Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 11

Náttúrufræðingurinn - 1989, Page 11
2. mynd. Segulsviðsmælirinn „Móði“ (Flugmóði), upphafleg gerð. Fyrir aftan er sjö rása segulbandstæki til upptöku á merkinu frá mælinum og ofan á því er klukka með ná- kvæmum sveifluvaka. Flún var fyrsta tækið með samrásum, sem smíðað var við Raunvís- indastofnun, og voru þær þá mjög dýrar. Th. Sigurgeirsson’s continuously recording proton magnetometer for airborne measurements (1967). Ljósm. photo Porbjörn Sigur- geirsson. skyni við Eðlisfræðistofnunina, en tæknilegir örðugleikar komu í veg fyr- ir að árangur næðist að sinni. Porbjörn hafði frétt af því 1963-64 að segulsviðsmælingar yfir úthafs- hryggjum gæfu athyglisverðar niður- stöður er varpað gætu ljósi á tilurð hryggjakerfisins. Beið hann ekki boð- anna, en hóf mælingar yfir Reykjanesi og Surtsey úr þyrlu 1965. Birtist hluti niðurstaðna hans af Reykjanesi í riti Vísindafélags íslendinga 1967, þar sem hann kynnti það einnig hvernig hinar nýju segulmælingar voru al- mennt að breyta skoðunum manna um jarðsögu úthafssvæða. Þorbjörn smíðaði síðan segulmæl- ingatæki af alveg nýrri gerð, sem tók því eldra að mörgu leyti fram. Þetta tæki, Móða (2. mynd), setti hann í málmhólk til þess að hengja neðan í flugvél, og notaði það við skipulegar mælingar á segulsviði yfir öllu íslandi, er hófust vorið 1968. Þorbjörn hafði aflað sér flugréttinda og sá að miklu leyti sjálfur um að prófa tækið og fljúga með það. Margir íslenskir vís- indamenn, tæknimenn og stúdentar störfuðu með honum að þessu verk- efni um lengri og skemmri tíma, og fengu ýmsir þar sína fyrstu eldskírn í rannsóknastörfum, stundum við að- stæður sem gátu virst nokkuð glæfra- legar. Lauk mælingunum 1980, og komu þær út á níu kortblöðum (1:250.000) sem hafa gefið marghátt- aðar upplýsingar um jarðfræðilega byggingu og aldur landsins. Síðan 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.