Eiðakveðja - 01.09.1921, Qupperneq 7

Eiðakveðja - 01.09.1921, Qupperneq 7
3 „hver einn bær á sína sogu sigurljóð og raunabögu", heldur er það heilög opinberun um fegurð, mátt og um- hyggju þeirrar móðurástar, sem Ijet okkur fæðast hjer. Enginn íslendingur mun svo við vitum hafa unnað íslandi meir en Eggert Ólafsson. Hann sjer lífið í ljómanum af því og hreint, mál þess lifnar á tungu hans. Þegar hann er að koma heim, finst iionum það senda höfrungana á móti sjer til þess að fagna sjer og fuglarnir fljúgi á hafsbrún með kveðju í söng og kvaki. Hann líkir íslandi við þá, er á hjarta hans, ýmist unnustu eða móður. En þetta gjörir hann jafnframt skarpskygnari á það, er að henni amar. Brjóst- ið er fult af sársauka er hann leggur henni þessi orð í munn: Hvar eru jurtir heiða? Hvar en dýru grös? Bygð er orðin eyða, úldnar blóm í kös, fagrir runnar finnast síst, upp úr jörðu bergið blæs, bjarg úr sjónum skýst. Sina dygða dofa dafnar túnum í; sáðmennirnir sofa, sjerðu glögt af því, síður kunni klungrin gróf annað gefa en mylsnu, mold, mosa’ og geitaskóf. Hann sjer suddadrungaanda dragast um loftið yfir íslandi og byrgja fyrir sól. Þeir breiða þokuvængi sína yfir fjöll og dali og raula vöggubrag, svo að eymd ríki hið neðra „ellegar svefninn endalaus". Þar fann ættjarðarást hans hlutverk sitt: að rjúfa sortann og hreinsa andrúmið. Hann kvað og vann þangað til uppgönguaugun sáust og blámi af nýjum og bjartari degi.

x

Eiðakveðja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eiðakveðja
https://timarit.is/publication/1329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.