Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 50

Iðjuþjálfinn - 01.06.1993, Blaðsíða 50
Björk Pálsdóttir iðjuþjálfi hjálpartækjamiðstöð TR 48 BREYTINGAR Á HJÁLPARTÆKJAREGLUM TRYGGIN GASTOFNUN AR Reglur Tryggingastofnunar um hjálp- artæki hafa tekið töluverðum breyt- ingum frá ársbyrjun 1992. Eg ætla að kynna þessar breytingar í megindrátt- um, ástæður þeirra og hvaða árangur hefur orðið á þessum breytingum. Skv. 39. grein laga um almannatrygg- ingar þá setur tryggingaráð reglur um hjálpartæki. Almennu reglurnar eru þær að veitt eru hjálpartæki til þeirra er búa í heimahúsi. Skilyrði fyrir hjálpartækjum eru minnkuð færni, sjúkdómar og/eða aldur. Aðallega er um að ræða hjálpartæki til sjálfsbjarg- ar, öryggis, þjálfunar og meðferðar. BREYTINGAR ÁRSBYRJUN 1992 Fjárveiting til hjálpartækja var dregin saman um 100 millj. kr. eða um 20% milli ára 1991 og 1992. Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins vegna hjálaprtækja 1991 var rúmlega 500 millj.kr., þannig að fjárveiting fyrir 1992 var 400 millj.kr. Til að ná þessum samdrætti var regl- um um hjálpartæki breytt. Við þær breytingar var haft í huga að skera ekki niður þar sem um frumþarfir væri að ræða. Breytingarnar fólust í eftirfarandi: - Almennt meira aðhald/strangari reglur, t.d. takmarkanir við fjölda á ákveðnu tímabili (t.d. ein hulsa fyrir gervilim á ári, eitt gervibrjóst á ári). - % hlutfall TR lækkað í tækjum, t.d. mörg baðhjálpartæki, vinnu- og hvíldarstólar í 60%, sem áður var 70/100%', smá hjálpartæki t.d. við matargerð úr 70% í 50%-. - Fast hámarksverð á tækjum auk ákveðins %-hlutfalls (viðmiðunar- verð fundið). - Greinarmunur gerður milli lífeyris- þega og annarra, þannig að aðrir en lífeyrisþegar þurfa að taka meiri þátt í greiðslum á sumum hjálpartækjum t.d. sykursýkisbúnaði og stomavör- um. - Hætt að styrkja sum hjálpartæki, t.d. teygjusokka, baðmottur. Arangurinn eftir árið var samdráttur um rúmlega 50 millj.kr. Auk sparn- aðar vegna áðurgreindra aðgerða, jókst endurnýting hjálpartækja á árinu 1992. BREYTING 1. JANÚAR 1993 Hjálpartæki fyrir aldraða á öldrunarstofnunum: 1. janúar 1993 tók í gildi ný reglugerð frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu um greiðslur öldrunar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.