FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 5

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 5
endurskoðendur sjá sig sem fagstétt, hlutverk þeirra og þróun til framtíðar" segir hann og bætir svo við með áhersluþunga: „Það er alveg klárt að það er þörf fyrir stéttina - því meiri þekking og eining um hlutverk hennar- því meira gagn getum við gert". Brugðust endurskoðendur? Við erum komin á alvarlegu nóturnar og ræðum hrunið. „Það er fjöldinn allur af fólki sem hefur misst eigur sínar, aleiguna og jafnvel meira til" segir hann. „Það hefur falið ákveðnum aðilum á markaðnum þessar eignir sínar og talið að endurskoðendur hefðu eftirlit með þeim. Það er nú svo að þegar maður er reiður þá þarf maður útrás og í þessu tilviki þá liggjum við endurskoðendur vel við höggi. Umræðan snýst mikið um að eftirlitsaðilar hafi brugðist og því ekki hægt að útiloka endurskoðendur sem eftirlitsstétt frá því. Ef stéttin hefur átt að bera ábyrgð, þá þarf hún að sjálfsögðu að sæta henni líka eins og allir sem taka á sig ábyrgð. „Þó er erfitt að finna sökudólga eða alhæfa um að eitthvað sé einhverjum að kenna nema hægt sé að benda á samhengi milli orsaka og afleiðingar" segir hann hugsi. Lærdómsferill „Ég velti Ifka vöngum yfir því hvort almenningur og endurskoðendur séu að skilja hlutverk endurskoðenda á sama hátt - eða telur almenningur að þeir gegni mun víðtækara hlutverki en þeir telja sig í raun gera? En það er ekki hægt að breyta leikreglum eftir á - þess vegna þurfa allir, almenningur, viðskiptalífið og endurskoðendur að sammælast um hlutverk endurskoðenda. Hvað áttu menn að gera, gerðu þeir það, hefðu þeir átt að gera eitthvað annað? Þetta eru spurningar sem þarf að svara og skerpa með því hlutverk endurskoðenda - þetta er lærdómsferill sem leggja þarfa í að greina" segir hann alvarlegur í bragði. Dráttarvélar og hestamennska Nýjasta áhugamál Þóris er að kaupa gamlar dráttarvélar og gera þær upp. „Það byrjaði þannig að ég og sonurinn áttum að slá í kringum sumarbústaðinn með lítilli sláttuvél" segir hann og hlær. „Nú eigum við þrjá traktora, frá tímabilinu 65-70, sem við erum að dunda við að koma í gott lag. Annars eru það hestarnir sem frítíminn hefur farið í svona gegnum sneitt en Margrét er mikil hestakona og áhuginn hefur komið með henni. Við eigum hesthús í Mosfellsbæ og nokkra hesta" segir hann, en vill ekki fara nánar út í þá sálma. „Skemmtilegustu ferðir sem ég hef farið eru langferðir um landið - en við höfum farið vestur á Strandir ríðandi og haldið okkur sem mest í óbyggðunum" segir hann ákafur og hallar sér fram. „Það er alltaf verið að tala um að halda eigi landinu í byggð en mér finnst eiginlega að ég hafi fengið staðfestingu á því, í þessum ferðum, hve óbyggðirnar eru dýrmætar. Það er nefnilega ákveðinn sjarmi í því að það séu til óbyggð svæði, eða eyðisvæði sem eiga samt merkilega sögu að baki." Svo man hann eftir því að hann á að vera mættur einhvers staðar, sprettur á fætur og kveður snaggaralega eins og hans er háttur. Áhrif endurskipulagningarfjárskulda á reikningsskil Jóhann loan Constantin Solomon er löggiltur endurskoðandi og starfar hjá KPMG hf. Mörg fyrirtæki hafa séð sig knúin á undanförnum mánuðum til að setjast að samningaborði með kröfuhöfum til að finna lausnir á skuldavanda sínum. Kröfuhafar vilja gjarnan forða lífvænlegum fyrirtækjum frá gjaldþroti og í þessu sambandi er horft til ýmissa lausna sem miða meðal annars að því að koma eiginfjárhlutfalli fyrirtækjanna í viðunandi horf og renna frekari stoðum undir grundvöll fyrir áframhaldandi starfsemi fyrirtækjanna. Meðal lausna má nefna eftirgjöf krafna, að hluta eða öllu leyti, breytingar á skilmálum lánasamninga, útgáfa nýrra skuldaviðurkenninga í staðinn fyrir þær eldri og breyting fjárskulda í hlutafé. Yfirleitt er þessum aðgerðum, ásamt öðrum, blandað saman í heildarlausn á skuldavanda fyrirtækjanna. Þannig getur ein lausn falið í sér að hluti af fjárskuldum sé felldur niður og skuldarinn gefi út nýjar skuldaviðurkenningar og forgangshlutabréf fyrir restina af fjárskuldunum. Endurskipulagning fjárskulda felur yfirleitt í sér verulegar breytingar á fjármagnsskipan fyrirtækja sem gera þarf grein fyrir í reikningsskilum. Vegna þessa vakna óhjákvæmilega mörg og flókin reikningshaldsleg álitamál sem ber að meðhöndla í samræmi við þau lög og reglur sem gilda um gerð og framsetningu reikningsskila. Því þurfa bæði stjórnendur fyrirtækja og kröfuhafarað hafa þessi lög og reglurtil hliðsjónar og gera sér grein fyrir áhrifum af beitingu þeirra á rekstrar- og efnahagsreikning í tengslum við mismunandi útfærslur FLE blaðiðjanúar2010 • 5

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.