Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 52

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 52
52 mest sex smástrákar á íyrsta ári; 6 ára koma drengirn- ir í barnagarðinn og 7—8 ára inn í alþýðuskólann, eða æfingaskólann. J>au börn, sem koma frá barna- stofunni inn í æfingaskólann, liafa uppeldi sitt við kennaraskólann og búa í barnastofunni. í barnastof- unni stunda lærimeyjarnar í 4. deild börnin, 4 í einu í 30 daga. Að öðru leyti er föst barnfóstra við barna- stofuna, en yfirumsjón liennar hefur forstöðukonan. |>ær lærimeyjar, sem eiga að stunda hin minnstu börn, verða að sofa í sama herbergi og pau, par sem hinar hafa sjerskilið svefnherbergi. Um pann tíma, sem læri- meyjakandídatarnir starfa í barnastofunni, purfa pær ekki að kenna við æfingaskólann, en verða að mæta 2 stundir í kennslustundum á kennaraskólannm frá kl. 8—10 á morgnana; meðan sjer barnfóstran um börnin. Ríkið borgar árlega40 kr. með hverju barni til klæða, bóka •og annara nauðsynja; pað, sem á vantar meðgjöf peirra, leggst á útgjöld kennaraskólans. J>au börn, sem tekin eru inn í barnastofuna, eru jafnaðarlega föður- og móð- urlaus; pau hafa pví engu að tapa, en allt að vinna. J>au börn, sem eru undir 6 ára aldri, og eru ekki enn pá tekin inn í barnagarðinn nje æfingaskólann, eru lát- in vera að ýmsum leikjum í barnastofunni. Hin eldri börn mega smátt og smátt venjast á að gera við föt sín og sópa herbergin og lijálpa til við önnur störf lieimilisins. Námsmeyjarnar og barnfóstran gera við klæði barnanna, og við máltíðirnar matast nokkrar peirra mað börnunum. Maturinn er sóttur í eldhús kennaraskólans. í>egar námsmeyjarnar eiga að byrja starf sitt í barnahúsinu, fá pær reglur hjá forstöðu- konunni um hvað og hvernie pær eigi að meðhöndla börnin. Kennslan í líffærafræði og heilsufræði er tekin ;sem upplýsing og útskýring við hina praktisku kennslu lærimeyjanna í meðferð ungbarnanna.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.