Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 38

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Side 38
38 II. Kennaraskólarnir á Fiunlandi eru tvenns konar: samansettir og aðskildir. Hinir samansettu liafa 2 deildir, eina fyrir karlmenn, aðra fyrir konur. í liverri þessara deilda fyrir sig fer kennslan fram í sjerstökum lierbergjum. Hinir aðskildu skólar eru stofnaðir, annaðhvort eingöngu fyrir karla eða konur. Hinn sami kennslu- grundvöllur gildir fyrir hvoratveggja skólana. Kennaraskólarnir eru byggðir par, sem loptslag er hollt og landið er fagurt með stöðuvötnum og skógi, og •ætíð svo nálægt smábæ, að peir lærisveinar, sem ekki búa á kennaraskólanum, geti hindrunarlaust búið í bæn- um. Jyváskylákennaraskóli liggur í miðju landi, Sor- davalakennaraskóli austur í landi, Nýkarlabæjarkennara- skóli í vesturpartinum og Eykanesskennaraskóli suður í landi, sá skóli stendur í beinu sambandi við höfuðstað- inn Helsingjafoss, má fara par á milli á stuttum tíma eptir járnbraut. Yið hvern kennaraskóla, sem karlmenn eru á, er plöntugarður ásamt með akri, engi og skógi. Við hvern kennaraskóla er stofnaður barnaskóli eða æfingarskóli, barnagarður og ungbarnastofa. Á öllum kennaraskólunum er heimavist (Internat). Á hinum samsettu kennaraskólum eru optast 45 heima- sveinar og heimastúlkur jafnmargar, eru pví alls 90 heimavistir, en á liinum aðskildu kennaraskólum eru að ■eins 30 heimavistir; á peim eru peir af landsmöunum, sem mæla á sænsku, en peir eru miklu færri en peir, sem íinnsku mæla. Auk heimasveina og heimastúlkna sækja kennaraskólann margir bæjarnemendur(Externer), eru peir opt eins margir og lieimanemendur, og stund- um fleiri. Loks eru nokkrir, sem sækja kennaraskól- ana, sem að eins hlusta á kennsluna, en ekki eru spurðir út úr kennslugreinunum, og álítast ekki fastir nemend-

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.