Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 9

Náttúrufræðingurinn - 1989, Qupperneq 9
rannsóknum sínum í atómvísindum, með ársdvöl erlendis um 1952, og fylgdist alla tíð síðan vel með í þeim málum, m.a. í tengslum við setu í stjórn norrænu eðlisfræðistofnunar- innar Nordita 1967-72. Einna merkastar af þeim rannsókn- um sem hann hóf á Rannsóknaráðsár- unum má telja bergsegulmælingar hans frá 1953, ásamt Trausta Einars- syni. Áttuðu þeir sig á því strax og þeir kynntust þessari rannsókna- aðferð, hversu gagnleg hún gæti verið hérlendis til kortlagningar jarðlaga, og einnig að mælingar á segulstefnu bergs hefðu mikið gildi í alþjóðlegu samhengi. í vísindaritum er enn verið að vitna í greinar Þorbjörns á þessu sviði, vegna gildis rannsókna hans fyr- ir mælitækni og þróun nýrra hug- mynda í bergsegulmælingum, sem síð- ar áttu m.a. þátt í því að landreks- kenningin var endurvakin í breyttri mynd. Árið 1957 hóf Þorbjörn starfrækslu segulmælingastöðvar í Leirvogi, til rannsókna á breytingum jarðsegul- sviðsins. Island er mikilvægur staður til slíkra rannsókna vegna legu þess í norðurljósabeltinu. Útheimti það mjög mikla vinnu að finna heppilegt land undir slíka stöð fjarri truflandi áhrifum, koma þar upp húsum og fín- gerðum tækjakosti, og stilla tækin þannig að niðurstöður yrðu eins og til var ætlast. Þorbjörn sá sjálfur um rekstur stöðvarinnar fyrstu fimm til sex árin. Eftir ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf 1955 var mikill áhugi á friðsamlegri nýtingu kjarnorkunnar, og varð Þorbjörn formaður Kjarn- fræðanefndar Islands er hún var stofn- uð skömmu síðar. Beitti nefndin sér fyrir margháttuðum athugunum og framkvæmdum þau ár sem hún starf- aði; má m.a. rekja starfsemi ísótópa- stofu Landspítalans til þess, en einnig var til dæmis könnuð hagkvæmni á framleiðslu þungs vatns með hvera- orku og ýmis hagnýting geislavirkra efna í rannsóknum fyrir atvinnuveg- ina. Þorbjörn Sigurgeirsson varð pró- fessor við verkfræðideild H.I. 1957 og kom þar á fót Eðlisfræðistofnun Há- skólans. Meðal fyrstu verkefna þeirr- ar rannsóknastofu voru mælingar á geislavirkum aðskotaefnum í um- hverfinu, en af þeim höfðu menn þá áhyggjur vegna tilrauna með kjarn- orkusprengingar í andrúmsloftinu. Fljótlega var settur upp massagreinir til mælinga á þungu vetni í úrkomu og grunnvatni til þess m.a. að kanna streymi jarðhitavatns. Tæki voru smíðuð til geislamælinga á þrívetni og fleiri efnum, og þær mælingar sömu- leiðis notaðar við grunnvatnsrann- sóknir. Sérstakri deild innan stofnun- arinnar var komið á fót til að annast um segulmælingastöðina sem fyrr var getið. Allt voru þetta merk rann- sóknasvið, sem síðan hafa eflst mjög hérlendis. Fjölþættar rannsóknir á eldvirkninni í Surtsey hóf Þorbjörn einnig strax í gosbyrjun 1963, af þeim má nefna söfnun gastegunda úr kvik- unni, hraunkælingu og jarðskjálfta- mælingar. Hann gerði athuganir á eyj- unni öðru hvoru fram yfir 1970. Þorbjörn var mjög mikilvirkur í málefnum Háskólans, og var deildar- forseti tvívegis, í seinna skiptið á um- byltingartímum þegar verið var að breyta Verkfræðideildinni í Verk- fræði- og raunvísindadeild, lengja verkfræðinámið og byggja upp kennslu í raungreinum til B.S.-prófs. Hann kenndi mörg námskeið um sundurleitustu svið eðlisfræðinnar og fórst það vel úr hendi, enda var hann flestum öðrum fljótari að setja sig þar inn í ný atriði. Hann vann að því að 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.