Landneminn - 01.12.1938, Blaðsíða 8

Landneminn - 01.12.1938, Blaðsíða 8
$ LANDNEMINN n Hvað á að æskumenn? gera fyrir atvinnulausa Yíðíal víð Lúðvíg Guðmundsson. Ritstjóm Landnemans ftefuv beðið Lúð~ víg Guðmundsson um álit fians og til~ löguv um váðstafaniv, ev geva bevi vegna atvinnulausva œskumanna. Fava fiév á eftiv spuvningav vitstj. og svöv L. G. HVAÐA ráðstafainir álítið þér heppiiegar til þess að bæta úr atvinnuleysi æskunnar? „Aldursskeiðið 14—18 ára er um- brota-, þroska- og undirbúningsár. Á þessum tíma nær æskumaðurinn kyn- þroska; skapgerð hans og siðgæðisvit- und mótast, lífsvenjur festast og viljinn stælist - til góðs eða ills. Á þessum árum ræðst framtíð flestra. — Mót- un hins unga manns er háð viðfangs- efnum hans. Og vaxandi æskumaður krefst verkefna, — stórra viðfangsefna. Fái hann þau ekki á sviði atvinnulífs eða skóla, leitar hann þeirra annars- staðar, — jafnvel utan við markalínu laga og réttar. Pað er jjví heilög skylda þjóðfélags- ins að sjá um, að engan æskumann skorti hæfileg, heilbrigð viðfangsefnji, vinnu eða nám, eða hvorttveggja. Fái æskumaðurinn hvorugt, og gangi hann iðjulaus, eða lifi eftir kenningunni um, að „betra sé illt að gera en ekkdrt", er nokkurnveginn víst, að eitthvað í honum brenglast, eða brestur að fullu, og hann verður eigi sami maður eftir sem áður. Krafa æskunnar um vinnu eða nám, eða hvorttveggja, er því dkki aðeins réttlætanleg, heldur sjálfsögð og heilbrigð, iogj í fullu samræmi við brýn- ustu lífsþarfir Jrjóðarinnar. - Með hliðsjón af [jví, sem nú hefir verið sagt, á nám og vinna æskumanna, 14 18 ára, að svo miklu leyti, sem unnt er, að vera þáttur í undirbúningi að æfistarfi þeirra. Ráðstafanir þær, sem hið opinbera gerir um þessi efni, eíga því fyrst og fremst að vera uppeldis- legar og vil ég nefna hér nokkrar: 1. Tryggja að allir, sem lokið hafa barnaskólanámi og hafa til þess heil- brigði, líkamlega og andlega, eigi kost á framhaldsnámi, — einnig þeir, sem ekki hafa áhuga á bóknámi. bessu marki má bezt ná með því að efla gagnfræða- og almenna ungmennaskóla bæjanna og stofna í þeim vinnudeildir, þar sem megináherzlan sé lögð á verk- legar námsgreinir, svo sem tré- og málmsmíði, meðferð mótora, grundvall- aratriði sjómannafræðinnar, ýms hagnýt vinnubrögð, er lúta að sjómennsku og fiskiveiðum, hagnýta handavinnu stúlkna, matreiðslu o. fl. (Vísir að slíkri vinnudeild var stofnaður í Gagnfræða- skóla ísafjarðar haustið 1935, og hefir starfað síðan, 5 mán. á hverjum vetri, með 20—30 nemendum. Hlutfallslega jafnstór vinnudeild í Reykjavík mundi hafa 260—400 némendur) Að vorlagi og á sumrin starfræki skólarnir náms- skeið í ræktunarstörfum o. fl. 2. Koma upp ungmennadeild við vinnumiðlunarskrifstofur, — fyrst og fremlsft í Reykjavík, — er hafi Jjað hlut- verk að útvega ungmennum (14—18 ára) hæfilega vinnu, og veiti þeim leið- sögn um val framtíðarnáms og -starfa. 3. Stofna vísi að stöð til hæfileik'a- eða hæfniathugana (Psykoteknisk stofn- Lúðvíg Guðmundson un) í sambandi við Atvinnudeild há- skólans. 4- Endurskoða iðnnámslögin og koma upp verklegum forskóla í iðnnámi. 5. Styðja hverskonar starfsemi ungra manna, er miðar að aukinni framleiðslu og veitir þeim atvinnu og heilbrigt vinnuuppeldi, t. d. jarðrækt. En rauði þráðurinn í þessu öllu er sá: að öll ungmenni, — jafnt börn ríkra sem snauðra, stúlkur sem piltar, — hafi, og skuli hafa, næg þroskandi við- fangsefni með höndum, vinnu eða nám, eða hvorttveggja“. „Hverjir eiga að yðar áliti að kosla þessar framkvæmdir?“ „Hið opinbera ríki, bæjar- og sveitarfélög. Æskan er framtíð þeirra, — og einsj iog þau sá til nú, svo munu þau og uppskera í framtíð". „Hvað segir erlend og innlend 'reyinsla í þessum efwum?“ „Pað er ríkjandi skoðun meðal er- lendra uppeldisfræðinga, er ég þekkj til, að ráðstafanir vegna starfa ung- menna, 14—18 ára gamalla, skuli hvíla á uppeldisgrundvelli. Víða um lönd hefir hin almenna skólaskylda verið hækkuð á síðari árum, jafnvel upp að 16 ára aldri. Sumstaðar erlendis er ung- mennum, sem eru iðjulaus, gert að skyldu að fara' til náms og vinna í sér- stökum verknámsstofnunum, unz þeim á ný hefir tekizt að fá fast starf, eða hefja varanlegt nám. — íslenzk feynsla í þessum efnum er lítil, en það sem hún nær, hygg ég að hún fari í sömu| átt og áður greinir?“ „Hvað álítið þér ,að eigi að gera til þess að tryggja ungmennium yfir 18 ára aldur, atvinmu?“ „í sama mæli sem hin aldraða kyn- slóð víkur af vinnumarkaðinum til elli- hvíldar, og æskan undir 18 ára aldri fer til aukins náms og undirbúnings undir manndómsárin, — að sama skapi rýmist á vinnumarkaðinum fyrir hina. En jjeim, sem eru á manndómsskeiði og bera verða þungar byrðar og vera for- sjá og fyrirvinna heimila, á að tryggja fyrsta rétt í allri launaðri vinnu. — í siannleika fæ eg með engu móti skilið þá reginfirru, að nokkur fullgild- lUr, vinnufús maður, skuli vera atvinnu- laus á Islandi! Q8()/o — iníutíu og átta hundruðustu, — eru enn óræktaðir af jjví landi hér, sem ræktanlegt er! Og sveitirnar að tæmast! Og kaupstaðirnir yfirfyllast af atvinnulausu fólki, sem lep- ur dauðann úr skel, á mölinni við sjó- inn, sem er fullur af mat! Og það nýjasta nýtt: atvinnulausiír inenn í lítt; numdu kostalandi, sem get- ur framfleytt margfaldri núverandi íbúatölu Jjjóðarinnar, eru í alvöru farnir að hugsa um að leggja leið sína yfir hnöttinn og nema þar land hjá andfætl- ingum vorum á Nýja Sjálandi! — Hví- lík öfugmæli! — En ef nú æska íslenzkra sveita er eins áfjáð, — sem raun virðist bera vitni, — í ,að hafa vistaskipti og kom- ast á mölina, væri þá ekki reynandi fyrir æsku bæjanna, sem hefir þegar fengið sig fullsadda af malarsælunni, að hefja nýtjt Iandnám í sveitunum?

x

Landneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Landneminn
https://timarit.is/publication/886

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.