Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 1989, Síða 18
kg/m2 (350-600 tonn/ha) eða að jafn- aði nálægt 40 - 45 kg/m2 (Whittaker 1975, Desmukh 1986). Samkvæmt Myers (1980) nær lífþyngdin 100 kg/m2 í gróskumestu skógum Borneó og hef- ur mælst mest næstum 120 kg/m2 í Panama. Framleiðni á flatareiningu lands er hugsanlega um þrisvar til fimm sinnum meiri en í skógum tempraða beltisins (Whittaker 1975, Whitmore 1984, Myers 1984). Regnskógarnir eru töluvert hærri en laufskógar Evrópu og Norður Am- eríku sem samkvæmt Richards (1952) ná oft 30 en sjaldan 45 m hæð. Lauf- þak skóganna í Asíu er gjarnan í um 45 - 50 m hæð en stök tré teygja sig hærra, oft upp í um 60 m. Hæstu tré sem mæld hafa verið í regnskógum Suðaustur-Asíu eru Koompassia excelsa (ertublómaættar, 83,8 m) og Dryobalanops aromatica (Dipterocar- paceae, 67,1 m, Whitmore 1984). Þetta eru þó ekki hæstu tré jarðar; strandrisa- furan {Sequoia sempervirens) í Kali- forníu getur náð yfir 100 m hæð og Eucalyptus tré í Ástralíu sömuleiðis. Til samanburðar má geta þess að Hall- grímskirkjuturn er um 75 m hár. Tré hitabeltisins eru heldur ekki stærstu tré jarðar. Þótt þau séu hávax- in, verður bolurinn sjaldan mjög sver. Stór tré af ættinni Dipterocarpaceae vega nálægt 100 tonnum (Myers 1980), en stærstu risafururnar, Sequoia- dendron giganteum, í Kaliforníu eru meira en tíu sinnum þyngri, eða yfir 1000 tonn. Fjölbreytni tegunda Nú munu þekktar um 240.000, eða nálægt kvartmilljón, tegundir blóm- plantna eða dulfrævinga. Af þeim eru ekki nema um 50.000 í norðurhluta tempraða beltisins - og þar af aðeins um 415 á íslandi. í hitabeltinu vaxa hins vegar tvær af hverjum þremur tegundum, eða nálægt 160.000 teg- undir (Ayensu o.fl. 1984, Davis o.fl. 1986). Flestar eru taldar vera í Amer- íku, allt að 100.000. í Asíu eru um 35.000 tegundir og í Afríku um 30.000 (Ayensu o.fl. 1984). Enn hærra hlut- fall burkna lifir í hitabelti, eða 11.000 af 12.000 þekktum tegundum (Ayensu 1984). Annars eru þessar tölur óná- kvæmar því hitabeltisflóran er frekar illa þekkt og víst er að aðeins hluta hennar hefur enn verið lýst. Líklega kemur það mörgum á óvart að enn skuli vera uppgötvaðar árlega margar áður óþekktar tegundir líf- vera. Þar vega skordýr langþyngst en árlega er lýst um 20.000 nýjum teg- undum. Þessar áður ókunnu lífverur eru alls ekki allar litlar eða smásæjar. Af plöntum má taka dæmi frá Jamaica sem er fremur lítil eyja, að flatarmáli um tíundi hluti af stærð íslands. Nú eru í flóru eyjarinnar taldar um 3.000 tegundir innlendra og innfluttra blómplantna og er rúmur fjórðungur einlendur (þ.e. finnst hvergi utan Jamaica). Flóran er talin vel þekkt miðað við flórur annarra hitabeltis- landa en nýleg könnun (Kelly 1988) leiddi eigi að síður í ljós 47 áður óþekktar tegundir blómplantna. Ný spendýrategund var síðast uppgötvuð 1982 og frá 1934 til 1975 var t.d. lýst 134 áður óþekktum fuglategundum (Diamond 1985), þar af 17 tegundum á árunum 1970 til 1975. Yfirgnæfandi meirihluti þessara nýuppgötvuðu líf- vera lifir í hitabeltinu. Af flokkum dýra er tegundafjöldi skordýra langmestur en jafnframt er minnst um þau vitað. Áætlanir um fjölda skordýrategunda í hitabeltis- skógum eru mjög breytilegar. Ayensu o. fl. (1984) telja t.d. heildarfjölda tegunda vera um 2 milljónir og 3A þeirra í hitabelti en aðrir ætla fjöldann miklu meiri. Hæstu áætluðu tölur eru 12

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.