Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 15

Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Page 15
15 sem optast er mjög óliollt fyrir börn og unglinga, er einatt eru heyrnarvottar og ávallt móttækileg fyrir hvað. sem þau heyra. Hvílíkur munur á heimilisbragnum, þar sem það er gert að reglu að nota tómstundirnar til andlegra starfa, unguin og gömlum til skemmtunar og uppbyggingar með því að lesa fræðandi bækur, eða þar sem menn lifa líkara skepnum en monnum, hugsunar- laust, nema um munn og maga, og tala um ekkert við börnin, og hafa ekkert það fyrir þeim, sem víkk- að gæti sjóndeildarhring þeirra, eða menntað sálu þeirra. Vjor íslendingar höfum ekki annað að flýja en til bókanna til að skemmta oss. Kostum því kapps um, að gjöra öllum þær sem aðgengilegastar með því að vanda lestrarkennsluna. Til þess að lestrarkunnátta nái tilgangi sínum, þarf að benda börnunum á, að þau læri ekki að lesa, að eins til að vera lœs, heldur til þess að brúka lestrarkunnáttu sína eptir á til að afla sjer meiri menntunar og andlegs unaðar. Sá, sem kennir barui lestur, hefur mörg og góð tækifæri til að örfa og glæða menntafýsn þess, og benda því á, 1 hvaða bókum það geti fengið henni fullnægt, og það er skylda hans að gera það. J. p.

x

Tímarit um uppeldi og menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um uppeldi og menntamál
https://timarit.is/publication/134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.