Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 41

Peningamál - 01.11.1999, Qupperneq 41
framt er tölusett verðbólgumarkmið skýr mælikvarði á frammistöðu ECB. Þannig eykur það gagnsæi pen- ingastefnunnar. Samkvæmt skilgreiningu bankaráðs ECB ríkir verðstöðugleiki þegar árshækkun sam- ræmdrar vísitölu neysluverðs á evrusvæðinu (HICP) er minni en 2%. Þessu markmiði skal ná til mið- lungslangs tíma (e. medium term) sem felur í sér að verðbólga umfram 2% kann að samrýmast mark- miðinu ef hún stendur einungis yfir um skamma hríð. Orðalagið „minni en 2%“ myndar skýr efri mörk þeirrar verðbólgu sem samrýmist verðbólgumark- miðinu. Notkun orðsins „hækkun“ gefur til kynna að verðhjöðnun samrýmist ekki verðstöðugleika. Þessi skilgreining bankaráðsins er á svipuðum nótum og þær skilgreiningar sem seðlabankar margra aðildar- ríkja höfðu stuðst við á undanförnum árum. Hin samræmda vísitala neysluverðs sem stuðst er við var upphaflega búin til til þess að mæla hver að- ildarríkja Evrópusambandsins stæðust skilyrði Maastricht-sáttmálans um aðild að EMU. Talsverð umræða hefur að undanförnu farið fram um jákvæða meðalskekkju verðlagsvísitalna, þ.e. að þær gefi til kynna að verðbólga sé meiri en hún í raun er. Ástæð- ur þessa eru aðallega tvær. Annars vegar er erfitt að meta gæðabreytingar á vörum og því hætt við því að slíkar breytingar séu vanmetnar. Hins vegar taka vísitölur sem eru skilgreindar sem verð ákveðinnar körfu af vörum og þjónustu ekki með í reikninginn að neytendur bregðast við hlutfallslegum verðbreyt- ingum með því að minnka kaup sín á vörum sem hækka meira en aðrar. Þar sem hin samræmda neysluverðsvísitala er ný af nálinni eru ekki til gögn nægilega langt aftur í tímann til þess að hægt sé að meta stærð slíkrar skekkju af neinni nákvæmni. Hagstofa Evrópusambandsins (e. Eurostat) hefur lagt töluverða vinnu í að lágmarka hugsanlega skekkju í vísitölunni. Því er líklegt að skekkja HICP-vísitöl- unnar sé eitthvað minni en í sambærilegum vísitölum annarra ríkja. Rökin sem hníga að því að nota vísitölu neyslu- verðs frekar en annars konar verðlagsvísitölu, s.s. vísitölu framleiðsluverðs, eru að framleiðsluferillinn endar með neysluvörum og þjónustu. Verð allrar ann- arrar vöru og þjónustu, s.s. framleiðsluvöru, er því byggt inn í neysluverðsvísitöluna. Notkun hennar er einnig heppileg sökum þess að almenningur veitir vísitölu neysluverðs jafnan meiri athygli en öðrum verðlagsvísitölum. Notkun samræmdrar neyslu- verðsvísitölu auðveldar stjórnvöldum peningamála að meta verðlagshorfur á evrusvæðinu öllu, eins og þeim ber skylda til, fremur en í ákveðnum löndum. Með yfirlýsingu bankaráðsins um að verðstöðug- leika skuli náð til miðlungslangs tíma er átt við að peningastefna skuli vera framsýn og að hvorki sé mögulegt né æskilegt að koma í veg fyrir allar skammtímabreytingar á verðlagi. Sveiflur í heims- markaðsverði hrávöru, s.s. olíu, geta valdið skamm- tímabreytingum á verðlagi sem ekki er æskilegt að peningastefna bregðist of harkalega við. Með því að einbeita sér að þróun verðlags til miðlungslangs tíma er lögð áhersla á framsýna stefnu sem bregst við aðsteðjandi hættum. Peningamagnsviðmiðun Verðbólga er í grundvallaratriðum peningalegt fyrir- bæri. Almennt er viðurkennt að samband er á milli verðbólgu og vaxtar peningamagns þótt deilt sé um orsakasamhengi og getu seðlabanka til að stýra peningamagni. Eftir töluverðar umræður og mála- miðlanir ákvað bankaráð ECB að veita vexti pen- ingamagns verulega athygli við mótun peningastefnu bankans. Í því skyni hefur bankaráðið sett tölulegt viðmiðunargildi fyrir vöxt peningamagns (M3). Hið tölusetta markmið byggir á velþekktri líkingu sem kveður svo á að margfeldi verðlags og landsfram- leiðslu sé jafnt margfeldi peningamagns og veltu- hraða peninga (PY=VM). Samkvæmt þessari jöfnu ráðast breytingar verðlags af þremur þáttum: hag- vexti, vexti peningamagns og breytingum á veltu- hraða peninga. Skilyrði fyrir því að jafnan sé til stað- ar nothæf viðmiðun er að breytingarferli veltuhraða sé stöðugt, þ.e. að breytingar á veltuhraða séu jafnar, stöðugar og þar með fyrirsjáanlegar. Þegar breytinga- ferli veltuhraða er stöðugt verður vöxtur peninga- magns öflugt teikn um framtíðarverðlagshorfur. Það að ECB skuli hafa kosið að nota vöxt M3 sem viðmiðunargildi fyrir peningastefnuna helgast fyrst og fremst af því að veltuhraði M3 hefur verið tiltölulega stöðugur á evrusvæðinu.3 Viðmiðunar- gildið þarf að samrýmast markmiði evrukerfisins um verðstöðugleika og er því ákvarðað með hliðsjón af skilgreiningu bankaráðsins á verðstöðugleika, þ.e. hækkun neysluverðlags sem er minni en 2%. Þar að auki þarf viðmiðunargildið að samrýmast hagvexti og breytingum á veltuhraða peningamagns. Banka- ráðið gerir ráð fyrir að meðalhagvöxtur á evrusvæð- 40
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.