Vísir - 18.01.1956, Blaðsíða 11

Vísir - 18.01.1956, Blaðsíða 11
MiSvikudaginn 18. janúar 1956 vlsm it Flotið að feigðai'ósi. Hirigáð til hefur það verið tiaidið hárnark vanhyggju og ó- xnennsku að láta fljóta sofandi að feigðarósi. En hversu er því þá varið með „forsjón“ okkar um burekstur þjóðarinnar — er þáð eklvi vert athugunar? Kröfukerfið. Það sjá jafnt freskir sem ó- freskir, að rekstur þjóðarbús- ins stefnir til falls. Rikið belgir út sína þjónustu með tilheyr- andi vaxandi álögum í tollum og sköttúm. Bæjarfélög og sveitárfélög fyigja xordæmi . þess. Borgararnir fylgja svo iórdæmi stjómarvaldanna — það höfðingjarnir hafast að, hinir ætia sér leyfist það — og gera síhækkandi kröfur til einkaþarfa sinna og knýja fram síhækkandi kaupkröfur, bæði til að fulinægja eigin löngtm- um og til að mæta álögum valdhafanna. Allar þessar kröf- ur eru gerðar á hendur lífs- bjargar atvinnuvegum þjóðar- ínnar, landbúnaði og sjávarút- vegi — um 6 þús. bændum og margfalt færri útvegsmönnum og útgerðarfélögum. Reyndar hafa bændur verið tengdir við kröfukerfið, svo að sjávarút- veginum einum er ætlað að standa straum af öll kröfu- kerfinu. Mæiir fullur. kröfumaélirinn er nú orðinn svo fleytifullur, að út af flóir. Sjávarútvegurinn, sem einum er ætiað að standa undir allri eyðslunni, er fyrir nokkru hættur að geta risið uridir henni. Hann er nú rekinn með tapi frá ári til árs og er haldið við með oþinberum styrkjum svo sem hann væri þurfalingur á samfélaginu. Skopleikur. En þessi búskaparmáti hefir einnig sína skoplegu hlið. Al- þingi kann sér ekki læti yfir góðri fjármálastjórn. Slíkt hið sama er um sum bæjaryfirvöld- in, sbr. Réykjavík. Reyndar dansa _þau sum nauðug, eða hálfnauðug. En ríkisvaldið hef- ir forgönguna og knýr þau til að taka þátt í dansinum, geri þ&u það. ekki viljug. Sé minnzt á þessa óhófseyðslu í varúðar skyni hrópar fjár- málastjórnin í útvarpseyra þjóðarinnar: Hvað vilja menn spara? — vitandi það, að eng- inn vill láta spara — við sig. Snjallari skopleik lék ekki Potemkin sálaði. Orsök og afleiðing. Það skilja aRir, að ef einn bú- andi eða atvinnurekandi eyðir til langframa meiru en hann aflar, þá er afleiðingin óhjá- kvæmilega gjaldþrot. Ríkið hefir það úrræði fram yfir bóndann, að útþynna gjaldmið- ilinn. Sá léikur hefir líka verið leikinn lengi undanfarið og sýnist að eigi að leika áfram. En þetta er aðeins skollaleikur og hefir því miður— sín tak- mörk. Gjaldmiðill okkar er nú orðinn minnst þrefalt meira útþynntur en í nálægum lönd- úm. Óg álitinu á fjártriálastjórn oldtar er svo komið f öðrum löndurri, að gjaldmiðill okkar er forsmáður sem ógildui’ og einkis virði. Þá smán verðum við að þola. Ætti það ekki að vera fjármálastjórninni nægi- leg aðvörun? Hvað er til ráða? Með hverrí verðhækkun inn- anlands rýmar gildi gjaldmið- ilsins. Gildi háiis er nú orðið langt fyrir neðan það, sem hann er skráður í bönkum^ eins og var þegar núverandi ríkis- stjöm lét fella hann að skrán- ingu. Rökrétt afleiðing af því væri að fella hann — stórfella — á ný. Gengisfelling er þó skammgóður vermir, sem reynslan hefir sýnt, lík því, sem á alþýðuméli hefir verið kallað „að pissa I skóinn sinn“. Á eft- ir fer verðhækkun vara, til- svarandi eða meir, ný útþynn- ing og verkföll á ofan. Svona gengur koll af kolli þar til verð- miðillinn er orðinn svo útþynnt- ur, að bera þarf hann með sér í töskum íil daglegra kaupa, eins ög í Þýzkalandi forðum. Þegar síðasta gengisfelling var gerð, báru hagfræðingar stjómarirtnar það í tal, að lun- reikna verðmætin til samræm- is við gengi verðmiðilsins í stað þess að fella hann í skráningu. Það ráð var samt ekki upp tekið vegna þess að það þótti svo fyrirhafnarsamt. Rétt er þaðf urnreikningiir verðmætamia er fyrirhafnar- samari en gengisfelling, sem gerð er „með einu þennastriki“, eins og það hefir verið haglega orðáð, þótt óraunhæft sé riema í bráð. En hvað er hægt að út- þynna gjaldmiðilinn oft og mikið áður en að því reki, að ta.ka þurfi upp nýtt verðmiðils- gildi? Væri nú ekki ráð að taka upp i nýttverðmiðilsgildi heldur strax :en að draga það þangað. til | dýpra sekkur? Það kemur að því hvort sem er — fyrr eða síþar —. Gildi verðmiðilsins ætti að setja sem næst í jafngildi- við gjaldmiðil Norðurlandanna og miða umreikning verðmætanna innanlands við það. Taka svo upp hagrænni búrekstur en ver- ið hefir. Troðnar slóðir í lögstjórn og fjármálastjórn landsins liggja: óhjékvæmilega að feigðarósi. H. St. Mikðí síldarafli Norðmaniia. Frá frétíaritara Vísis. Osló 2. jan. Saltsíldarafli Norðmanna varð ura 1,2 miilj. hektólítra á ssð- asta ári. 'Hefur aflinn ekki verið eins mikill í mörg ár, en það sam- •^A^VWWWVVWWWWUVVVVVVyVWWV^A^^V^A^lWVWW Tiikynning frá svarár 800,000 túnnum, sem „pakkaðar“ eru til útflutnings. Keyptu Sovétríkin 500 þús. tunnur af þeSsu magni, A.- Þýzkaland 90,000, en auk þess hafa Bandaríkin og Svíþjóð keypt allmikið magn. Horfur eru tiltölulega góðar fyrir næsta ár, en framleiðslan verð- ur þó eitthvað minni. NÆÐISMÁLA Ss-egajs' sár fs'ésisalelS-slaj eií-asrSyfga. Sainkvasmt nýbirtri skýrslu Eiturlyfjaráðs Samemuðu ’pjóð- anna framleiða nú aðeins prjár þjóðir heróin. Þær eru Bretland, Belgía og Portúgal. Framleiðslan hefir. minnkað úr 200 í 160 kg. Bretar nota mest heroin við lækningar og' er hvatt til þess, að hætt verði að nota það, en önnur lyf notuð, sem síður er hae'tt við að hafi þau áhrif á menn, að þeir vérði eiturlyfjaneytendur. í skýrslunhi er farið lofsam- legum orðurn um, að ríkisstjórn in í íran hefir bannað ræktun ópíums j urtarinnar. Glerhus Krushjevs Framhald af bls. 4. svifta af henni grímunni. En þótt margt af þessu sé nútíma- manninum gleymt ætti mörg- um að vera minnisstætt hvað gerðist í hinu sjálfstæða lýð- veldi Uzbekistan í september 1952, er bæld var niður „borg- araleg“ þjóðemishreyfing. -4 það má og-minna, að eftir fyrri heimsstyrjöld var bæld niður harðri hendi sjálfstæðishreyf- ing í Kákasíulöndum, sem misst höfðu sjalfstæði sitt 1859 eftir 20 ára styrjöld, og nú höfðu komið á laggirnar sinni eigin stjórn. Og minna má á, að í löndunum þar var um margra alda eldri menningu að ræða en í Rússlandi. En það, sem allir mtma er, að Rússar lögðu undir sig litlu Eystrasaltsríkin, lögðu undir sig tékknesk, finnsk og pólsk landsvæði, og hálft Austr ur-Pníssland, og þetta jafn- gildir nýlendukúgun í því, að Iþessi lönd, eru byggð þjóðum, sem í fléstu éru frábrugðnar ; sigurvegurúnum. Hið sama er, að Rússar hafa lagt undir sig i mörg og stór landsvæði, sem býggð eru mönnum af öðrum þjóðum, og það atferli stimplar Ráðstjórnarrikin vissulega „nýlenduveldi'*—nýlenduveldi, sem leggur undir sig lönd til að gera þau rússnesk, en ekki til að veita þeim fullt sjálfgtaéði, því að fólk þeesara landa veit jafnan rússneska hælinu yfir 1 höfði sér, ef það þóknast ekki valdhöfunum i Kreml í öílu. 50 milljónir manna i Ráðstjórnarríkjunum —- vel fjórðungur íbúatölunnar — eiga ekki rússnesku að móðurmáli -—móðurmáli þeirra, sem völd- in hafa og völdunum beita. Þar af eru um 20 milljónir rriarina sem eru móhammeðstrúar og af tyrkneskum stofnum, yfir 5 milljónir eru Austur-Finnar, 2 milljónir Armeniumanna, og svo eru mongólsku kynþætt- irnir. Tadsjikar tala persnesku og þrír kynflokkar í Norðvest- ur Síberíu finnsku. Þessar þjóðir eru mótmælendatrúar, grísk-kaþólskrar, rómversk- kaþlóskrar o. s. frv. Þá eru Gyð- ingar, Buddhatrúarmenn, Lam- aistar og Animistar, auk mill- jóna, sem eru mohammeðstrú- ar. Hér er um þjóðflokka og þjóðir að ræða, sem eitt sinn voru sjálfstaeðar og stoltar, af sögu sinni og menningu, trú og tungu. —• Margar þeirra hafa ef til vill ekki enn heyrt um „hinar kúguðu nýlenduþjóðir heims“, sem hver af annari hafa fengið sjálfstæði sitt við- j urkennt. Kannske á Kruslhev eftir að reyna, að gífuryrði hans um nýlendustefnu og nýlendukúg- un, hafa allt önnur áhrif en hann ætlaðist til. Hans eigin i vopni verður aftur til hanS varpað. Samkvæmt 3. gr. reglugerðar um útrýmingu heilsuspill- intíi íbuða frá 10 janúar 1956 skulu þau sveitarfélög, sem ^ hafa ákveðið að gera ráðstafanir til útrýmingar á heilsu- spillandi íbúðum og óska eftir að njóta aðstoðar ríkisvalds- ins, sækja um slíka aðstoð til húsnæðismálastjórnar, og sk-ulti fylgja umsóknunum eftirfarandi gögn: a. Kostnaðaráætlun yfir fyrirhugaðar fram- kvæmdir ásamt teikningum. b. Upplýsingar um það, hvenær framkvæmdir hafi hafizt eða muni hefjast og hveriær þeim skuli Ijúka. Taka skal fram, á hvaða stigi slíkar framkvæmdir kunna að vera, þegar umsókn er send. c. Upplýsingar um, hvaða húsnæði á að útrýma, lýsing á því, svo og hversu margt fóík býr í því ÍJ húsnæði. d. Ef úm annað húsnæði er að ræða en herskála, vottorð viðkomandi héraðslæknis, í Reykjavík borgarlæknis, um að húsnæði það, sem útrýma á, sé heilsuspillandi. Sveitarstjórnum er bent á að senda umsóknir sínar sem fyrst, og koma eigi aðrar umsóknir til greina við ráðstöfun á fjárframlagi ríkissjóðs fyrir árið 1955 en þær, sem berast fyrir 15. febrúar n.k. 13. janúar 1956. Húsnæðisonáíasfjérn. TILKY frá varðansii framtalsaðstoð Samkvæmt 33. gr. skattalaganna ber skattstofunni að aðstoða þá gjal'dendur við útfyllingu framtalseyðublaða, sem ekki þykjast færir um slíkt, enda veiti þeir allar nauð- synlegar upplýsingar er með þarf. Undanfarin ár hefur stór hluti framteljánda í bænum komið á skattstofuna og óskað eftir aðstoð. Enda þótt flestir þeirra hafi verið full færir um slíka skýrslugerð, hefur að- ioð þessi verið veitt. Vegna þess hve fjöldi framteljenda er orðinn mikill, húsnæði skattstofunnár takmarkað og annir í janúarmánuði miklar er óhjákvæmilegt að tak- marka nú mjög þessa aðstoð. Verður hún veitt á tímabilinu 23.—31 janúar, frá kl. 9—12 og 13—18, nemá á laugardag til hádégis á III. hæð í Alþýðúhúsinu, herbergi nr. 17, 18 og 22. Er þéss væ&zt, að þeir einir, sem ófærir eru íil að telja fram, notfæri sér þessa aðstoð. JVVWUVVUVVVUVVJWWVVVVV%VWU%VW%WW'.VVW\ .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.