Réttur


Réttur - 01.01.1981, Síða 39

Réttur - 01.01.1981, Síða 39
„íslenska” afturhaldið undirbýr leiftursókn gegn lýðræði og lífskjörum alþýðu Það á að koma á 49 einmenningskjördæmum til að brjóta á bak aftur pólitískt vald verkalýðshreyfingarinnar. ískjóli síversnandi kreppu auðvaldsheimsins á að koma á atvinnuleysi, gengis- lœkkunum og eignamissi almennings. Undanfarinn áratug hefur kreppa verið að færast yfir auðvaldsheiminn — og það er allt útlit fyrir að hún fari versnandi. Eina undantekningin í þeim löndunfer efling morð- tólanna, þar borgar ríkið og lætur alþýðu blæða fyrir í versnandi lífskjörum — uns hún síðan fengi að blæða í alvöru — máske út — í því árásarstríði, sem ofstækismenn auð- valdsríkjanna hyggja nú á. Samstarfsnefnd 24 iðnvæddra auðvaldsríkja reiknar með að atvinnuleysingjatala þeirra fari fram úr 25 miljónum á árinu 1982. Það hefur fyrst verið stöðnun og síðan afturför í þorra iðngreina Efnahags- landanna síðustu sjö ár, svo sem þessar tölur sýna, en þær eru miðaðar við hlut- fall heimsframleiðslu.: Raforkuframleiðsla er 1970 16,9%, en 1979 15,6%. Kolaframleiðsla er 1970 14,1%, 1979 8,7%. Stálframleiðsla er 1970 23,2%, 1979 19,5%. Vörubílar og strætisvagnar 1970 19,2%, 1979 12,9%. Sement er 1970 23,1%, en 1979 17,2%. Og þannig mætti halda áfram og sér- fræðingarnir reikna með 0,5% minni framleiðslu 1980 en 1979 og þeim gífur- lega vexti atvinnuleysisins, sem fyrr er. frá sagt. Við sjáum nú hvernig „velferðarríki” fyrri ára eins og Danmörk eru að brotna 39

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.