Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 10

Náttúrufræðingurinn - 1989, Side 10
1. mynd. Segulsviðsmælirinn „Magni“. Við mælingar utanhúss bar mælingamaður hann framan á sér og kassa með rafhlöðum á baki. Mælineminn var spóla utan um flösku með vatni sem borin var á langri stöng. Fyrstu fjórir stafir aflesturs komu fram á „dekatron" lömpum en sá fimmti á straummæli. Tfi. Sigurgeirsson'sproton precession mcignetometer (1959). Ljósm. photo Leó Kristjánsson. starfssvið Eðlisfræðistofnunarinnar væri víkkað út til fleiri raungreina og henni breytt í Raunvísindastofnun Háskólans. Hann var formaður bygg- inganefndar húss stofnunarinnar við Dunhaga, er tekið var í notkun 1964- 66, og sat í stjórn stofnunarinnar til 1975 sem forstöðumaður Eðlisfræði- stofu. Þótti hann ómissandi í nefndum og öðru stjórnunarstarfi á vegum deildarinnar og Háskólans, vegna þess hve hann var tillögugóður, víð- sýnn og laginn við að ná árangri. Upp úr bergsegulmælingunum fékk Þorbjörn hug á að mæla segulsvið í djúpum borholum, og smíðaði mjög nákvæmt tæki til þess um 1959. Notaði hann í það transistora, sem voru þá tiltölulega nýkomnir fram á sjónar- sviðið. Segulmælingatækið, sem hann kallaði Magna (l.mynd), var síðan notað lengi til almennra mælinga á segulsviði jarðar, bæði í stöðinni í Leirvogi og við jarðhitaleit á vegum Orkustofnunar. Ur rannsóknum Þor- björns á bergsegulmagni spratt einnig áhugi á að nýta geislavirkni tiltekinna frumefna í gosbergi til þess að mæla aldur bergsins, og setti hann fyrstur manna fram hugmyndir um nýtt af- brigði aðferðar til þess haustið 1962. Var hafin smíði mælitækja í þessu 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.