AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 51

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1997, Blaðsíða 51
Hugleiðingar um GALLERI- REKSTUR OG VIÐSKIPTALIF Sjálfstæöir sýningarsalir sem sýna og selja myndlist - svokölluö gallerí - eru ekki ýkja gömul fyrrbæri. Þau urðu til á 19. öld, í kjölfar iðnbyltingar, og komu að mestu leyti í staðinn fyrir þá fjársterku aðals- menn sem áður voru helstu verndarar og styrktar- aðilar myndlistarmanna. Mörg gallerí hafa leikið mikilvæg hlutverk í myndlistar- sögunni. Á seinni hluta I9. aldar hélt galleríjöfurinn Durand-Ruel lífinu í mörgum málurum franska Im- pressjónismans með því að selja umdeild verk þeirra á Ameríkumarkaði. Um leið lagði hann grunninn að mörgum frægum einkasöfnum í Vesturheimi. Annað franskt galleri, Bernheim-Jeune, sem enn er við lýði, hélt á lofti verkum þeirra Van Goghs og Cézanne, þeg- ar enginn vildi af þeim vita. Og þýski galleríeigandinn Kahnweiler var bakhjarl og velgjörðarmaður kúbista og átti mikinn þátt í að útbreiða kenningar þeirra. Allar göt- ur síðan hafa gallerí verið eðlilegir milliliðir milli myndlist- armannna og almennings, svo og milli myndlistar- manna og listasafna. Galleríin kappkosta að hafa upp á hæfileikaríkum listamönnum á öllum aldri, en helst af yngri kynslóð, og koma þeim á framfæri, ennfremur að draga fram í dagsljósið óþekkt verk þekktra listamanna. Þetta hafa þau náð að gera með vönduðum sýningum og sýningarskrám, jafnvel i formi bókaútgáfu. Einnig hafa þau tekið að sér að vekja athygli fjölmiðla og fag- tímarita á listamönnum og kynna verk þeirra bæði fyrir opinberum listasöfnum og efnuðum listaverkasöfnur- um - í sumum tilfellum hafa galleríin verið með efnilega myndlistarmenn á launum til margra ára meðan þeir hafa verið að þroska hæfileika sína. Á íslandi hafa aðstæðurtæplega leyft svo umfangsmik- inn gallerírekstur. íslenskt þjóðfélag er svo smátt i snið- um að myndlistarmenn hafa vanist á að sjá alfarið um eigin sýningar. Sömuleiðis hefur listáhugafólk vanist á að hafa beint og milliliðalaust samband við myndlistar- menn. Verð á íslenskum listaverkum hefur ekki heldur fylgt annarri verðlagsþróun, hvorki hér né erlendis. Allt þetta, og ýmislegt fleira, hefur verið íslenskum gallerí- um til trafala og gert þeim erfitt fyrir að starfa á sama grundvelli og erlend gallerí. Rekstur þeirra hefur því að mestu leyti falist í umboðssölu listaverka og/eða upp- boðum. Þetta hefur svo aftur haft í för með sér að íslenskir lista- menn hafa eytt dýnætum tíma og peningum í að halda sýningar og selja verk sín, sem ekki lætur öllum vel, auk þess sem fræðslu- og kynningarþátturinn, sem er svo ríkur þáttur í gallerístarfsemi annars staðar, hefur oftast þurft að mæta afgangi. Samt hafa íslensk gallerí lagt mikið af mörkum til mynd- listarflórunnar í landinu. í Gallerí Borg, Nýhöfn, Galleri Svart á hvítu og nú síðast í Ingólfsstræti 8 hafa margir íslenskir listnnenn tekið sín fyrstu spor eftir myndlistar- brautinni, og þar hafa margir listunnendur fengið mynd- listarbakteríuna. í Ijósi aðstæðna á íslenskum gallerí- og listaverkamark- aði er ekkert undarlegt þótt ýmsir aðilar í myndlistargeir- anum leiti sér liðsinnis í einkageiranum. Fyrir því eru mörg fordæmi, innlend og þó einkum erlend. Úti í heimi eiga einkafyrirtæki af ýmsum toga náin samskipti við gallerí, allt frá því að birta auglýsingar sínar reglulega í sýningarskrám þeirra uppí það að láta galleríin sjá um allar myndskreytingar innan vébanda fyrirtækjanna. Sum einkafyrirtæki, einkum miðlunarfyrirtæki eða fyrir- tæki á sjónmenntavettvangi, hafa jafnvel litið á samstarf af því tagi sem mikilvægan þátt í símenntun starfsfólks. Starfsfólk þeirra öðlast innsýn í myndlistarsöguna og hugarheim samtímalistamannasem það mundi annars fara á mis við, og sú innsýn hefur oftar en ekki orðið til að örva hugarflug og efla sköpunargáfu þess, sem síð- an skilar sér í frjórri umræðu innan fyrirtækja. Sú afstaða fyrirtækjanna hefur svo aftur orðið til þess að rækta manneskjuleg viðhorf á vinnustöðum og skapa þeim jákvæða ímynd út á við. í Bandaríkjunum þykirfyr- irtækjum t.d. akkur í að halda samkomur af ýmsu tagi innan vébanda safna eða sýningarsala og veita á- kveðnum listamönnum brautargengi með styrkjum eða kaupum á verkum þeirra. í dag eiga mörg þessara fyr- irtækja listaverkasöfn sem margfaldast hafa að verð- mæti. Svo fremi sem framsækin fyrirtæki eru tilbúin að þiggja ráð kunnáttumanna á myndlistarvettvangi, getur allt samstarf af þessu tagi verið myndlistarlífinu jafnt sem fyrirtækjunum sjálfum til framdráttar. 49 AÐALSTEINN INGÓLFSSON LiSTFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.