Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 06.08.1898, Blaðsíða 1

Nýja öldin - 06.08.1898, Blaðsíða 1
I, 60. 1898. NÝJA ÖLDIN. Til minnis. Bœjarstjórnar-íaniiT 1. og 3. Fmtd. i mán., kl. 5 síðd. Fátœkranefndar-ixaiAir 2. og 4. Fmtd. í mán., kl. 5 siðd. Fomgripasafnið opið Mvkd. og Ld., kl. 11—12 árdegis. Landsbankínn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. llVt—1V«.— Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbðkasafnið: Lestrarsalur opinn dagl. kl 12—2 síðd.; á Mánud., Mvkd. og Ld. til kl. 3 siðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugripasafnið (í Glasgow) opið á Sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 siðdegis 1. Mánud. i hv. mánuði. Næsta Tika. Á^úst 7, 1814 f. séra Ól. Pálsson. „ 1852 f Dr. Svb. Egisson. „ 1856 f. sr. Jónas Jónasson sagn- höfnndur. 9. 1836 f. Guðm. Pálsson sýslum. „ 1838 f. Theo. Jónassen amtm. „ 1867 f. Marínó Hafstein málfl. 10. 1539 Veginn í Skálholti Dið- rik van Minden. „ 1853 f. Jóh. Sigfússon keunari. 11. 1693 f. sr. Högni Sigurðsson, Breiðabólsstað. „ 1857 f. séra. Helgi Árnason. 12. 1809 f. Bjarni Jónsson rektor. „ 1849 f. sr. Jón Jónss. Stafafelli. 13. 1839 f. Júl. Havsteen amtm. „ 1875 f Bólu-Hjálmar. Ágúst 7. S. 9. Sd. e. Trinitatis „Hól- ar“ fara. JÞjóðhátíð haldin í Borgar- nesi, Bf., og að Egilsstöð- um, S-M. 8. Má. 9. í>. 3 s'ð- kv. 4.45' árd. 10- Mi. Sólargangur 3.38'—8.30'. 11- Pi- 17. v. Sumars byrj. Norðanp. og vestanp. fara. 12. Eö. 13. L. „Thyra“ fer. Ur höfuðstaönum og grendinni. Þjóðhátíðin 2. Ágúst. Frá því 4 Föstudagskveld í vikunni, sem leið, og til Mánudagskvelds, vóru sífeldar súldur og rigningar hér, langverst á Mánudaginn þó, steypirigning og veður ið versta. Gengu flestir Beykvíkingar til náða um kvöldið fullir örvæntingar um þjóðhátíð sína, nema forstöðunefndin; hún stóð stöð- ug í bjargfastri trú og biflausri von um gott veður næsta dag. Reykjavík, Langardag 6. Agúst Svo rann upp Þriðjudagurinn þykkmikill, þungbúinn og tvíræður, en þurt var veður og tók að anda hægt á norðan. Svo þegar kl. var 9, þyrptust menn suður á Mela til að sjá kapp- reiðamar. Þar var enn betur um búið skeiðvöllinn, en í fyrra. — Eyrst var reynt skeið, og fékk 1. verðl. (50 kr.) eins og lög gera ráð fyrir sá hesturinn, sem á skemstum tima (25 sekúndum) rann skeiðvöllinn (120 faðma) á enda í einum skeið- spretti án þess að stökkva upp. Það var bleikur hestur, sem Magn- ús Stephensen (sonur landshöfðingja) á. — 2. verðlaun (30 kr.) fékk bleik- skjóttur hestur Erlendar Eyjúlfsson- ar frá Miklholti; 3. verðl. (20 kr.) fékk Brúnn .Hannesar Ó. Magnús- sonar baðara. Pyrst nefnda hestin- um reið stúd. art. Jakob Havsteen; öðrum reið eigandinn, þriðja Helgi í Garðholti (hestasveinn). 1. verðl. (50 kr.) fyrir stökk (á 158 faðma velli) fékk brúnn Eli- asar verzlunarm. Magnússonar í Reykjavík, eigandi reið sjálfur. 2. verðl. (30 kr.) fékk gráni Bjarnar Kristjánssonar — sbr. „N. Ö.“, bls. 223. (Björn hreppstj. á Álfossi reið) —; 3. verðl. (20 kr.) fékk brúnn Runólfs í Saltvík (hestasveinn reið). Bæði dómurunum (M. St. landsh., L. E. Svb., J. Vídalín) og öðrum kom saman um, að langbeztur skeið- hesta þeirra, er reyndir vóru, mundi vera brúnn Jörgens Hansens í Hafn- arfirði; en fyrir klaufaskap þess manns, sem reið honum, hljóp hann upp á stökk þegar hann var nærri kominn að enda-marki skeiðvallar- ins; en samkvæmt reglum þeim, sem fyrirfram vóru settar fyrir skeiðinu, varð hann að teljast úr fyrir bragð- ið og mátti ekki koma til greina. Dað er ekki minni þörf á að æfa og temja riddarana, en reiðskjótana, til veðreiða. Á einu má hér orð hafa, sem stórlýtir hér veðreiðar, eins og allar reiðar hér; það er inn nauða-bjálfa- legi búraháttur að „lemja fótastokk- inn“. Það er eins og einhver fárána- legur þey tispj aldskraftur setjist i bifumar á flestum löndum, þegar þeir koma á hestsbak. Dað ætti að setja þa reglu við sérhverjar veð- reiðar, að hver hestur væri rækur af skeiðvelli ef riddarinn lemur fóta- stokk á honum. Detta er þjóðaró- siður svo afkáralega skemmilegur, að það þarf að koma honum af. Eéð til verðlauna höfðu ýmsir menn gefið (t. d. þeir herrar kaup- menn Bryde jun., H. Th. A. Thomsen, Jón Vídalín — 25 kr. hver — og ýmsir embættismenn og borgarar ýmsar upphæðir, samtals á 3. hndr. króna). Að afstöðnum veðreiðum tóku menn árbít, söfnuðust svo saman á flötinni sunnan við kyrkjuna og lögðu þaðan í prósessíu kl. 111/2; fór það óliðlega, því að þeir, sem henniáttu að stýra, kunnu ekki að því; svo bættist það slys við, að sá sémtek- ið hafði að sér að ganga í farar- broddi og vfsa leið, misti rænuna þegar hann kom í Aðalstræti, og viltist í óráði út Vesturgötu með megin fólksins á eftir sér, leiddi það þar í ógöngur, svo að menn urðu að klífa grindur og ríða görð- um til að brjótast inn á hátíðar- svæðið, sem var á Landakotstúninu. Það var allra einmæli, að fegurri hátíðarstað hefði eigi auðið verið að kjósa í nánd við bæinn, með útsýn- inu yfir Faxaflóa og inni undurfríðu fjallasýn kringinn í kring. Yfir Túngötu ofanverða var reist bogaport blómsveigum þakið, og átti prósessían að koma þar inn, en hún lenti í villum sem áður er getið. Á túninu vóru reist 15 tjöld og tvær búðir, ræðupallur hár, og danspallur helmingi stærri en í fyrra. Að afhallandi hádegi setti „for- seti dagsins“ (J. Ó.) hátíðina, minti á í hverju skyni hún væri haldin, benti á blíðviðrið sem merki þess að forsjónin hefði velþóknun á þessum degi; bað menn svo að minnastkon- ungs vors, Kristjáns ins níunda, sem Danaveldi, er vér værum einn hluti úr, ætti meira að þakka en flest riki ættu konungum sfnum, og sér- staklega mættum vér Islendingar á- valt minnast hans fyrir margt og mikið gott, einkum og sér í lagi á þessum degi. Var því svarað ineð nífóldu húrra-ópi og leikið á horn: „Kong Kristian stod ved hoien mast“. Þá mælti séra Þórhallur Bjarnar- son snjalt og skörulega fyrir minni íslands; kvað hann einart og huytti- lega að orði, og var það vel rómað. Kvað við nifalt „húrra“ á eftir, og

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.