ósjerplægni og ættjarðarástar. Árið 1757 sendi Jón svo stjórninni aðra ritgerð frá sjer: „Um ástand íslands“. Kveður þar rojög við sama tón, og segir jhann, að Skúli eigi sök á óíarnaði lands og' þjóðar. Rógburður og níð. SAMA máli gegnir og um rit- smíðar sjera Sæmundgr Ilólm, sem einnig komu á dönsku. Finnur hann Skúla flest til foráttu. — Gengur þann jafnvel svo langt að hann segir að Skúli hafi af ásettu ráði flutt fjárkláðann hingað til lands. En eins og kunnugt er, barst fjár- Jcláðinn hingað með útlendum hrút- um, er fengnir voru til kynbóta fjár búsins á Elliðavatni, er rekið var á vegum „lnnrjettinganna“. Olli sú plága ógurlegu tjóni. Segir Þorv. Thor., að lítið sje að marka, hvað Sæmundur segi, um þá menn, sem honáim er illa við. Og bætirxvið: „Framfaramenn 18. aldar fengu fyrir tilraunir sínar og ósjerplægni engar aðrar þakkir hjá alþýðu en níðkviðlinga, skamm- ir og skæting“. Á þeim tíma, þegar engin blöð voru hjer á landi, var kveðskapurinn öruggasta leiðin, til að auka hróður manna og einnig til að rista þeim hið naprasta níð. Því vísur og kviðlingar bárust með mönnum landshornanna milli. Voru l>að fleiri en Skúli einn, sem urðu fyrir barðinu á rógburði og níði, í stað' viðurkenningar og’ þakklætis. Þannig far' og um á- gætismanninn Eggert Ólafssoon. — Kvað hann þessa dapurlegu vísu, i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.