Ísafold - 24.08.1880, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.08.1880, Blaðsíða 3
83 fví dæmist rjett að vera: Dómi undirrjettarins í máli þessu skal óraskað, þó þannig, að sektin sje 20 krónur. Hinni ákærðu, prestskonu Elin- borgu Kristjánsdóttur, ber að greiða allan af áfrýjun málsins löglega leið- andi kostnað, þar á meðal í málflutn- ingslaun til sóknara og svaramanns fyrir yfirdóminum, málaflutningsmann- anna Jóns Jónssonar og Páls Melsteðs, 10 krónur til hvors þeirra. Hið ídæmda greiðist innan 8 vikna frá löglegri birtingu dóms þessa undir aðför að lögum. Herra ritstjóri! Frá því fyrst að farið var opin- berlega að hreyfa nauðsyninni á því, að brúa ýmsar af stóránum hjer á ís- landi, hefi'r mjer sýnzt mjög vafasamt, hvort þau fyrirtæki myndi nokkurn tíma geta borgað sig. Og með tilliti til brúargjörðarinnar fyrirhuguðu á þ>jórsá og Olfusá, sýnist mjer þetta nú orðið meira en vafasamt. Jeg get ekki með nokkru móti skilið, að landið, eðafólkið í þeim hjeruðum, sem yfir þessar ár á að sækja, geti haft svo mikil not af brúnum yfir þær, sem svari hinum stór- mikla kostnaði við smíði þeirra. En hvort sem mjer nú sýnist rjett í þessu eða ekki, þá leyfi jeg mjer að benda á, hvernig greiða mætti með mjög litl- um kostnaði úr örðugleik þeim, sem á því er að komast yfir ár þær, er þegar voru nefndar, og þá lika margar aðrar hjer á landi. þ>að er með því að hafa á þeim dragferjur. En dragferja er eins konar flatbátur, aflangur timb- urfleki eðafljótandi bryggja, sem dreg- in er landa á milli á streng, er festur er niður beggja megin árinnar. A strengnum er hert og slakað eptir því sem þarf með vindu, sem niður ersett við annan enda hans. Strengurinn er festur í þá hlið ferjunnar, sem snýr upp á móti straumi, og aptrar því þannig, að ferjuna. hreki ofan eptir ánni, en ferjan er hægt og jafnt dregin yfir ána eptir strengnum. Ferjan getur verið svo stór eða lítil sem nauðsynlegt er á þeim eða þeim s.tað. En þar sem umferð er nokkuð mikil, þó ekki sje nema lítinn hluta sumarsins, eins og yfir jýjórsáog Ölfusá, þar þarf ferjan að vera svostór, að hún í einu geti tekið allt að því tíu klyfjaða hesta. Og ef vel væri búið um landtökuna beggja megin árinnar, eins og þyrfti að vera, þá mætti ferja heila lest í einu yfir um, án þess klyfj- arnar væri teknar af hestunum, og gæti lestamenn þannig komizt yfir um ána nálega án allrar tafar. Auðvitað er, að einhver viss ferjumaður verður að vera við hverja ferju, og þarf hann náttúr- lega að hafa húskofa yfir sig, annað- hvort á ferjunni sjálfri eða þá á öðr- umhvorum árbakkanum. Slíkar dragferjur ástóránum1) hjer á landi myndi um sumartímann gjöra alveg sama gagn eins og brýr, og í raun rjettri miklu meira gagn, því ferj- urnar, sem kosta svo lítið, mætti hæg- lega setja alstaðar þar á árnar, þar sem nokkur veruleg yfirferð þyrfti að vera; og enginn hugsar víst hærra, þó að brúargjörða-tillögunni væri fram fylgt, en að fá eina brú á hverja stórá. Um vetrartímann yrði ferjum náttúrlega eklci komið við, en vöruflutningar og ferða- lög manna á vetrardag yfir árnar hjer á landi hlyti lílca ávallt að verða minni en svo, að gjöranda væri að brúa árn- ar þeirra vegna. Jeg vil geta þess, að menn hafa dragferjur á ánum í Ameríku alstaðar þar sem auðsætt er að brýr borgi sig ekki. Sama er víða í öðrum lönd- um. — Englendingur einn, sem er orðinn heimagangur hjer á íslandi, hefir fullyrt, að koma megi upp eins mörg- um dragferjum og við þarf á J>jórsá og Ölfusá fyrir minna verð en kosta myndi flutningur frá sjó á efninu áhinni fyrirhuguðu brú á aðra ána. Og þessu get jeg vel trúað. Rvík, í ágúst I880. ‘Jón Bjarnason. Herra ritstjóri! Síðan .,Framfari“ hætti að koma út, hefir almenningur hjerá landi átt miklu örðugra en áður með að fylgja með ís- lendingum í Vesturheimi, og vita, hvern- ig þeim líður. En margir vilja vita, og allir þurfa að vita, hið sanna i þessu efni. Og því býð jeg blaði yðar það, sem hjer kemur á eptir. J>að eru nú tíu ár síðan fyrstu vest- urfarar hjeldu hjeðan af landi burt. Fyrst voru það að eins fáeinir fjölskyldu- 'lausir ungir menn, sem fóru, ogþaðvar ekki fyr en árið 1873, að nokkur fjöl- mennur hópur flutti vestur. Síðan hafa farið stærri og minni hópar á ári hverju. Óvíst er, hve margir íslendingar muni alls komnir vestur, en það er tilgáta min, að hátt á 4. þúsund íslenzkra sálna muni nú fyrir vestan haf. par af áttu rúmar þúsund um nýár í vetur heima í Nýja íslandi, en í engu byggðarlagi hafa hingað til eins margir íslendingar verið saman komnir eins og þar. Utan Nýja íslands hafa þegar myndazt tvær íslenzkar aðal-nýlendur þarvestra, önn- ur í norðausturhorni lands þess, sem Dakota heitir, hin sunnan og vestantil í Minnesota. pó eru þessar nýlendur ekki íslenzkar í sama skilningi og Nýja ísland, á þann hátt nefnilega, að ís- lendingar einir sje þar búsettir og hafi þar einir rjett til landnáms, heldur eru á báðum þessum stöðum landar vorir búsettir innan um annað fólk. Auk Minnesota-nýlendunnar og Dakota-ný- 1) Flestar árnar í Skaptafellssýslu eru svo lagað- ar, að þær verða hvorki brúaðar, nje heldur verður þar komið við dragferjum. lendunnar eru stærri og minni hópar af íslendingum niður komnir í þessum byggðarlögum : Shawano county í Wis- consin, Washington-ey í Michigan-vatni (líka í Wisconsin), Lancaster county í Nebraska, Muskoka í Ontario,_ og Hali- fax county í Nýja Skotlandi. I þessum síðast nefnda stað eiga eflaust flestir heima. En í engum bæ í Vesturheimi er eins margt af íslendingum saman komið eins og í Winnipeg, sem er stjórn- arsetur Manitoba-fylkis í Canada; þar hefst íslenzkt fólk við svo hundruðum skiptir, og evkst tala þess árlega. í bænum Mihvaukee í Wisconsin, þar sem hinir fyrstu íslendingar settust að, eru enn nokkrir íslendingar. Víða annar- staðar, bæði í bæjum og á landsbyggð- inni, eru íslendingar á strjálingi. Ein- staka hafa jafnvel komizt allar götur vestur að Kyrrahafi. (Niðurl. síðar). Svar til yfirkennara H. K. Friðrikssonar. (Framli. frá bls. 79). III. Hið breiða e-hljóð. Eg hefi hvergi sagt, að é hafi fengið hið breiða hljóð fyrs t á 13. öldinni. Yfirkenn- arinn hafði spurt: tHve nær var þetta upp- hafiega? Er það á 13. öldinni?’ Egsvaraði: (þetta upphafiega næryfir 13. öldinaogmik- inn hlut hinnar fjórtándu’. Eg talaði að eins um tímatakmarkið að neðan. Hinar undan- fömu aldir nefndi eg ekki, enda gat það eigi verið ætlun mín, að hinn breiði framburðr e-hljóðsins hafi eigi átt sér stað fyrr enn um 1200. Eg hefi því eigi komizt í neina mót- sögn við sjálfan mig. það er því mishermt af yfirkennaranum, að eg ætli, að e hafi fengið þetta hið hreiða hljdð fyrst á 13. öldinni.' Eg stend eigi einn uppi með þá skoðun, að é hafi verið langt í fornöld; það mun nú vera skoðun allra þeirra frœðimanna um víða ver- öld, er stunda forntungu vora, nema yfir- kennara Halldórs Kr. Friðrikssonar. Hann stendr einn sér í þessu sem svo mörgu öðru. Eg hefi áðr sagt, í 10. tölublaði Isafoldar, hvernig eg hugsi mér að framburðrinn hafi verið á é og þarf því eigi að endrtaka það. Um granna og breiða stafi, eftir því semmál- ið er nú, skal eg gefa yfirkennaranum þá skýring, að grannir stafir eru ýmist skammir eða Iangir. E er grannr stafr; það er langt í men, skamt í menn; a er grannr stafr, langt í man, skamt í mann. Breiðir stafir eru mis- langir. 0, breiðr stafr, er lengra í húl enn í hdll; á, breiðr stafr, lengra í pál enn ipáll. Alment er þaðnú meðalútlendrafræðimanna, að kalla hina breiðu stafi langa (yfirkennar- inn kallar þá fláa), ennhinagrönnusfamwa, og líklegt er, að svo hafi verið í fornöld; enn eigi er auðvelt að segja með vissu, hvé snemma hafi orðið breyting til þess hljóð- lengdarsamstœðis (Kvantitetssystems), sem núdrotnar hér á landi. Hittervíst, aðfram- burðr hefir í mörgu breytzt hjá oss frá því sem var í fornöld og þar á meðal framburðr- inn á é. Yfirkennarinn hefir eigi leitað við að hrinda þeim rokum, er eg leiddi að breidd e-hljóðs- ins af uppbótarbreiðkuninni og tillíkingar- breiðkuninni. Hins vegar hefir hann reynt til að ónýta þau orð mín,' að e og é hafi eigi verið rímuð saman í aðalhendingum í forn- öld, og hefir tilfœrt nokkur vísuorð máli sínu til sönnunar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.