Heimili og skóli - 01.10.1983, Síða 22

Heimili og skóli - 01.10.1983, Síða 22
22 Hans Jörgen Gjessing Hagnýtar upplýsingar um lestregu Leiðbeiningar handa foreldrum I Hvað eru lestrar- og skriftarörðugleikar og hvernig þekkjast þeir? Guðrún Sigurðardóttir þýddi I. Aðstoð frá foreldrum er mikilvæg Samvinna Nú til dags er lögð aukin áhersla á samvinnu heimilis og skóla um nám barnsins. Sú samvinna þarf þóað veraenn meiri þegarum lestreg börn er að ræða. Þeirra vegna þarf samvinnan að vera hagnýt og oft til fleiri ára. Lestregir nemendur geta fengið góða hjálp í skólanum bæði hjá bekkjarkennara og sérkennurum sem hafa sérstaka þekkingu á lestrar- og skriftarörðuleikum. Bekkjarkennari hefur marga nemendur sem hann þarf að taka tillit til og þess vegna oft lítinn tíma til að veita hverjum og einum alla þá hjálp sem hann þarfnast. Stuðnings- kennari tekur því oft lestrega nemendur í einn eða fleiri tíma á viku. Reynslan sýnir að lestregirnemendurgeta tekið miklum framförum ef þeim er veitt sérstök aðstoð og nemandinn sjálfur finnur að hann hefur gagn af henni (fær áhuga). Rannsóknir og reynsla hafa aftur á móti sýnt að mörgum lestregum nemendum fer aftur þegar þessari hjálp lýkur. Því miður er fjárveiting til stuðnings- kennslu oft skorin við nögl og mörg börn þyrftu miklu meiri hjálp en þau fá. Fast skipulag samvinnu Ef aðstoðin á að vera áhrifarík og varanleg verður að koma á skipulagðri samvinnu milli heimilis og skóla. Slíksamvinnagæti orðiðtil þess að lestregir nemendur fái þann mannlega og námslega stuðning sem þau þurfa til að sigrast á erfiðleikum sínum. Stuðningur og hjálp foreldra, í samvinnu við starfslið skólans, getur þess vegna haft afgerandi áhrif á jákvæða þróun mála. Foreldrar hafa flestir sterka löngun til að hjálpa börnum sínum. Það er mikilvægur og góður grundvöllur. Þess verður þó að gæta að leggja ekki of hart að barninu. Skammir og nöldur hafa þveröfug áhrif við það sem þeim er ætlað. Ekki má heldur búast við skjótum og miklum árangri. Tíminn einn getur hjálpað. Það er hlutverk skólans að hjálpa börnum með námsörðugleika en skólinn veldur ekkí því hlutverki einn. Við verðum að hjálpast að. Þess vegna ráðleggjum við foreldrum barna með lestrar- og skriftarörðuleika að starfa með skólanum eins mikið og mögulegt er til að hjálpa börnum sínum. Með góðri aðstoð og leiðbeiningum frá skólans hálfu geta allir foreldrar tekið að sér þá hjálp sem heimilíð getur veitt.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.