Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 40

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 40
inn skilning stjórnvöld í þeim lönd- um sem eiga verulega skóga, sýna verndun þeirra; stjórn Costa Rica leggur mikla áherslu á verndun og skynsamlega nýtingu sinna skóga, meðan stjórnvöld í mörgum löndum Suður-Ameríku hafa hingað til sýnt lítinn vilja til að sporna við eyðingu Amasonskóganna. Eins og oft haml- ar skilningsskortur, fjárskortur og mannfæð því að hægt sé að ákveða og framfylgja stefnu um skynsamlega nýtingu og verndun. Auk þess er vandamálið ekki síður erfitt viðfangs vegna þess hve stuttur tími er til stefnu. Eins og þegar hefur verið minnst á, er greinilegt að regnskógar eru mjög misleitir hvað tegundafjölbreytni varðar, þ.e. sum svæði eru miklu auð- ugri að tegundum en önnur. Líffræð- ingar hafa lagt áherslu á að reyna að kortleggja þau svæði, því margir telja að þau hafi gegnt lykilhlutverki í teg- undamyndun og útgeislun tegunda eftir ísöld. Þessi svæði eru sett í for- gangsflokk um friðun. Tegundagrein- ing er hins vegar aðeins á færi sér- fræðinga og þeir eru sárafáir í hita- beltinu. í Equador, sem vitað er að á sérlega fjölskrúðuga flóru, er til dæm- is aðeins starfandi einn einasti grasa- fræðingur. Sem betur fer, eru margar alþjóða- stofnanir nú farnar að taka við sér og líklegt er að þessi mál muni á næstu árum fá mun meira vægi í alþjóða- samskiptum en nú (sjá t.d. World Resources Institute 1985 (í Myers 1986) og Holden 1988). Brasilíustjórn hefur sett þær reglur að stórfyrirtæki sem ryðja skóg til grasræktar verði að taka frá jafnstórt skógarsvæði til verndunar (Lovejoy o.fl. 1983). Ýmis fyrirtæki, þar á meðal íslenska álfé- lagið hafa nú hætt að kaupa trópískan harðvið. í hitabelti nýja heimsins hef- ur Costa Rica verið í fararbroddi. I lok þessa árs (1989) verður búið að taka um fjórðung landsins frá sem þjóðgarða. Stærstur hluti þessa lands eru regnskógar og þurrir hitabelt- isskógar (Lewin 1988). Vísindamenn leggja nú áherslu á að finna leiðir til nýtingar skóganna sem samrýmast verndun, enda er það víða eina raun- hæfa stefnan ef koma á í veg fyrir algera eyðingu þeirra. Arið 1986 var búið að friða alls 400.000 km2 af regnskógi (Myers 1986), þó víða sé friðunin aðeins í orði en ekki í verki Það var sagt í upphafi þessarar greinar að regnskógar væru flestum framandi heimur. Hitinn, rakinn og óttinn við sjúkdóma hröktu menn burt og regnskógar voru lengur ókannaðir en flest önnur svæði jarðar. Þó freist- uðu þeir landkönnuða og ævintýra- manna, því mönnum hefur alltaf fund- ist dulúð, jafnvel ógn, stafa frá frum- skógunum. Ef til vill er það vegna þess að hvergi annars staðar birtist máttur hinnar lifandi náttúru með meiri mikilfengleik og hvergi annars staðar skynjar maðurinn jafnglöggt þann ægikraft sem hún býr yfir. Hvergi er lífskraftur náttúrunnar öflugri, frjósemi hennar gjöfulli eða fjölbreytileiki meiri. Regnskógar hita- beltisins eru einstakir. Það yrði óbæt- anlegt og ómetanlegt tjón ef þeir verða þurrkaðir út af yfirborði jarð- ar. ÞAKKIR Arnþór Garðarsson og Helgi Björnsson lásu grein þessa yfir í handriti og komu með margar gagnlegar ábendingar um það sem betur mætti fara. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Síðast en ekki síst vil ég þakka Jóni Baldri Sigurðssyni, prófessor við Singaporeháskóla, ógleymanlega og ómetanlega leiðsögn um regnskóga í námsferð líffræðinema til Malasíu sumarið 1988. 34

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.