Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 15

Á vakt fyrir Ísland - jún. 2018, Blaðsíða 15
Á vakt fyrir Ísland 15 Góð vinna hefur þegar verið unnin en óvænt bakslag kom í málið sem yfirlæknir okkar hefur þegar gert grein fyrir. Samkvæmt upplýsingum úr stjórnkerfinu er verkefnið fjármagnað. Boltinn er hjá Landlækni og verið er að leita leiða til þess að smíða kerfi hér- lendis sem áætlað er að ljúki innan árs. Verkefnið er gríðarlega brýnt og ljóst að myndi bæta utanumhald og inngrip í meðferð sjúklinga, sem og efla öryggi sjúklinga og bæta utanspítalaþjónustu. Með nýju verklagi frá yfirlækni um meðferð á sjúklingum með grun um áverka á hálsi og hrygg er áralöngu strögli um bætta vinnuferla lokið. Þess- ar nýju leiðbeiningar eru byggðar á vandaðri rannsóknarvinnu og líklega þær mikilvægustu fyrir okkur að styð- jast við í starfi. Mikilvægt mál sem nefna má eru vettvangsliðar. Afstaða LSS í því máli er skýr. LSS styður þéttingu nets vett- vangsliða sem lið í að efla og tryggja örugga utanspítalaþjónustu. LSS styður ekki að lögð séu niður launuð störf félagsmanna þar sem hægt er að reka og manna sjúkraflutningaeiningar. LSS geldur sérstakan varhug við að einingar vettvangsliða séu hugsaðar sem sparnaðarleið til að leggja niður og fækka sjúkrabílum. LSS lítur á slökkvilið landsins sem fyrsta valkost þegar kemur að hlutverki vettvangsliða. Unnið er að reglugerðarbreytingu þar sem umhverfi vettvangsliða verður skilgreint á viðunandi hátt. Verkefnin sem bíða okkar eru ærin. Pólitískur vilji til að efla bráðaþjónustu utanspítala á Íslandi virðist vera fyrir hendi. Við erum því í dauðafæri núna að færa upp á næsta stig þá mikilvægu heilbrigðis- og öryggisþjónustu sem við veitum. Til þess þurfum við góða menntun og þjálfun. Góða bíla og búnað. Rekstraraðilar sjúkraflutninga þurfa bætt samningsumhverfi þar sem hægt verður að gera ráð fyrir framþróun og gæðamálum. Við þurfum sérstaka miðstöð utanspítalaþjónustu sem hefur með umsýslu málaflokksins að gera, rannsóknar- og vísindavinnu, faglegan stuðning og læknisfræðilega ábyrgð. Til að svo geti orðið þarf að efla embætti yfirlæknis utanspítala- þjónustu. Vonandi verður sjúkraflug bætt enn frekar og að sjúkraþyrla með sérhæfðri áhöfn gjörgæslu (með bráðatækni og lækni), svokallað HEMS (helicopter emergency medical service) verði að veruleika. Fleiri atriði mætti örugglega nefna og alsendis óvíst hvort sum þeirra klárist endanlega í síbreytilegu umhverfi. Fag- deildin hefur reynt eftir fremsta megni að beita sér fyrir úrbótum og framförum í öllum þessum málaflokkum. Að lokum er rétt að geta þess að allt samstarf við yfirlækni utanspítalaþjón- ustu, fulltrúa rekstraraðila sjúkraflutn- inga og skólastjóra Sjúkraflutninga- skólans hefur verið með miklum ágætum, byggt á trausti og virðingu. Ég þakka af heilum hug traust til að leiða fagdeildina undanfarin fjögur ár og gott samstarf. Ég óska stjórn LSS, stjórn fagdeildar sjúkraflutninga- manna og stéttinni allri heilla í þeim verkefnum og áskorunum sem bíða. Njáll Pálsson, fráfarandi formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS. Starfsárið 2017 var með miklum blóma eins og síðustu ár hjá félagsmönnum LSS. Mikill fjöldi félagsmanna sótti námskeið eða nám hérlendis og erlendis á síðasta ári. Útborgaðir styrkir á árinu voru yfir tíu milljónir með föstum kostnaði en þar innifalið er bókhaldskostnaður og kostnaður til skrifstofu vegna reksturs sjóðsins. Sjóðinn skipa í dag Eyþór Rúnar Þórarinsson formaður, frá LSS, Guðjón S. Guðjónsson frá LSS og Ellisif Tinna Víðisdóttir og Þorsteinn Karlsson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Í byrjun árs lá það meginverkefni fyrir að endurskipuleggja sjóðinn þ.e.a.s. úthlutunarreglur, vinnureglur, form umsókna og gegnsæi bókhalds. Við þessa vinnu hafa nefndarmenn átt gott samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga og stjórn LSS. Með þetta að vopni og þá meginreglu að allir fái styrk sem eiga rétt á því en að sama skapi lækka styrk- upphæð til tiltekinna verkefna þá teljum við að komið sé gott jafnvægi á sjóðinn fyrir starfsárið 2018. Meðal verkefna sem sjóðurinn styrkti á síðasta ári er para- medicnám og Ems today í Bandaríkjunum og Kaupmanna- höfn. Slökkviliðsmenn fóru á námsstefnur eins og ARRF í Bandaríkjunum, námskeið í Manchester á Englandi og nokkrir kynntu sér bruna í jarðgöngum í Noregi. Minni nám- skeið nutu einnig vinsælda félagsmanna, s.s. námskeið hjá Bráðaskólanum. Félagsmenn eru almennt duglegir að sækja sér viðbótarmenntun og umsóknum frá þeim um styrkveitingu berast víðs vegar af landinu. Þess má geta að starfsmenntunarsjóðurinn kom að ráðstefn- unni „Á vakt fyrir Ísland” sem var mjög metnaðarfull og glæsileg í alla staði. Með aðkomu sjóðsins og fjölda góðra styrkja frá fyrirtækjum var hægt að tryggja frían aðgang félagsmanna. Með góðri kveðju, fyrir hönd starfsmenntunarsjóðs, Eyþór Rúnar Þórarinsson formaður Starfsmenntasjóður Úthlutunarreglur sjóðsins má finna á heimasíðu Landssambandsins www.lsos.is en umsóknir eru afgreiddar á fundum sjóðsins fjórum sinnum á ári.

x

Á vakt fyrir Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Á vakt fyrir Ísland
https://timarit.is/publication/1850

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.