Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 19

Læknaneminn - 01.03.1949, Blaðsíða 19
LÆKNANEMINN 19 Mœnusótt. Framhald af bls. .9. sé að mestu eða öllu horfið frá því aftur. Höf. kemst að þeirri niðurstöðu, að serumreaktionin tákni e. t. v. aðeins reaktion líkamans fyrir ó- specifiku antigeni af intestinal upp- runa, sem hafi líkingu við antigen poliomyelitis-viruss. Þá vaknar spurningin um samband þarna á milli, og hvaða mat beri að leggja á serologiskar reaktionir við mænu- sótt, og hvert hér sé um fleiri stofna viruss að ræða. IV. Mismunandi stoínar. Höfundur bendir á, að við lang- flestum spurningum og vafaatrið- um þessa liðar höfum við engin svör. Hann bendir m. a. sérstak- lega á hinar mismunandi myndir, er mænusóttarfaraldrar taka á sig á ýmsum stöðum og tímum, sem eru svo áþreifanlegar og alþekkt- ar, og þá, hvort hér sé um breyt- ingar á sóttvaldi eins og sama vir- usstofns, eða um mismuandi stofna að ræða. Hann stingur einnig upp á, að hér sé um serologiskt aðgreinda stofna að ræða, sem, líkt því, er þekkist við inflúenzu, valda sömu sótt, en ekki ónæmi fyrir nema einum stofni, þ. e. hinum sóttvalda, í hvert sinn. V. Rannsóknir á specifikri lækningu. Við ráðum ekki yfir neinni speci- fikri terapi gegn poliomyelitis. Að vísu eru ýmsar aðgerðir og lækn- ingar viðhafðar, sumar með óvé- fengjanlegum rétti og árangri, aðr- ar miður, og sumar eru allt að því blekkingar. Við höfum held- ur ekki á að skipa neinu profylakt- isku ráði, sem reynzt hefir virkt. Sannast að segja er vart til sá sjúkdómur, sem við stöndum jafn ráðþrota gagnvart og mænusótt. Það er því sýnilegt, að viðhorfið myndi gjörbreytast, ef slíkt ráð fyndist, hvort sem þar væri um að ræða biologiskt efni eða kemo- terapeutiskt efni með specifikri verkun. Grundvallarþýðingu hefir því, að rannsóknir fari fram á þessu at- riði, sem gæfu okkur eitthvert stefnuljós til áframhaldandi athug- ana. — Þá eru það þrjú höfuð- atriði, sem ber að hafa í huga, um verkunarmáta slíkrar lækningar, nefnilega: 1) Hægt er að hugsa sér efm, sem eyddi virus eða gerði líkam- ann ónæman fyrir honum, þ. e. a. s. algjörlega ,,preventivt“. 2) Einnig getur maður ímynd- að sér efni, sem í byrjun sóttarinn- ar myndi ráðast á neurotropan eiginleika virusins, en hann er við- sjárverðasta atriði infektionarinn- ar. Slíkt myndi þá vera annaðhvort með því að hindra honum aðgöngu að centraltaugakerfinu eða með því að stöðva hreyfingu hans eftir tauginni, sé hann búinn að ná þar fótfestu. 3) Loks er hægt að ímynda sér specifikt efni, sem neutraliseri eða eyði virusnum, hvar sem hann hef- ir hreiðrað um sig, og þá sérstak- lega í neuronunum. Til þessa hafa allar slíkar tii- raunir verið árangurslausar, en vonandi ber framtíðin eitthvað já- kvætt í skauti sér. VI. Bólusetning gegn mænusótt. Höf. bendir á, að enn þekkjum við enga hagnýta aðferð til fram-

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.