Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 13

Pressan - 02.09.1988, Blaðsíða 13
Föstudagur 2. september 1988 13 Norðmenn brugga og brugga Norska áfengisverslunin er sífellt heimahúsum. Mest er um heimatil- að opna fleiri útibú um landið, en búið léttvín og brennivín, en ölgerð það hefur ekki orðið til þess að er á undanhaldi. Héildarneyslan í draga úr heimabruggi. Á síðasta ári Noregi er 7,2 Iítrar af hreinum vín- var t.d. fjórðungur alls áfengis, sem anda á hvert mannsbarn. Norðmenn neyttu, bruggaður í Vettlingar til Nígeríu Nígeríumenn hafa pantað sextíu- ið nokkur ár. Fyrir vettlingana fá þúsund fingravettlinga frá Noregi. þær væntanlega þrjár milljónir Pöntunin kom konunum hjá Selbu norskra króna, eða um 21 íslenska Husflidcentral þægilega á óvart, en milljón. Það er svo sem gott þær áttu einungis tvöþúsund stykki og blessað, en er virkilega á lager. Nú sitja því 35 prjónakonur svona kalt í Nfgeríu? kófsveittar við að uppfylla óskir Nígeríumannanna, en það gæti tek- VEXTIR VERÐTRYGGING MONZA Nú bjóðum við uppá einstök greiðslukjör. Lánum allt að helmingi kaupverðsins í eitt ár- án vaxta og verðtryggingar. Auk þess bjóðum við umtalsverðan afslátt á Chevrolet Monza. Chevrolet Monza SLÆ 1,8 lítra vél beinskiptur/sjálfskiptur Chevrolet Monza SL/E 2,0 lítra vél sjálfskiptur Chevrolet Monza Classic 2,0 Iftra vél beinskiptur/sjálfskiptur Sumarkjör okkar á Chevrolet Monza þýöa - þrátt fyrir gylliboö annarra- hagstæöasta veröiö á markaönum í dag -NEI -NEI Staðgreiðsluverð frá kr. 586.000,- MO^ilZA SiL. £ mmmÉamsÉsmmÉmmtm : y tB BiLVANGUR st= "" ■ IC-JÍ HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Svefnherbergið gert að kynlífsstofnun Hjón í skilnaðarhugleiðingum ættu að kynna sér bók eftir lækn- inn Dr. Paul Pearshall. Áður en hann settist við skriftir ræddi hann við eittþúsund pör og byggir kenn- ingar sínar m.a. á því, sem hann lærði á þessum viðtölum. Segir læknirinn lausnina að finna í svefn- herberginu, enda heitir bókin „Super Marital Sex“ eða „Frábært kynlíf innan hjónabands“. Þær ráðleggingar, sem stríðandi hjón- um eru gefnar í bókinni, eru t.d. þessar: Breytið svefnherberginu í nokkurs konar kynlífsstofnun og setjið skilti á hurðina utanverða. Þar á að standa: Þögn— foreldrar að elskast! Ekki slökkva ljósin, þegar þið farið upp í rúm. Takið vídeómynd af ástarleikjum ykkar. Sendið hvort öðru tvíræð skilaboð. Ráðið manneskju til að elda róm- antískan mat handa ykkur einu sinni í mánuði og gæta síðan barn- anna á eftir. Haldið upp á hjóna- band ykkar með miklum veislu- höldum. Sjálfsmorðsklettur „Ekki fleygja þér fram af brún- inni“ átti að standa á skilti, sem góðgerðarsamtök í Bretlandi ætl- uðu að koma fyrir á klettabrún þar í landi. Það var ærið tilefni til, því mjög mikið er um að fólk stytti sér aldur barnar. Þegar hafa t.d. átta manneskjur hent sér fram af klett- inum á þessu ári, en meðaltalið hef- ur lengi verið eitt sjálfsmorð á mán- uði. Yfirvöld á staðnum voru hins vegar hrædd um að skiltið yrði frek- ar hvatning en að það drægi úr sjálfsvígum og þess vegna fékkst það ekki sett upp. Góðgerðarsam- tökin, sem heita Miskunnsami Samverjinn, ætla þá bara að setja skiltið upp í krá nokkurri þarna ná- lægt, svo fólk í sjálfsmorðshugleið- ingum sjái skilaboðin, ef það ákveður að fá sér í glas áður en það stekkur út í óvissuna. Jackson pínir starfsfólkið Starfsmenn Michaels Jackson eru sjóðandi illir út í hann, þar sem goðið hefur neitað þeirn um frí á jólunum. Um það leyti mun tón- leikaferðalag Jacksons hafa staðið í sextán mánuði og eru aðstoðar- menn hann víst farnir að sakna fjöl- skyldna sinna, eins og skiljanlegt er. Söngvarinn virðist hins vegar lítinn skilning hafa á þeim málum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.