Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 21
hafi verið stórlega vanmetinn og gætu skógar innsta hluta Amazon, vestan undir Andesfjöllum, reynst vera auð- ugustu skógar heims að tegundum. Gerð, lagskipting og gróska Lífheimur regnskóganna er þrívíður og sá sem gengur eftir skógarbotnin- um sér ekki nema lítinn hluta hans (2. mynd). Stök tré ná allt að 60 m hæð (Richards 1952) en aðallaufþakið er aldrei svo hátt uppi. Mjög algengt er að stóru trén séu með eins konar þil sem geisla út frá neðsta hluta stofnsins (3. mynd). Ef til vill gera þilin þessi stóru tré stöðugri en rótarkerfi þeirra liggur yfirleitt grunnt í jarðveginum. Af jörðu niðri má horfa upp eftir þráðbeinum greinalausum trjábolun- um og sjá hvernig þeir greinast allt í einu í breiða laufkrónu þegar komið er upp í ljósið í 45-55 m hæð. Ofarlega í laufþykkninu glittir í ásætur og ef til vill í apafjölskyldu á ferð milli greina. Fuglar sjást lítið af jörðu niðri en þeir halda sig mest í aðallaufþykkninu. Upp eftir trjástofnunum hlykkjast snúnar trjákenndar klifurplöntur (líönur) en blöð þeirra eru miklu hærra. Rætur kyrkifíkussins sjást en blöð hans ekki. Skil ljóss og skugga eru skörp þegar litið er upp í lauf- þykknið og blöðin sýnast ýmist svört eða verða skærgræn þegar sólargeisl- 3. mynd. „Þil“ neðst á bol Term- inalia subspathulata (Combr- etaceae). Takið eftir hvað ræt- urnar liggja grunnt. Myndin er tekin í Grasagarðinum í Singa- pore. Buttresses on the trunk of Terminalia subspathulata (Combretaceae). Note the shal- low lateral roots. Singapore Botanic Gardens. Ljósm. photo Þóra Ellen Þórhallsdóttir. 15

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.