Tíminn - 09.09.1941, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1941, Blaðsíða 2
358 TlMPnV, þrigjwdagÍMii 9. sept. 1941 90. blað Eftir Jónas Jónsson ? ‘gtmtnn Þriðjtidatiinn 9. sept. Áícngísmálín og Sjálfst.flokkurínn Sú ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar, að stöðva áfengissöluna á Hótel Borg, hefir vakið almenna ánægju. Allskonar kviksögur höfðu gengið um það, að ríkis- stjórnin ætlaði þá og þegar að opna áfengisbúðirnar ' aftur. Lokunin á Hótel Borg kvað þennan orðróm niður og það er nú ljóst, að áfengisbúðirnar verða ekki opnaðar, a. m. k. ekki fyrst um sinn. En það er ekki nóg fyrir þá, sem unna bindindi og reglu- semi, að fagna þessari ráðstöf- un. Sá árangur, sem nú fæst, mun ráða úrslitum um það, hvort við eigum framvegis að búa í áfengislausu landi. Ef árangurinn verður góður, er það sigur bannstefnunnar. Verði hann gagnstæður mun það leiða til þess að áfengis- straumnum verður aftur veitt yfir landið. Þess vegna verða bindindis- menn að vinna nú skipulegt og sleitulaust starf. Þeir þurfa að leggja fram krafta sína til að koma í veg fyrir leynivínsölu og bruggun. Það er hægt að uppræta hvort tveggja, ef nokk- ur dugur er í bindindisfélögun- um. Reynslan sker nú úr því, hvort goodtemplarareglan er málskrafs- og skemmtifélags- skapur eða skyldurækið og ár- vakurt menningarfélag. Fyrir nokkrum árum setti rík- isstjórnin á stofn sérstakt starfskerfi, sem átti að vinna að auknu bindindi og eftirliti með framkvæmd áfengislag- anna. Er hér átt við áfengis- málaráðunautinn og áfengis- varnarnefndirnar. Það virðist hafa farið- lítið fyrir starfi þessara aðila. Nú þarf að blása í þá nýjum lifsanda og ætti þá að mega vænta verulegs árang- urs af þeim. Fyrst ríkisstjórnin hefir tekið þá ákvörðun að stöðva áfengis- söluna verður hún að stíga sporið til fulls. Jafnhliða lok- uninni verður hún að auka lög- jgæzlustarfið til að hindra bruggun og leynivinsölu. Hún verður að gera sitt til að tryggja það að lokunin komi að fullum notum. Það má ekki stöðva nauðsynlegar aðgerðir í þeim efnum, þótt það kosti nokkur fjárframlög. En mestu máli skiptir þó sjálfboðaliðsstarf bindindis- manna og bindindissamtak- anna. Þessir aðilar mega ekki láta það aftra sér, þótt því starfi fylgi einhverjar óvin- sældir. Liggi þeir ekki á liði sínu, er engin ástæða til að óttast leynivínsöluna og brtigg- ið. Tvö blöð hefðu öðrum frem- ur átt að fagna lokun áfengis- búðanna. Það er Mbl. og Vísir. Fyrir nokkrum árum síðan kölluðu þeir ríkisstjórnina „svartadauðastjórn“ og sögðu, að menn ættu ekki að segja „skál“ við víndrykkju heldur: Einn fyrir Eystein. Þau létu þá eins og þeim væri ekkert heil- agra en að berjast gegn ríkis- stjórn, sem leyfði áfengissölu og létu ríkið græða á henni. Hámarki sínu náðu þessi skrif blaðanna daginn fyrir seinustu alþingiskosningar eða 19. júní 1937. Þá gat að líta í Vísi eftir- farandi ávarp til húsmæðra, letrað stórum stöfum: „Rauðllðar llfa á áfenglnu. Húsmæður! Áfengi fæst, en ekki á- vextir. Tóbak fæst, en ýmsar al- gengustu vefnaðarvörur vantar. En þetta er vegna þess, að tóbak og áfengi er drýgsti eyðslueyrir rauðu ríkisstjórn- arinnar. Ef Sjálfstæðismenn komast til valda, munu þeir gera verzlunina heilbrigða. Þá verður ekki skaðlegur ó- þarfi iátinn sitja fyrir nauð- Menn deila nokkuð um það, hvað íslendingum beri að gera sér til bjargar og framtíðar- gengis út af lausakynningu er- lendra manna við íslenzkar konur. Ég hygg, að það sé lær- dómsríkt að gera sér grein fyr- ir, hvað Bretar myndu gera, ef skyndilega kæmi velviljaður erlendur her, frá tveim frænd- þjóðum, svo sem 12 milljónir manna. Við skulum gera ráð fyrir, að þessi her reisti sér bráðabirgðaskála í Hyde Park og Regent Park, og allstaðar þar sem autt svæði væri í borg- inni eða í undirborgunum og í grennd við London, eftir því sem með þyrfti. Við skulum synlegustu vörum heimil- anna. Húsmæður! Kjósið Sjálfstæðismenn á þing og hvetjið heimilisfólk yðar til að gera það einnig. Rauða ríkisstjórnin hefir ár eftir ár bjargað sér á tekj- unum af áfenginu. Rauðliðar vilja ekki tak- marka áfengissöluna, því að þá minnkar eyðslueyrir þeirra. Allir þeir, sem sjá hver voði þjóðinni er fyrir dyrum af slíku framferði, eiga að hjáipa til með atkvæði sínu að steypa rauðliðum af stóli. Rauðliðar auka áfengisböl- ið með eyðslu sinni. Burt með óstjórnina og sukkið úr ríkisstjórninni. Kjósið Sjálfstæðismenn!“ Þeir, sem minnast hinna gömlu vígorða ihaldsblaöanna um „svartadauöastjórnina“ og framangreindra loforða Sjálf- stæðisflokksins í seinustu kosn- ingum, munu vissulega eiga erfitt með aö átta sig á skrif- um Mbl. um þessar mundir. Nú skrifar Mbl. um það dag eftir dag, að lokun áfengisbúð- anna muni aðeins auka lögbrot og spillingu og ráðherrarnir megi vera meira en litil börn, „að kasta á brott, í eiimi svip- an, um 5 millj. kr. af ríkistekj- unum“! Hér skal ekki deilt um það við Mbl., hvort sé meiri spilling að hafa áfengisbúðirnar opnar eða lokaðar á þessum tímum. Það er mál, sem almenningur er yfirleitt búinn að mynda sér um rökstudda, ákveðna skoðun. Þess vegna er slíkra deilna ekki Sjónleikur í fjórum þátt- um eftir Davíð Stefáns- son frá Fagraskógi. Út- gefandi Þorst. M. Jónsson Akureyri 1941. Sólon Islandus, fyrsta skáld- saga Davíðs Stefánssonar, sem út kom í fyrrahaust á forlagi Þorsteins M. Jónssonar, vakti, sem kunnugt er, geysimikla at- hyggli. Fyrsta upplag bókarinn- ar, sem var mjög stórt á ís- lenzkan mælikvarða, seldist upp má segja á svipstundu, svo að prenta varð bókina öðru sinni. Það er að vísu ekkert furðulegt, þó margur biði fyrstu skáldsögu hins vinsæla ljóð- skálds með mikilli eftirvænting og flýtti sér að eignast hana, hitt var miklu furðulegra, að frumsmíði höfundarins í þess- ari grein skáldskaparins skyldi vera svö snjöll, að almennt er viðurkennt, að hún jafnist að öllu leyti á við það bezta, sem nú er skrifað í óbundnu máli á íslenzka tungu. En sagan er enn ekki öll. Da- víð Stefánsson frá Fagraskógi hefir ekki spilað út síðasta trompi sínu í fyrra með hinni miklu bók sinni, Sóloni Island- us. Frá hans hendi er nú ný- kominn út sjónleikur, er hann nefnir Gulna hiiðið, og er þar skemmst frá að segja, að hér er um stórkostlegan bók- ennfremur gera ráð fyrir, að mikið af helztu skólabygging- um borgarinnar og almennir samkomustaðir væru að nokkru eða öllu leyti notaðir til fram- dráttar hinum mörgu aðkomu- mönnum. Það myndi ekki þykja ósenni- legt, að mjög veruleg kynning tækist með hinum mörgu er- lendu gestum og konum 1 höf- uðborginni. Þar sem um er að ræða heilbrigða, þróttmikla, og fremur iðjulitla menn, er þeim varla láandi, þó að þeir leituðu nokkurra kynna við konur í dvalarlandi sínu. Og þar sem aðkomumennirnir kæmu frá tveim prýðilegum og velviljuð- þörf. Og um barnaskap ríkis- stjórnarinnar nægir að segja það, að ráðherrarnir mega vera meira en lítil börn, ef þeir sjá nú • ekki önnur ráð til að afla ríkissjóði tekna en áfengissölu. Þeir eru þá áreiðanlega ‘ ekki færir um að stjórna landinu, þegar illa lætur í ári, ef þeir geta ekki aflað nægra tekna nú, án áfengissölunnar. Það, sem þykir sérstök á- stæða til að benda á, eru hin gerólíku sjónarmið, sem Sjálf- stæðisflokkurinn túlkar í þessu máli fyr og nú. Meðan Eysteinn Jónsson var fjármálaráðherra var áfengissalan óhafandi, og var landið þó ekki í hershönd- um þá. En þegar Jakob Möller er fjármálaráðherra, er áfeng- issalan sjálfsögð, þrátt fyrir hernámið! Þetta er eitt af hinum mörgu dæmum um tvöfeldni Sjálf- stæðisflokksins í málflutningi. í blöðum hans er eitt í dag og annað á morgun, flokkurinn lofar þessu og þessu 1 einum landsfjórðungi og svo hinu gagnstæða í þeim næsta. Lýð- skrumið er sett ofar öllu. Þegar flokkurinn kemst í ábyrga af- stöðu, fá hinir einföldu kjós- erxdur, sem höfðu trúað skrumi hans og lofi, að reyna, að efndir hans eru aðrar en lof- orðin. Málflutningur íhaldsblað- anna i áfengismálunum fyr og nú, er sannarlega þess verður, að menn festi hann vel í minni. Hann er svo gott dæmi um mál- flutning Sjálfstæðisflokksins yfirleitt. Hann er mönnum gagnleg leiðbeining um það, hversu alvarlega ber að taka loforð þessa flokks. Þ. Þ. menntaviðburð að ræða. Ég tel, að leikrit þetta, sem er 173 síð- ur prentaðar, sé merkasta verk skáldsins til þessa dags og jafn- framt eitthvert mesta listaverk, sem íslenzkur rithöfundur hefir skapað. Sjónleikur þessi er, sem fyrr segir, í fjórum þáttum. Drög til hans hefir höfundurinn tekið úr gömlum sálmum og þjóð- sögunni, Sálin hans Jóns míns, sem prentuð er í þjóðsögum Jóns Árnasonar. í snjöllum inngangi, Prologus, gerir höf- undurinn grein fyrir eðli og innihaldi leiksins. Hann hefur upp raust sína og minnir á, að margt sé hulið bak við tímans tjöld, sem trú og siðir okkar verði að gjalda, — að „í bæjartóftum bleikra eyðidala birtist þeim margt, sem heyra steininn tala.“ Svo hefst frásögnin: Gamlar hlóðir minna á elda, sem tötr- um vafin kynslóð sat um- hverfis, kynslóð, sem kirkju- valdið hafði lagt á sína þungu trúarfjötra. Hvarvetna kraum- aði í seiðkatlinum og um pall- inn dönsuðu draugar og vofur reiðubúin til þess að granda fjöri fólks og fénaðar, ef færi gæfist. En „í Helvíti var óvin- urinn sjálfur" fyllandi hverja byggð af böli og syndum. um þjóðum, myndi engin þjóð- aróvild spilla kynningunni milli heimakvenna og hins er- lenda herliðs. Það er sennilegt, eftir brezk- um vinnubrögðum, að forráða- menn þjóðarinnar létu í fyrstu lítt til sín taka þessa nýju kynningu. Bretar eru sein- þreyttir til vandræða, en stefnufastir og þrautseigir, þegar heill og þörf þjóðarinnar krefur. Ráðuneyti Baldwins og Chamberlain létu Þjóðverja vígbúast árum saman móti Bretaveldi, og í þeim ákveðna tilgangi, að leggja heimsveldi þeirra í rústir. En þegar hætt- una bar að garði, brugðust Bretar vel við. Öll þjóðin, og allar enskar frændþjóðir standa nú saman um lífsvörn sína. Þar er öllu fórnað, sem til er og ekkert undandregið. Brezka þjóðin ætlar að lifa, og lifa frjáls. Þess vegna fórna allir öllu, án þess að horfa um öxl. Það er lítill vafi á því, að ef tólf miljónir myndarlegra her- manna frá tveim velviljuðum stórveldum, væru árum sam- an búsettir í London og í undirborgunum, myndi það þykja mikið vandamál. Menn myndu gera sér grein fyr- ir því, að hin margþætta kynning við gestina væri sér- staklega athyglisverð. Menn myndu gera sér Ijóst, að mik- ill hluti aðkomumannanna væru giftir menn eða heit- bundnir í þeirra eigin landi. Auk þess væru þeir farfuglar, fluttir til milli herstöðva, og í mismunandi land alveg fyrir- varalaust. Og að lokum, þegar styrjöld lyki, hyrfu þessir far- fuglar heim. Aðstaðan til var- anlegra kynna og alveg sérstak- lega til hjónabandsmyndunar, er býsna lítil. Auk þess er lög- gjöf landanna mjög mismun- andi, að því er snertir myndun hjónabands. í hinu fyrra heimsstríði giftist allmikið af frönskum stúlkum mönnum úr liði Bandaríkjanna, og fóru með þeim vestur í þeirri trú, að um varanlegt samband væri að ræða. En þegar til kom, reynd- ust allmörg af þessum hjóna- böndum ógild að lögum. Kon- urnar sneru heim til ættlands- ins, eins og einskonar ekkjur, og höfðu sorgir og lítilsvirðingu í stað gleði og hamingju af skyndikynnum við gestina. Manneskjurnar í öllum löndum hafa flest megineinkenni sam- Hver verður svo ávöxtur þessara trúarbragða í landi harðinda, jarðskjálfta og eld- gosa? Gefum skáldinu orðið: í sveitum magnast sifjaspell og losti, og suma brennir óstöðvandi þorsti, húsgangar lifa á hrati og mosaskófum, en hungrið gerir aðra að sauðaþjófum. Menn verða trylltir, vega sína bræður og vita, að það er djöfullinn sem ræður.“ Aðrir reyna að finna vilja guðs og fyrirheit í gömlum, rykföllnum bókum, — fara aö reyna að varða veginn í von um eitthvað betra hinum meg- in. Næst rekur skáldiö þjóðtrúna íslenzku um viðskilnað líkama og sálar í dauðanum, för henn- ar upp til himnaríkis um klettarið og klökugar hlíðar, þar sem djöfullinn liggur á gægjum, unz hún kemur að gullna hliðinu og biðst inn- göngu. „Þar skriftar hún, þar betlar hún og biður. Þar bíður sumra eilíf dýrð og friður. En hinir mega sjálfum sér um kenna og sökkva niöur í logana — og brenna. Þannig var íslenzk þjóðtrú fyrri alda, Þrotlaust stríð — á milli tveggja valda.“ eiginleg, og eitt hið sterkasta og almennasta er ástleitnin. Það má fullyrða, að í hvaða landi sem er, reynist ein millj- ón hraustra, iðjulítilla karl- manna, í útlegð frá ættlandi og fjölskyldum, að mynda kynni við svo sem hálfa milljón konur, svo að ekki sé dýpra tek- ið í árinni. Og ef konurnar í dvalarlandinu fá ekker t að- hald í sambandi við skyndi- kynningu af. þessu tægi, þá tekst kynning, og á mismun- andi stigum, einstaka sinnum góðsemi, oftast einhver tegund ástalífs. Það er fjarstæða að neita því, að eins og ófrosið vatn streymir undan brekku, þar sem farvegurinn leyfir, þannig takast kynnín með kon- um og körlum, undir kringum- stæðum eins og þeim, sem gert er ráð fyrir, ef 12 milljónir vin- samlegra aðkomukarlmanna gerðu sér skyndiheimili í og við London til óákveðinnar dvalar. Þar sem um væri að ræða svo mikla kynningarmöguleika, bundna margskonar mannleg- um hættum, myndu flestir eiginmenn, bræður og frændur byrja að athuga afleiðingar þessara kynna. Þeim myndi vafalaust koma fljótlega sam- an um, að kynningin hlyti að verða mikil og almenn. Að lík- indum fylgdi henni einhver stundargleði, en síðar óham- ingja ein, vonbrigði, rofin heit, sjúkdómar, andlegir og líkam- legir, illindi í heimilum, af- brýðisemi milli hjóna og heit- bundins fólks. Að lokum fylgdi kynningunni harðir dómar um konur, ljót og leiðinleg nöfn, stundum hin svæsnustu, sem til eru í málinu, þar á meðal í heilagri ritningu. Eftir þeim litlu kynnum, sem ég hefi af brezku þjóðinni, hygg ég að hún myndi eftir alllangan og nokkuð háskalegan biðtíma rísa til sjálfsvarnar. Ég hygg, að Bretar myndu ekki beita til forustu í þessu efni handverks- mönnum sínum úr stétt lög- lærðra manna. Þeir myndu vita, að hversdagsleg réttarpróf myndu eiga eins illa við í þessu efni og skátahnífur í hendi læknis, sem fremur holskurð á sjúklingi. Þegar um sálarlega og siðgerðilega hættu er að ræða, myndu hinir voldugu biskupar ensku þjóðkirkjunnar ganga fram í broddi fylkingar, studdir beztu mönnum þjóð- arinnar. Þannig bjargaði þjóðin alríkishugsjóninni, þegar þurfti að láta hinn ástsæla konung, Játvarð VIII., hætta að sitja í hásæti landsins, vegna mis- heppnaðra ástamála. Kirkjan hafði þar forustuna og með hreystilegri sjálfbjargarvið- viðleitni fylgdi öll þjóðin. Jafn- vel verkamannaflokkurinn, sem þó hafði mikla samúð með kon- Upp af þessum myrka grunni reisir þá Davíð Stefánsson listaverk sitt, Gulna hliðið. Það er svo rammíslenzkt að hugsun og máli, sem framast má verða, en að skáldrit séu þjóðleg, er eitt höfuðskilyrði til þess, að þau verði sígild og til þess, að þau veki eftirtekt og aðdáun annara þjóða. Þjóðlegustu bók- menntirnar eru því um leið lík- legastar til þess að verða heimsbókmenntir. Davíð Stefánsson virðist einnig hafa tileinkað sér alla þá tækni, sem nútímaleikritagerð krefst. Persónur eru margar og afburða skýrt dregnar, sam- tölin hnitmiðuð og kyngimögn- uð og víða sprenghlægileg, sviðið breytilegt og krefst mik- ils leiktjalda- og ljósaútbún- aöar. Fyrsti þáttur gerist í hrör- legu afdalakoti. Þetta er á vök- unni snemma vetrar. Jón gamli, húsbóndinn, liggur helsjúkur í fletinu og hryglir í honum. Auk hans eru í baðstofunni kerlingin kona hans og Vilborg grasakona. Þær óttast um líf húsbóndans, en bera þó meiri áhyggjur út af sálarheill hans, ef dauðann kynni að bera að höndum. Vilborg, sem full er af fornum, dularfullum vís- dómi þjóðarinnar, reynir fyrst í stað að bjarga lífi Jóns með undarlega útbúnum lyfjum, sem hún sjálf framleiðir og ekki eru síður miðuð við sálará- ástand sjúklingsins og innræti, en líkamlegan krankleika. Allt kemur þó fyrir ekki, Jóni hrak- ar. Konurnar snúa sér nú að unginum, lét í té óskipt fylgi. Það er erfitt að meta þá þýð- ingu, sem konungaskiptin höfðu fyrir Bretaveldi, áður en það tók upp baráttuna fyrir frelsi hins enska kynþáttar og ensku þjóðarinnar. Meinsemdin var skorin burtu, þótt að mjög væri viðkvæmt. Þjóðin gekk hiklaust að því, að halda hrein- um skildi í siðferðislífi sínu, þó að hér væri að ræða um hinn óábyrga og óafsetjanlega kon- ung Bretaveldis. Ég ætla mér ekki að reyna að lýsa því, hvað forgöngumenn ensku kirkjunnar hefðu sagt eða gert í einstökum atriðum, til að draga úr hættunni við skyndikynningu 12 milljón að- komumanna við konur í Lund- únaborg. En eitt leyfi ég mér að fullyrða. Þeir hefðu fundið ráð til að bæta úr meinsemdinní. Allir nýtir menn í landinu hefðu fylgt þeim. Þeir fáu, sem hefðu risið á móti til að verja ósómann, myndu hafa verið taldir fimmta herdeild í land- inu, bandamenn innri eyðilegg- ingar í þjóðlífinu. Ég hefi nefnt London, í eins- konar þögulum samanburði við Reykjavík. Að vísu vita íslend- ingar, að þeir eru minnsta þjóð heimsins og eiga minnstu höf- uðborg, sem til er. En þó að við vitum, að ísland verði ekki heimsríki og höfuðborgin ekki heimsborg, þá er Reykjavík samt okkar höfuðborg. Hún er meira að segja tiltölulega enn stærri, miðað við íslenzka stað- hætti, heldur en London er í brezka heimsveldinu. Nú vill svo til, að Reykjavík er í svip- uðum vanda, eins og London myndi vera, ef þar gistu 10—12 milljónir hermanna frá velvilj- uðum þjóðum. f heilt ár hefir verið í Reykjavík og nærri Reykjavík tiltölulega stærri út- lendur her heldur en sögur herma frá um nokkra aðra höfuðborg. Og eftir eitt ár bættist við nýr her frá öðru stórveldi. Mér finnst ekkert tiltökumál, þó að við höfum verið við- bragðsseinir í þetta sinn. Stór- þjóð, eins og Bretar, voru líka viðbragðsseinir um yfirvofandi og augljósa hættu. En þegar Bretar tóku viðbragð, þá var það gert með eftirminnileg- um krafti og myndarskap. Ég þykist þess fullviss, að for- ráðamenn hins erlenda liðs skilji og meti viðleitni íslend- inga til að verja sitt land og sina þjóð. Þessir menn geta litið í sinn eigin barm. Þeir eiga mæður, konur, heitkonur og systur í átthögunum. Þeim ' er annt um sæmd, líf og heilsu þessara kvenna. Öllum karl- mönnum 1 öllum siðuðum lönd- um þykir miklu skipta allt, sem (Framh. á 4. slffu) því að fá hann til þess að iðrast synda sinna, en hann er ekki á því. Þær syngja kröftuga sálma, en Jón kallar sönginn andskot- ans öskur, og þegar þær bjóða honum að sækja prest, svo hann geti meötekið hina síðustu smurningu, þá heimtar hann tóbak og brennivín. — Skyndi- lega deyr grútarljósið, og í bjarmanum frá hlóðunum birt- ast höfuðsyndir Jóns i púka- líki. — Vilborg hrekur púkana á brott með voðalegri særing- arþulu, en ákallar alla heilaga til líknar og frelsunar syndar- anum. Kerlingin þorir nú ekki að treysta því, að heilagur Sankti-Pétur opni fyrir Jóni, ef hann kemur einn, og þegar hann litlu seinna skilur við, bregður hún, með hjálp Vil- borgar, skjóðu fyrir vit honum og nær sálinni hans þannig á vald sitt. Næsti þáttur fer fram í klettahlíð einni hrikalegri og hélusleginni. Kerlingin er þar með sál Jóns síns í skjóðunni á leið til himnaríkis. Hún er þreytt oröin og móð og sezt nið- ur til þess að hvíla sig. Jóni eða sálinni hans líkar skjóðu- vistin bölvanlega, og óskar þess að vera komin í skrokkinn aft- ur. En kerlingin er þolinmóð og umburðarlynd og reynir lát- laust að betra Jón með hógvær- um fortölum, svo hann megi frekar verða náðarinnar að- njótandi, þegar þau komi upp aö hinu gullna hliði. Margt kemur fyrir meðan þau hvílast þarna í klungrunum. Sálir, sem orðið hafa afturreka við hliðið, Guðmundur Daníelsson: Crullna hllðið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.