Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 21
15 lega miklu minna en kvendýrið, og oft svo lítið, að það lifir sem sníkjudýr á líkama ltonunnar alla æfi. Þegar karldýrið girnist ástir kvendýrsins, spinnur það vef og lætur dropa af frjóefni drjúpa á hann. Nú er vefurinn með drop- anum borinn að dálítilli blöðru, sem er á öðrum kjálkanum, og dropinn soginn inn í hana. Þegar að æxluninni kemur, notað dýrið kjálkann sem æxlunarlim, og þess vegna er þessi undirbúningur nauðsjmlegur. En nú er eftir það versta, og það er að ná ástum meyjarinnar. Hún er nefnilega mesti gallagripur bvað geðsmuni snertir, og verður biðillinn að fara að öllu varlega, ef hann vill var- ast að verða etinn með liúð og hári áður en bónorðinu er lokið, því hann er veikur og þ.róttlítill í samanburði við kvenskessuna. Hann nálgast nú takmark ásta sinna með ótrúlegri varúð og nær- gætni, og oft stígur liann ein- kennilega dansa eða gefur frá sjer hljóð, ef takast mætti að heilla konuna með söng eða iim- leilcalist. Lítist nú stúlkunni þrátt fyrir alt ekki á biðilinn etur lián hann strax, ef hann kemst ekki undan, og takist með þeim ástir er honum oft dauðinn vís þegar meyjunni fer að leiðast návist hans. Köngulærnar eiga sjer marga óvini. Hjer á landi munu ýmsir fuglar, og jafnvel mýs og rottur eta þær mikið, og sagt er að sauð- fjenaði þyki gott að gæða sjer á þeim þegar þess er lcostur. Mesti óvinur íslenslcra köngulóa mun þó vera veturinn með fannkynginu og frostunum. Iiúsaköngulóin spinnur vef sinn á öllum tímum árs, en lxvaða kjörum sæta „úti“-köngu- lærnar undir vetrarsnjónum? Það liefir enginn rannsakað, en telja má líklegt að sumar þeirra, að minsta kosti, liggi í dvala, því að erfitt er að ná í næringu. Köngu- lærnar lifa eins og getið er um, mest á skordýrum, og gefur að skilja, að fátt er um þau í vefjum köngulónna á veturna, og kemur henni þá fitan undir húðinni og forðanæringin í pokunum út frá maganum að miklu gagni. A hinn bóginn geta köngulærnar sjálfsagt oft náð sjer í lirfur og púpur, en til þess dugir vefurinn ekki, enda er ekki gott að koma lionum við í klakanum, í byrjun greinarinnar gat jeg þess, að allir myndu þekkja köngu íærnar frá öðrum dýrum, en þetta mun þó tæplega rjett. Hjer á landi er nefnilega til annar dýra- flokkur, sem líkist köngulónum mjög, og er þeim náskyldur, nefni- iega langfætlurnar. Af þeim er mjög mikið bæði í útihúsum og eins úti um haga. Þær eru auð- þektar frá köngulónum á því, að frambolurinn er ógreinilega greindur frá afturbolnum, fram- bolurinn er greindur í þrjá hringa, en afturbolurmn í átta (líkams- hlutar íslenskra köngulóa skiftast ekki í liringa), og augun eru að eins tvö.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.