Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 13
hans. Þorbjörn var gerður að heiðurs- doktor við Raunvísindadeild H.í. árið áður, og margskonar önnur viður- kenning var honum veitt, m.a. stór- riddarakross Fálkaorðunnar haustið 1973 og verðlaun úr sjóði Ásu Guð- mundsdóttur Wright sama ár. Þorbjörn var einstaklega heilsteypt- ur og traustur maður, sem mjög gott var að vinna með, og var jafnan mjög jákvæður og nærfærinn í umræðu um menn og málefni. Sjálfur var hann jafnvígur á margar greinar fræðilegrar eðlisfræði, tilraunaeðlisfræði, stærð- fræði og rafeindatækni, en vissi vel að ekki voru allir svo fjölhæfir. Honum tókst fljótlega að sjá út þá eiginleika hvers og eins samstarfsmanns, sem best gátu nýst í verkefnum stofnunar- innar, og studdi þá til dáða á því sviði, en reyndi ekki að krefjast af þeim af- reka umfram getu. Hans eigin aðferð- ir við lausn fræðilegra verkefna, hvort heldur var í kennsluefni eða rann- sóknum, voru nokkuð minnisstæðar að því leyti að hann hafði yfirleitt ekki mikinn áhuga á því hvort viðkomandi verkefni eða eitthvað áþekkt því hefði verið leyst áður. Hann settist bara niður með blýant og blað, byrjaði á þeim grundvallarlögmálum eðlisfræði og stærðfræði sem við áttu, og linnti ekki fyrr en lausn var fundin. Oftast var hún rétt. Þorbjörn var afar greiðvikinn og ör- látur við samstarfsmenn og þá sem til hans leituðu af einhverju tilefni, svo sem stúdenta, uppfinningamenn, og erlenda vísindaleiðangra. Af slíkum Ieiðöngrum má sérstaklega nefna há- loftarannsóknir franskra aðila, sem fram fóru á Mýrdalssandi um 1964 og vöktu mikla athygli landsmanna. Not- uðust þær bæði við stóra loftbelgi og eldflaugar. Gjarnan afhenti Þorbjörn öðrum árangur vinnu sinnar að vís- indaverkefnum án þess að ætlast til að þess væri getið við skýrslugerð. Þótt starfið væri honum jafnan efst í huga og hann teldi þar ekki eftir sér að leggja nótt við dag þegar því var að skipta, átti hann einnig ýmis áhuga- mál sem hann vann að í frístundum ásamt fjölskyldu sinni, og bar skóg- rækt þar að líkindum hæst. Eðlisfræðistarfsemi á íslandi stend- ur í ævarandi þakkarskuld við Þor- björn Sigurgeirsson. Fyrir tíð hans var því varla trúað að rannsóknir á þessu sviði ættu hér neinn vettvang sökum fámennis þjóðarinnar og annarra að- stæðna, en hann sýndi fram á að þær væru ekki aðeins mögulegar, heldur gætu þær bæði gert þjóðinni verulegt gagn og lagt markverðan skerf til al- þjóðlegra vísinda. Eru nú um 150 meðlimir í Eðlisfræðifélagi íslands, margir þeirra við hagnýt eða aka- demísk rannsóknastörf, og var Þor- björn gerður að heiðursfélaga þess 1987. Framlag hans styrkti einnig stöðu skyldra greina eins og jarðeðlis- fræði, stjarnfræði, stærðfræði og efna- fræði, þótt þar hafi fleiri brautryðj- endur komið við sögu. Þorbjörn kvæntist hinn 19. júní 1948 Þórdísi Þorvarðardóttur prests á Stað í Súgandafirði, hinni ágætustu konu. Eru synir þeirra Þorgeir verkfræðing- ur f. 1949, Sigurgeir kennari, f. 1950, Jón Baldur verkfræðingur f. 1955, Þorvarður vélstjóri f. 1957 og Arin- björn verkamaður f. 1961. Blessuð sé minning Þorbjörns Sig- urgeirssonar. 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.