Tíminn - 09.09.1941, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1941, Blaðsíða 3
90. blað TÍMIM, þrigjndagíim 9. sept. 1941 359 B Æ K.U R ÍÞRÓTTIR Garðyrkjuritið. Ársrit Garð- yrkjufélags íslands. Ritstjóri Sigurður Sveinsson. Reykja- vík 1941. 96 bls. í ritinu birtast eftirfarandi greinar: Fylgt úr hlaði, eftir rit- stjórann. Sigurður Sigurðsson fyrrv. búnaðarmálastjóri, eftir Kristinn Guðmundsson. Braut- ryðjendur vermihúsaræktunar á íslandi, eftir ritstjórann. Garð- yrkjuskólinn á Reykjum, eftir Ingimar Sigurðsson. Um garð- yrkjutilraunir, eftir Sigurð I. Sigurðsson, Jurtakvillar og jurta lyf, eftir Ingólf Davíðsson, 111- gresi og eyðing þess, eftir Sigurð I. Sigurðsson, Ræktun matjurta, eftir Ingimar Sigurðsson. Borðið meira grænmeti, eftir Helgu Sig- urðardóttur. Um stofublóm, eftir Helgu Sigurðardóttur. Skrúð- garðar, eftir Unnstein'Ólafsson. Kirkjugarðar, eftir Ole Pedersen. Ræktun jarðarberja, eftir M. Simson. Um rauðrófur, eftir Halldór M. Jónsson. Þá er skýrsla um störf Garðyrkjufélagsins og sölufélags garðyrkjumanna, og fréttir. Ennfremur birtist kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum og Unn- stein Ólafsson. Allmargar myndir eru birtar til skýringar. Eíns og framangreind upp- talning ber með sér, er ritið hið fjölbreyttasta og fróðlegasta að efni. Ættu allir þeir, sem hafa áhuga fyrir garðyrkju og geta haft not af henni, að eignast ritið, því að þar er margar gagn- legar leiðbeiningar að finna, enda eru höfundar greinanna manria fróðastir um þessi mál. Stjórn Garðyrlcjufélags fs- lands skipa nú: Unnsteinn Ól- afsson, formaður, Ólafur Gunn- laugsson, féhirðir, Sigurður Sveinsson, ritari, Ingimar Sig- urðsson, meðstjórnandi og Jó- hann Schröder meðstjórnandi. Meðlimir Garðyrkjufélagsins geta allir orðið. Árgjald er kr. 5,00, og fá meðlimirnir ársritið ókeypis. Freyr. Mánaðarblað um landbúnað. September 1940. í þessu hefti Freys birtist glögg yfirlitsgrein um kartöflu- verzlunina, þar sem hlutaðeig- andi lög og framkvæmd þeirra eru rakin. Ólafur Jónsson skrif- ar fróðlega grein um áburðar- tímann. Ólafur Sigurðsson skrifar athyglisverða grein um huridahald. Loks eru bókadóm- ar og ýmsar fréttir. Vinnið ötuUega fyrir Frá I. S. 1. í fréttabréfi frá í. S. í. segir meðal annars: Sambandinu hafa bætzt nokkrir nýir æfifé- lagar. Alls eru æfifélagar í ,S. í. nú 119 að tölu. Golfklúbbur Vestmannaeyja gekk nýlega í íþróttasamband íslands. Félagar klúbbsins eru 52 að tölu, formaður Þórhallur Gunnlaugsson Þá hefir og ný- lega gengið í sambandið íþrótta- félag Hvanneyringa á Hvann- eyri. Tala félagsmanna er 55, formaður er Jón M. Guðmunds- son. Stjórn í. S. í. hefir farið þess á leit við bæjarráð Reykjavíkur, að fá að tilnefna 2 menn til að- stoðar bæjarverkfræðingi við að velja land undir leikvelli (Sta- dion). Þessir menn hafa verið skip- aðir formenn íþróttaráða: For- maður íþróttaráðs Vestmanna- eyja Jón Ólafsson, og formaður íþróttaráðs Akraness Jón Sig- mundsson. íþróttadómstóllinn hefir fyrir skömmu afgreitt kærumál Guð- mundar Sigurðssonar knatt- spyrnudómara á hendur Skúla Ágústssyni í knattspyrnufélag- inu Víkingur. Er niðurstaða dómsins sú, að Skúla er bannað að taka þátt í kappleikjum í eitt ár, frá 15. ágúst 1941 að telja. íþróttasambandið brýnir fyrir sambandsfélögum sínum, þeim er héldu skíðamót s. 1. vetur, að senda fyrir 1. okt. n. k. skýrslur um mótin. Þær skýrslur, sem síð- ar berast, verða ekki teknar til greina við flokkaskiptingu í skíðáíþróttum. Stjórn í. S. í. hefir staðfest reglugerð um Waltersbikarinn, en bikar þann gaf frá Helga Sig- urösson knattspyrnufél. Víkingi á 30 ára aímæli íelagsins, til minningar um Walter heitinn Sigurðsson stórkaupmann. — Keppni um bikarinn hefst að þessu sinni 7. sept. Það félag, sem vinnur bikarinn þrisvar í röð eða 5 sinnum alls, hlýtur hann til fullrar eignar. Stjórn í. S. í. hefir og fyrir stuttu staðfest met í 60 metra hlaupi á 4,4 sek, Methafar eru Jóhann Bernhard og Sigurður Finnsson, báðir í Knattspyrnu- félagi Reykjavíkur. Skrifstofa í. S. í. verður fram- vegis opin tvisvar í viku, þriðju- daga og fimmtudaga, kl. 8—10 síðdegis. Ttnumn. Auglýsið í Tímannm! koma hrapandi niður. Maður | og kona koma hrapandi. Það eru hjónin, sem sveltu og börðu | Jón í uppvextinum. Kerlingin vorkennir hinum fordæmdu og vildi gjarna geta hjálpað þeim. Veit þó, að eins og sáð er, hlýt- ur uppskeran að verða. Og hjónin halda áfram niður á við, en óvinurinn sjálfur gæg- ist glottandi fram undan kletti. Næst kemur þjófurinn hrap- andi, hann, sem kom Jóni til þess að hnupla fyrsta kjötlær- inu. Böðullinn kemur á sama hátt, og kerlingin talar um hríð við þá báða, en Jón skýtur fram orði og orði hvergi klökkur. Svo hrapa þeir. Þar næst kemur drykkjumaðurinn, þá konan, sem Jón hrasaði með, hún, sem elskaði — elskaði syndina. En á eftir þeim kemur ríkisbubb- inn, og kerlingunni verður að orði: „Ekki stoðar að eiga gull sé sálin ágjörn og lastafull.“ Það var hann, ríkasti höfð- ingi sveitarinnar, sem kærði snauðasta kotbóndann fyrir hnupl, hann, sem svældi undir sig aleigu kotbændanna og gerði þá að ánauðugum þræl- um. Síðan bætist sýslumaður- inn í hópinn og neitar því, að til séu önnur lög en þau, sem ,,signeruð“ séu og staðfest af hans hátign konunginum, neit- ar að til séu önnur lög eða ann- að réttlæti. Hrapar síðan í fé- lagi við ríkisbubbann. Og á- lengdar stendur djöfullinn og þylur fræði sín, — sinn vítis- óð. Þai'na kemur einnig fram Mikael höfuðengill. Hann hvet- ur sálirnar, sem upp leita um klettariðin til þess að halda á- fram ótrauðar, þó byrðarnar séu þungar. Þriðji þáttur fer fram í land areign Himnaríkis, en hún tek ur við, þegar upp fyrir fjalls- brúnina er komið. Þar er fag urt um að litast. Heiðblár him inn, laufgræn skógartré til beggja handa, og í fjarska bjarmar fyrir bústað himna- föðurins og hinu gullna hliði. Þarna mætir kerlingin ýms- um hinna sáluhólpnu. Hún mætir prestinum og foreldrum sínum, og það verða fagnaðar fundir. Ekki íellur þó gömlu konunni ummæli þeirra um Jón hennar. Óvinurinn er hér enn á gægjum og hefir ekki sleppt tilkalli sinu til innihalds skjóðunnar. — Bóndinn og Helga koma fram, og viðræðan, sem tekst milli þessara tveggja sálna og kerlingarinnar, er allt í senn, fögur, látlaus og gam ansöm. Þau ræða um búskap inn á himnum uppi og á jörðu niðri. Helga er elskuleg . kona, gáfuð og frjálslynd, eins og þær getur beztar meðal alþýðu- fólks. Og það kemur í ljós, að þessum tveim er innilega hlýtt til Jóns og þau dæma ekki brot- legan bróöur, enda trúir nú kerlingin þeim fyrir erindi sínu hingaö upp. Eftir það tekur Jón þátt í viðræðunum og er ekki myrkur í máli frekar en fyrri daginn. Ekki lízt honum meira en í meðallagi á búskap- arháttu himnabúa, þó að land- gæðin séu mikil og fénaðurinn vænn. Hann er vanastur því að purfa eitthvað fyrir lífinu að hafa. Fleiri persónur koma parna einnig fram á sviðið. Sungið er og dansað og leikið á hljóðfæri. Fjórði og síðasti þátturinn fer fram við gullna hliðið. Kerl- ingin reynir að fá Jón til þess að iðrast og tala guðsbarnamál, en án árangurs. Þarna við hlið- ið koma þeir svo til sögunnar Lykla-Pétur og Páll postuli og synja báðir kerlingunni um inngönguleyfi til handa Jóni, enda stórmóðgar hann þá báða með hvatskeytni sinni. Loks nær kerlingin tali af Maríu mey og hún lofar að tala máli þeirra hjóna við son sinn. Ekki virðist kerlingin þó treysta vel málalokunum, því nú biður hún Lykla-Pétur að opna dyrn- ar lítið eitt, svo hún megi sjá inn í dýrðina. Pétur verður við þessari ósk, en þá einhendir kerlingin skjóðunni inn í himnaríki, enda hafði hún orð sjálfs postulans fyrri því, að sá, sem einu sinni væri þangað kominn, fengi að búa þar að ei- lífu. Ég hefi nú rakið efni leiks- ins í allra stærstu dráttum og nefnt helztu persónur hans, en enginn, sem þessa grein kann að lesa, skyldi ætla, að hann þekki þar með sjónleikinn, Gullna hliðið. Bókina þarf að lesa og lesa vandlega til þess að skynja og skilja hinn mikla skáldskap, sem hún inniheldur. Ýmsir kynnu nú að ætla, að sjónleikur þessi sé með litlum raunveruleikablæ, þar sem þrír þættir hans fara fram einhvers staðar utan skynheimsins, en flestar persónurnar eru sálir löngu horfnar úr sínum jarð- neska líkama. Þessu er þó ekki þannig var- ið. Á bak við hið æfintýralega, þjóðsagnakennda form, býr blákaldur raunveruleikinn full- komlega jarðneskur, fullkom- lega hliðstæður því, sem hann var og er og mun verða í mann- heimum. Efniviður leiksins er að vísu þjóðsaga, en þess ber að gæta, að þjóðsagan er ávallt sönn. Hún er sönn að því leyti, að hún er skilgetið barn þjóð- arinnar, íklædd trú hennar og siðum, hugsunarhætti og þroska. En hún er óunnin, hún er hráefni, sem skáldið getur unnið listaverk sitt úr. Hún ræður að nokkru byggingar- stílnum, atburðir hennar eru látnir halda sér að mestu, þó mörgum sé við bætt, og fyrst og síðast: sannleikann geymir hún í sér fólginn. Sannleikur þjóðsögunnar er eins og engill- inn, sem bjó í steininum. Hvor- irtveggja eru í álögum, og það er ekki á færi annara en mik- illa listamanna að meitla utan af þeim haminn og frelsa þá. Athugum nú nokkru nánar, hvernig Davíð Stefánssyni hef- ir tekizt þetta í leikriti sínu, Gullna hliðið. Fyrsti þáttur liggur Ijósastur fyrir. Þar er syndugur maður að deyja, en maður, sem aldrei hefir drýgt þann höfuðglæp að vera hræsn- ari og skynhelgur, maður, sem uppeldi og lífskjör hafa að vísu gert ruddalegan og brotlegan við lögin, en aldrei falsað þann- ig, að hann komi til dyranna öðruvísi en hann er klæddur. Vilborg grasakona er þjóðar- sálin sjálf holdi klædd, sam- nefnari þeirra eiginleika, sem ríkastir voru í fari íslenzkrar alþýðu á þeim tíma, er kúgun- arvald kóngs og kirkju stóð enn föstum fótum á landi hér. Kerlingin er ekki síður ís- lenzk í skapi og háttum, en sterkasti eðlisþáttur hennar er þó alþjóðlegt fyrirbrigði, jafn algengur austur í Kína og vest- ur í Ameríku, sem hér hjá okk- ur. Hún er hinn umburðar- lyndi, staðfasti vinur, sem legg- ur allt á sig öðrum til hjálpar, viljinn, sem aldrei lætur bugast, kjarkurinn, sem býður hverri hættu byrginn. Og hinar hrap- andi sálir í öðrum þætti leiks- ins eru engin hugarfóstur aft- an úr myrkri miðalda, heldur einstaklingar, sem lifa meðal okkar enn þann dag í dag. Það eru margir menn og margar konur stöðugt að hrapa, stöð- ugt á niðurleið, og engu síður úr hópi þeirra, sem gullið eiga eða settir hafa verið til þess að gæta réttar og laga. Hver eyrir, sem vísvitandi er illa fenginn, (Framh. á 4. síSu) M.s. Esja austur um í strandferð til Siglufjarðar á morgun, mið- vikudag. Kemur við á öllum höfnum í báðum leiðum. Hestur tapast Tapast hefir undir Eyjafjöll- um Ijósgrár hestur, dálítið dekkri á fax og tagl, með mön eftir hryggnum, 5 vetra, stór, járnaður. Mark: sneitt framan hægra, blaðstýft framan v. Sá, sem kynni aö verða hests- ins var, er beðinn að gera sím- stöðinni að Seljalandi aðvart. Saínið | Anglýsing um kennslu og einkaskóla. Berklavarnalögin mæla þannig fyrir, samkvæmt 9. gr. þeirra: „Enginn, sem hefir smitandi berklaveiki, má fást við kennslu í skólum, heimiliskennslu né einka- kennslu. Engan nemanda má taka til kennslu á heimili, ! þar sem sjúklingur með smitandi berklaveiki dvel- | ur.“ Allir þeir, sem stunda œtla kennslu á komanda | hausti og vetri, eru því beðnir um að senda tilskilin j vottorð fyrir sig og nemendur sína á skrifstofu mína, j hið allra fyrsta, og mega þau ekki vera eldri en mán- j aðar gömul. Þá er ennfremur svo fyrir niælt í ofangreindum ! lögum: „Enginn má halda einkaskóla, nema hann hafi til þess skriflegt leyfi lögreglustjóra, ög skal það leyfi eigi veitt nema héraðslæknir telji húsnæði og að- | búnað fullnægja heilbrigðiskröfum, enda liggi fyrir ! tilskilin læknisvottorð um að hvorki kennari eða | aðrir á heimilinu né neinn nemendanna séu haldnir j smitandi berklaveiki." Þeir, sem hafa í hyggju að halda einkaskóla, eru j því áminntir um að senda umsóknir sínar til lög- | reglustjórans í Reykjavík hið allra fyrsta, ásamt til- j skildum vottorðum. Það skal tekið fram, að þetta gildir einnig um þá ! einkaskóla, smáa sem stóra, er áður hafa starfað í bænum. Umsóknir um slíka einkaskóla utan lögsagnar- i umdœmis Reykjavíkur, en innan takmarka læknis- j héraðsins, má senda á skrifstofu mína. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 2. september 1941. í MAGNÚS PÉTURSSON. vetrarforða Minnisblað fyrir sláturtíðina: Rúgmjöl Haframjöl Fjallagrös Salt ...... Laukur Saltpétui' Krydd alls. Ejdik ..... 0.55 kg. 0.85 — 5.50 — 0.35 — 1.70 — 0.25 br. 0.30 — 0.80 fl. Tilkynning frá ríkissíjórniiiiii. Brezka flotastjórnin hefir tilkynnt íslenzku ríkisstjórninni, að nauðsynlegt sé, að öll íslenzk skip, 10 til 750 smál. að stærð, fái endurnýjuð eins fljótt og hægt er, ferðaskírteini þau, sem um ræðir í tilkynningu ríkisstjórnarinnar, dags. 7. marz 1941. Skírteini þessi fást hjá brezku flotastjórninni í Reykjavík, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið 5. september 1941. Leskjað kalk ........ 0.60 — Rúllupylsunálar .... 0.15 stk. Sláturnálar ......... 0.05 — Handíðaskólinn Sláturgarn ......... 0.30 hsp. Kennaradeildin: Kennsla hefst 15. okt. Umsóknir afhendist und- irrituðum fyrir 20. þessa mánaðar. — Námskeið fyrir almenning: Almenn teikning, meðferð lita, auglýsingateikning, tréskurður, bókband og leðurvinna. — Kennsla hefst 15. október. Lúðvíg Cfiióimiinlsson, Grundarstíg 2 A. Sími 5307, kl. 4—7 síðdegis. 166 Victor Hugo: inn, og hraða sér síðan á braut skömmu síðar. Þegar þær voru horfnar, heyrð- ust óp inni í herberginu, sem minntu helzt á barnsgrát. Pakvetta hló af gleði og hraðaði sér inn. Þar blasti óvænt og óhugnanleg sjón við augum hennar. í stað Agnesar litlu lá þar lítið barns- skripi, halt, eineygt, og skreið um á gólfinu. — Pakvetta hélt höndunum fyrir andlit sér af angist. Ó, hrópaði hún. Hafa galdrakvendin breytt barninu mínu í þetta andstyggi- lega skrípi? Fólk hraðaði sér við að koma van- skapning þessum burt frá henni hið fyrsta. Hún myndi hafa misst vitið, ef hún hefði átt að hafa það fyrir augum sér stundu lengur. — Þetta var vanhirt barn einhverrar Tatarakonu, sem hafði selt djöflinum sál sína. — Það virtist vera nær fjögurra ára að aldri og mælti á máli, sem ekki gat talizt líkt neinni mennskri tungu. Orð þau, er það mælti, voru öllum óskiljanleg. Það var einn hlutur, sem Chautefleu- rí átti til minja um barnið sitt. Það var litli, fallegi skórinn, sem það hafði átt. Nú tók hún hann í faðm sér og virti hann fyrir sér sem í draumi. Hann var hið eina, er hún átti eftir af því, sem hún hafði elskað heitast. Hún sat graf- kyrr um langa hríð og mælti ekki orð Esmeralda 167 frá vörum fremur en hún væri liðið lík. Skyndilega greip hana ákafur skjálfti, og hún brast í örvæntingarfullan grát, eins og hjarta hennar myndi bresta. Enginn, sem viðstaddur var, gat tára bundizt. — Ó, litla dóttir mín, hrópaði hún. — Ó, fagra barnið mitt. Hvar ert þú? Það var átakanlegt að hlusta á kvein- stafi hennar. Ég tárast enn, þegar ég minnist þess, hversu harmur hennar var sár. Ég er sjálf móðir. Ó, Eust- ache, fallegi drengurinn minn, ef ég ætti nú að missa þig! Pakvetta reis skyndilega á fætur, hljóp gegnum borgina og hrópaði: — Látum lögregluna handtaka Tat- arana. Brennum galdrahyskið á báli! En Tatararnir voru farnir veg allrar veraldar. Það var skollin á niðdimm nótt. Ógerlegt var að veita þeim eftir- för. Daginn eftir fundust vegsummerki eftir mikið bál í skóginum utan við Rheims, miðja vega milli Gulax og Til- loy. Þar fundust einnig slitur úr fötum, sem barn Pakvettu hafði átt, einnig blóðblettir og matarleifar. Bálið hafði sýnilega verið kynnt á laugardags- nóttunni. Það þurfti ekki að efast um, að Tatararnir hefðu haldið hátíð sina þarna í skóginum. Þeir höfðu etið vesa- lings barnið í félagi við myrkrahöfð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.