Arkitektúr og skipulag - 01.06.1990, Blaðsíða 68

Arkitektúr og skipulag - 01.06.1990, Blaðsíða 68
HLIÐ AÐ SJÓNDEILDARHRINGNUM Áfangar Richards Serra í Viöey Umfjöllun: AÐALSTEINN INGÓLFSSON listfræðingur Eins og tíundaö hefur veriö í fjölmiðlum ó undanförnu misseri, höfum við nú eignast umfangsmikið umhverfislistaverk eftir bandaríska myndlistarmanninn Richard Serra úti í Viðey: dtjón stuölabergssúlur sem standa tvœr og tvcer saman og liggja hringinn í kring- um vesturhluta eyjarinnar. Verkiö er gjöf Serras til íslend- inga og seft upp í tengslum við Listahótíð 1990. Magnús Snœdal Svavarsson, tceknifrceðingur hjá Reykjavíkur- borg, sá um uppsetninguna og hefur listamaðurinn lokið miklu lofsorði á hans hlut. Er Serra þriðji rýmis- listamaðurinn af naumhyggjuskólanum sem tekur ástfóstri við íslenskt landslag, en áður hafa bceði Richard Long og Donald Judd komið hingað til að vinna og skoða sig um. Hver er svo þessi Richard Serra og hverrar náttúru er þetta verk sem nú biasir við okkur Reykvíkingum úti á Sundum? í dag eru fáir listamenn umtalaðri en þessi snaggaralegi og ákaflyndi „mannvirkjafrceðingur" frá San Francisco (f. 1939), sem þeytist á milli Oslóar, Parísar, Grenoble og Reykjavíkur til að reisa risastóra stálskúlptúra eða skipuleggja umhverfislistaverk. En allt of oft gengur það umtal ekki út á óvéfengjanlegt framlag Serras til nútíma þrívíddarlistar, heldur tíðar og margháttaðar útistöður hans við opinbera aðila í Bandarikjunum. í fyrra gerðist það að yfirvöld fjarlcegðu rúmlega 20 metra langa og um 4 metra háa stálplötu, „Hallandi boga" (Tilted Arc ), eftir Serra sem komið hafði verið fyrir á Federal Plaza í Manhattan árið 1981, eftir langvarandi deilur um ágceti þess og staðsetningu. Allar götur síðan hefur Serra haldið því fram að með þessu hafi verkið í raun verið eyðilagt og reynt að leita réttar síns með öllum tiltœkum ráðum, en án árangurs. Um skeið var ekki um annað rcett í helstu listatímaritum heims heldur en þessa meðferð á Serra og verki hans. Nú hafa úfar einnig risið um skúlptúr sem Serra hefur gert fyrir Yale háskóla og í ofanálag hafa orðið nokkur slys á mönnum við uppsetningu á þungum og fyrirferðarmiklum verkum hans. Því fer það orð af Serra að hann sé óbilgjarn og beinlínis „hcettulegur" listamaður. Sjálfum gremst honum þetta orðspor svo mjög að hann hefur nánast snúið baki við heimalandi sínu. Nú býr Serra á afskekktum stað t Nova Scotia í Kanada og leggur drög að skúlptúrum fyrir evrópska aðdáendur sína, sem sœkjast eftir verkum sem samlandar hans virðast ekki vilja hafa nálœgt sér. Það segir kannski sína sögu að árið 1985, þegar New York—búar deildu hvað mest um „Hallandi boga", sló Mitterand forseti Frakklands Serra til riddara í listum. Flest skúiptúrverk Serras eru ágeng verk: því verður ekki á móti mœlt. Við erum vön því að geta gengið í kringum skúlptúra, hafa yfirsýn yfir þá, drottna yfir þeim. Serra reisir yfirleitt feiknastór ein- ingaverk úr stáli sem gnœfa yfir okkur, þrengja að okkur eða hafa okkur að leiksoppi. Þau eru eins og framlenging á borgarlandslaginu, í senn ógnandi og umfaðmandi. Því er Ijóst að verk Serras í Viðey, sem hlotið hefur nafnið Áfangar, er um flest óllkt því sem hann hefur áður gert, eins og listamaðurinn viðurkenndi fúslega í samtali fyrir skömmu. Útlit verksins og umfang rœðst af náttúrunni, ekki borgar- umhverfí, og uppistöður þess, stuðlabergssúlurnar frá Hrepphólum í 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Arkitektúr og skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.