Réttur


Réttur - 01.01.1988, Page 21

Réttur - 01.01.1988, Page 21
Er mannkynið fært um að byggja jörðina áfram? Mannkyn vort gengur nú undir örlagaríkasta próf sögu sinnar: Er það fært um aö byggja þessa jörð áfram — eða ætlar það að gera hana óbyggilega um alda raðir? Jörðin er sjálf milljóna ára gömul og gegnum aldanna raðir hafa þróast á henni smátt og smátt hinar ýmsu dýrategundir. Fyrir ca. 1,5 milljónum ára hefur orðið til það dýr, sem nefnt er „apamaður“, og síðan fyrir 800 þúsund árum „frummað- urinn“ þ.e.a.s. api, er gat gengið upprétt- ur á tveim fótum. Fyrir um 100.000 árum verður úr þessu það, sem vísindamenn hafa kallað „Neanderdals-manninn.“ Pó eru engar þessar tölur nákvæmar: Tíma- bil það, sem þróun Neanderdals-manns- ins í nútímamanninn (homo sapiens) hef- ur líklega tekið um 250 þúsund ár frá upphafi og allt niður í 40 þúsund ár frá upphafi okkar tímabils. Og síðasta tíma- bilið 40 þúsund til 10 þúsund ár er tímabil frumþjóðfélagsins, þar sem maðurinn er farinn að búa sér til verkfæri við vinnu og tekur ýmsum öðrum framförum, er að- skilja hann frá dýrunum. Ýmsir vísinda- menn telja að frumþjóðfélag, er mennirn- ir hafi skapað og unnið að ræktun og kvikfjárrækt, sé ca. 7000 ára, en um 3000 ár frá því stéttaþjóðfélag hafi fyrst myndast. Enga ábyrgð er hægt að taka á þessum ártölum, en þær gefa nokkra bendingu um hvílíkan tíma það hefur tekið að skapa núverandi mannkyn með sinni miklu tæknimenningu og ægilega eyði- leggingarmætti. Mannkynið skóp á þessum öldum menningarinnar eigi aðeins ógrynni fæðu og hverskonar tækja. Það skóp og ein- staklinga, sem að viti og manngerðum og öðrum mannkostum sköruðu frammúr því besta, sem mennirnir áður höfðu þekkt: menn eins og Buddha, Jesús frá Nasaret, Sokrates, Michelangelo, Goethe og Karl Marx, — menn, sem margir dáðu svo að þeir vildu gera þá að guðum. Það hefur ef til vill enginn skilgreint þetta menningartímabil mannkynsins af meiri snilld í einni setningu en breska kon- an Dona Torr, sagnaritarinn ágæti, er hún reit þessi orð um tímabil þetta: „To it be- long all the beauty and splendor created by mankind, but also the breach at the heart of human society(í íslenskri þýð- ingu: „Þessu tímabili tilheyrir öll sú feg- urð og dásemd, sem mannkynið hefur skapað, en einnig bresturinn í hjarta mannlegs þjóðfélags.“) Nú á 20. öldinni ná vísindi og sköpun- armáttur mannanna hámarki sínu, en um leið nota þeir voldugu auðjöfrar valdið til styrjalda, sem á öld vorri hafa tortímt 21

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.