Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1986, Page 116
Tímarit Máls og menningar sannleikurinn sé aleþeia eða „afhjúpun“ Verunnar, að möguleikar hennar og þar með okkar sjálfra séu leiddir í ljós. Orðalag Þorsteins um að „líf hvers manns ætti . . . að geta verið listaverk, bara ef hann fengi að lifa því til fulls,“7 rennir stoðum undir þetta því það er einmitt í listaverkinu sem sannleikurinn er að verki, samkvæmt Heidegger, „sannleikurinn sem af- hjúpun á sambandi manns og heims, sannleikurinn sem afhjúpun veru- leikans.“8 Eg þykist vita að Þorsteinn myndi seint kannast við þessi áhrif frá Martin Heidegger og notkun hans á sannleikshugtakinu sumstaðar í Skírnisgrein- inni sýnir glöggt að þessi áhrif rista allavega ekki djúpt. Lítum á eitt dæmi. I einum útúrdúrnum víkur Þorsteinn stuttlega að grein eftir séra Gunnar Kristjánsson um „Ritskýringu og túlkun Biblíunnar.“9 I þessari grein segir Gunnar m. a. frá guðfræðingum sem telja að guðspjöllin séu ekki „vísinda- legir textar“, heldur hafi þau verið saman sett „í kerygmatískum tilgangi.“ Kaflinn, sem Þorsteinn hnýtur um, er svohljóðandi: Ef guðspjöllin væru borin saman við leikrit Shakespeares um Hinrik V. annars vegar og hins vegar við sagnfræðilega ritgerð um sama konung, þá ættu guðspjöllin meira skylt með hinu sögulega leikriti. Vissulega er hér ekki um fullkomlega sambærilega hluti að ræða. En bæði leikritið og guðspjöllin höfða til tiltölulega víðtæks hóps manna með myndrænni og leikrænni tjáningu, þar sem tilgangurinn er að koma á framfæri ákveðnum boðskap og ákveðnu áliti. Og afgreiðsla Þorsteins: Allt þetta merkir eitt og aðeins eitt á mæltu máli: presturinn trúir ekki ritningunum fremur en ég. Hann heldur að það sé ósatt sem þar stendur skrifað, og er ekki að sjá að honum bregði mikið þegar það dettur upp úr honum. A hinn bóginn er heimspekin ambátt sannleikans, hins einfalda og óbrotna sannleika. . . . Það kann að vera að trúleysi sé ekki gott. En trúleysi sem þykist vera trú er viðurstyggð.10 Þorsteinn hefur sjálfsagt ætlað sér að slá á létta strengi með þessari athuga- semd, en málið er alvarlegra en svo að það sé við hæfi. Og þetta getur orðið honum dýrt spaug, því ég sé ekki betur en að þau sannindi sem Gunnar segir felast í guðspjöllunum og Þorsteinn hæðist að, séu af sama toga og sannindin sem sannmæliskenningin krefst, eigi hún að ganga upp. Sú túlkun Þorsteins, að orð Gunnars feli í sér trúleysi, er fráleit. Lítum nánar á hvað í henni felst. Ef guðspjöllin eiga meira skylt með listaverki en fræðiriti, þá þýðir það að þau segja ósatt og sá sem heldur því fram er trúleysingi. Það er engu líkara en Þorsteinn taki hér upp hanskann fyrir þröngsýnustu bókstafstrúarmenn, eins og þá sem vilja láta kenna sköpunar- söguna til mótvægis við þróunarkenninguna í skólum. Þetta gerir Þorsteinn 378
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.