Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1984, Qupperneq 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1984, Qupperneq 3
TÍHAItlT— 41} IXH.IIMAHM.V 3. HEFTI 34. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1984 ÞARF AÐ SETJA ALMENN SKAÐABÓTALÖG Á ÍSLANDI? SíSastliðið vor voru sett í Danmörku almenn skaðabótalög, „Lov om erstatningsansvar nr. 228 af 23. maj 1984“. [ lögunum eru ýmis mikilvæg nýmæli, m.a. (1) nýjar reglur um ákvörðun bóta fyrir líf- og líkamstjón, (2) reglur sem leysa 25. gr. vátryggingarsamningalaga af hólmi, (3) regla um bótaábyrgð launþega, (4) almenn regla um heimild til að lækka skaðabætur á grundvelli velferðarsjónarmiða og (5) reglur um hve mikinn hluta skaða- bóta hver hinna bótaábyrgu beri, þegar fleiri en einn eru skaðabótaskyldir vegna sama tjóns. Með setningu dönsku skaðabótalaganna hafa öll ríki Norðurlanda nema ísland fengið sérstök lög um skaðabætur utan samninga. Norðmenn riðu á vaðið árið 1969, Svíar settu skaðabótalög 1972 og Finnar 1974. Um norsku og sænsku skaðabótalögin má vísa til greina, sem birtust [ Tímariti lögfræðinga 1977 og 1980 („Almenn skaðabótalög á Norðurlönd- um“). Norrænu skaðabótalögin stuðla að sumu leyti að samræmi í skaða- bótarétti á Norðurlöndum en að öðru leyti ekki. Sú spurning rís, hvort lögfesting almennra skaðabótareglna f næstu grann- ríkjum íslands eða aðrar ástæður kalli á samsvarandi löggjafaraðgerðir hér á landi. Almennt má telja æskilegt að sem mest samræmi sé [ löggjöf ríkja, er hafa mikil samskipti. Á það sjónarmið einnig við um lög á sviði skaða- bótaréttar. Hins vegar nægir það sjónarmið eitt ekki sem rök fyrir því, að íslendingar breyti réttarreglum sínum til samræmis við erlenda löggjöf. Á því sviði, sem hér um ræðir, er auk þess ekki fyrir að fara samræmdum skaða- bótalögum annars staðar á Norðurlöndum. Þó að ýmsar mikilvægar bótareglur séu í settum lögum, hvílir íslenskur skaðabótaréttur, eins og alkunna er, að miklu leyti á ólögfestum reglum. íslenskir dómstólar hafa á þessari öld og þó sérstaklega á síðustu áratugum bæði myndað reglur um grundvöll bótaskyldu og ákvörðun bótafjárhæðar. Hefur í flestu verið fylgt almennum bótareglum eins og þær hafa verið ann- ars staðar á Norðurlöndum, einkum dönskum. Þegar á heildina er litið, má fullyrða, að íslenskum dómstólum hafi tekist vel að skera úr deilumálum um 121

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.