Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1962, Blaðsíða 52
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Það er fallegur og fínlegur hlutur sem hefur legið í hulstrinu, lítil skamm- byssa, mest til skrauts, að því er bezt verður séð, leikfang, en þó trúlega ekki með öllu hættulaus. Nú skín hún milli fingranna á Ingiríði. Hún rannsakar hana af forvitni: hún er hlaðin, það sér hún. Hún ýtir líka undir gikkinn, obboð lítið. Svo brosir hún við leikfanginu, stingur því í barminn, brosir við sjálfri sér í speglinum. Ef ungi maðurinn í þungu þönkunum sæi þá spegilmynd, ætti hann bágt með að þekkja þar aftur sinn hvinnska gest. Hún er svosem ekki nein betli- stúlka lengur, miklu fremur lítil greifynja í fínlegasta rókókóstíl, svo indæl að allri sköpun, að ekki einu sinni þúsundþjalasmiðurinn hefði þurft að skamm- ast sín fyrir hana, sönn prýði á hvaða grímuballi sem vera skal. Og ákafinn og fjörið í henni, og hvað henni liggur á! Hingað fljótt með kápuna,*frú Gross- man, og hvar er bíllinn, herra dansherra? Er hún hrædd um að ljósadýrð grímuballsins slokkni áður en hún kemst þangað til að dansa, til að láta dást að sér, hlæja — hlæja lyst sína? Eða trúir hún kannski á nýja samfundi — sem hún getur aftur látið fara að sinni vild og eftir duttlungum síns óstýriláta hjarta? Samfundir urðu það vissulega. Bíllinn strýkst á fleygiferð framhjá ungum manni sem hraðar sér þvert yfir torgið. En hvorki sér hún hann, né hann hana. Hann gengur í áttina til völundarhússins: óróleikinn rekur hann áfram, af enn- þá meira miskunnarleysi, vegna þess að hann veit ekki alminlega, hvar hann á að leita. Það eina sem hann hefur til að reiða sig á er hótelið með fína nafn- inu, aðsetursstaður frú Grossman. Svo hann leggur leið sína þangað um rang- ala völundarhússins, gengur inn í kaffistofuna sem er ennþá eyðilegri en vant er, ekki einu sinni frú Grossman til að prýða vegginn fyrir endanum. Aðeins einn gestur er þarna inni, stúlka — og fyrst, þegar hann sér hana, hrekkur hann við. Það er ekki sú sem hann er að leita að, en gæti verið tvíburasystir hennar. Og þó svipar þeim saman aðeins í einu, en það svipmót er líka alls- ráðandi: neyð. Nú kemur þjónninn, ungi maðurinn krefst upplýsinga og er bent með ólund á dyr þar sem gengið er inn í innri salarkynni hótelsins. Hann fer upp stiga og stendur augliti til auglitis við frú Grossman. Og þær upplýsingar sem hann vill fá eru látnar í té með svo blíðu brosi, að veikt endurskin af því leikur um varir hans sj álfs. Farin aftur á grímuballið! Heilabrot hans, óróleiki, hryllisýnir höfðu verið út í bláinn. Frú Grossman sýnir honum herbergi stúlkunnar, og svo sannar- lega vitnar hér allt um þann glaða asa sem er undanfari þess, að fólk bregði 242
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.