Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Síða 2
Morgunblaði/Kristinn Ása Gunnlaugsdóttir gullsmiður vinnur að uppsetningu afmælissýningarinnar í Tjarnarsalnum. GULLSMIÐIR í TJARNARSALNUM „Sensation" opnar á heimasíðu Bowies DAVID Bowie ætlar að skáka borgar- stjóra New York, Rudolph W. Guiliani, og öðrum andstæðingum „Sensation“-sýning- arinnar á breskri samtímamyndlist í iista- safninu í Brooklyn með því að sýna verk hennar á heimasiðu sinni. Eins og sagt var frá í blaðinu á fimmtudaginn hefur Guili- ani lýst andúð sinni á sýningunni þar sem meðal annars er að finna málverk af Mar- íu mey með annað brjóstið mótað úr ffla- skít. Vill borgarstjórinn loka sýningunni en stjórn Brooklynsafnsins hefur ákveðið að höfða dómsmál á hendur borgarstjór- anum. 141 verk eru á sýningunni og verða þau öll sýnd á heimasíðu Bowie en þar opnar hún í dag. Rödd Bowies mun fylgja gest- um um sýninguna á síðunni en hann lýsti ánægju sinni með hana síðastliðinn mið- vikudag: „Sensation sýnir sum af bestu, verstu og örugglega öfgakenndustu verk- um sem bresk samtimamyndlist hefur get- ið af sér á síðastliðnum tíu árum,“ sagði Bowie sem er einn af kostunaraðilum sýn- ingarinnar í Brooklynsafninu. Það er Netfyrirtækið UltraStar Internet Services sem vann að uppsetningu sýning- arinnar á heimasíðu Bowies en poppgoðið átti þátt í að stofna það. UltraStar fékk réttinn til að setja sýninguna upp á Netinu fyrir nokkrum mánuðum síðan. Slóðin á heimasíðu Bowies er: www.davidbowie.com FÉLAG íslenskra gullsmiða opnar sýningu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag kl. 16. Tilefnið er 75 ára afmæli félagsins á þessu ári, en það var stofnað 19. október 1924. Stofnfundinn sátu 23 framsæknir gull- smiður en fyrstu formaður félagsins var Jónatan Jónsson. í fréttatilkynningu segir að félagið hafi áorkað miklu á þeim 75 árum sem liðin eru. Fyrsta sýning gullsmiða var haldin í Boga- sal Þjóðminjasafnsins 1969 á 45 ára afmæli þess. A sýningunni nú verða annars vegar sýndir „hringir gullsmiða _ fyrr og nú“ og hisn vegar nýsmíðaðir gripir þar sem gull- smiðir leika sér með hugtökin „tíminn og vatnið". Gullsmiðir munu verða gestum til leið- sagnai’ á sýningunni en hún verður opin vira daga frá kl. 8-19 og um helgar kl. 12-18 og lýkur 18. október. TÓNLEIKARÖÐ TRÍÓS REYKJAVÍKUR í HAFNARBORG HEFST Á MORGUN ROSSINI OG SCHUBERT Á FYRSTU TÓNLEIKUNUM Morgunblaöiö/Árni Sæberg Tríó Reykjavíkur ásamt gestum: Peter Máté, Sigurbjörn Bernharðsson, Guðný Guðmunds- dóttir, Gunnar Kvaran og Hávarður Tryggvason. TRÍÓ Reykjavíkur hefur sína árlegu tónleika- röð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Þetta er tíunda árið sem Tríó Reykja- víkur og Hafnarborg hafa samvinnu um tón- leikaröð og af því tilefni verða tónleikarnir alls fimm á þessum vetri í stað fjögurra áður. A tónleikunum á morgun munu tveir gestir leggja tríóinu lið, þeir Hávarður Tryggvason kontrabassaleikari og Sigurbjöm Bernharðs- son, sem leikur jöfnum höndum á fíðlu og víólu, en Tríó Reyjavíkur skipa þau Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Peter Máté píanóleikari. Á efnisskrá þessara fyrstu tónleika í röð- inni eru tvö verk eftir Rossini, kvartett fyrir tvær fiðlur, selló og kontrabassa og dúó fyrir selló og kontrabassa, auk Silungakvintetts Schuberts, fyrir píanó og strengi. „Rossini er nú þekktur fyrir annað í heiminum en kamm- ertónlist, hann er fyrst og fremst frægur fyrir sínar óperur. Ég vissi það raunar ekki fyrr en nýlega að hann samdi sex sónötur fyrir þessa hljóðfæraskipan, tvær fiðlur, selló og kontra- bassa, þegar hann var einungis tólf ára gam- all. Þessu má eiginlega líkja við undrið Moz- art, þetta eru svo geysilega vel gerð og þroskuð verk - og skemmtileg," segir Gunn- ar. Eitt þessara bemskuverka fá hlustendur að heyra í Hafnarborg annað kvöld. Guðný segir tvennt mjög óvenjulegt við verkið; sam- setningu strengjahljóðfæranna, það að þar eru tvær fiðlur, selló og kontrabassi en engin víóla og það að tónskáldið dregur ekki fiðlurn- ar í dilka, eins og oftast var raunin á þeim tíma sem verkið er ritað. „Fyrsta fíðlan var oftast með allar erfiðu strófurnar meðan önn- ur fiðlan hummaði bara með. En þama gerir Rossini engan greinarmun, fyrsta og önnur fiðla eru eiginlega í kappi hvor við aðra allan tímann,“ segir hún. Dúóið er að sögn Gunnars samið árið 1824. „Þá var Rossini staddur í London og kynntist þar auðugum bankaeiganda, gyðingnum Sir David Salomons, sem lék á selló í frístundum. Hann bað Rossini um að semja verk fyrir selló og kontrabassa, sem hann greiddi ríku- lega fyrir. Verkið var síðar frumflutt heima hjá auðmanninum, af Salomons sjálfum á selló og Dragonetti á kontrabassa. Verkið er í þremur köílum og gerir miklar virtúósískar kröfur til beggja hljóðfæra en það er mjög sjaldgæft að heyra dúóverk fyrir selló og kontrabassa. Og ég hef reyndar ekki orðið var við að það hafi verið flutt hér á landi áður,“ segir Gunnar. Silungakvintettinn sívinsæli Tónleikunum lýkur svo með hinum þekkta Silungakvintetti Schuberts, sem Gunnar segir eitthvert allra vinsælasta kammerverk sem samið hefur verið fyrir strengi og píanó. „Nafn sitt dregur kvintettinn af því að í milli- kaflanum notar Schubert lag sem hann hafði áður samið fyrir rödd og píanó, Die Forelle, eða Silungurinn, og gerir við það alveg stór- kostleg tilbrigði," heldur hann áfram. Aðrir tónleikar raðarinnar, 28. nóvember nk., verða helgaðir franskri tónlist. Þá verða leikin tríó eftir Fauré og Chausson og sónata eftir Franck. Gestur tríósins á sónötukvöldi 30. janúar verður píanóleikarinn Philip Jenk- ins og þar leikur hann og Guðný sónötur eftir Elgar, Beethoven og íleiri. Slavnesk tónlist verður leikin á fjórðu tónleikunum, 27. febr- úar, tríó eftir Rachmaninoff, Schostakovitch og Smetana. Gestur á lokatónleikum raðar- innar verður tenórsöngvarinn Finnur Bjarna- son. Á efnisskránni eru verk eftir Grieg, Jónas Tómasson, Beethoven og fleiri. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn: Yfirlitssýning á verkum Ás- mundar Sveinssonar. Galleri Fold, Rauðarárstíg 14: Sigurður Ey- þórsson. Til 10. okt. GalleriÉhlemmur.is. Þverholti 5: Erling Þ.V. Klingenberg. Til 24. okt. Gallerí Stöðlakot: Kolbrún Sveinsdóttir Kjarval. Til 3. okt. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti: Magnús Kjartansson. Til 14. okt. Listasafn Kópavogs: Inga Rós, Ólafur Lár- usson og Benedikt Gunnarsson. Til 10. okt. Gerðuberg: Þorvaldur Þorsteinsson. Til 17. okt. Hafnarborg: Kristín Þorkelsdóttir og Jó- hanna Bogadóttir. Til 25. okt. Hallgrímsk.: Jón Axel Bjömsson. 28. nóv. Byggðasafn Eyrarbakka, Húsið: Klæðið lljúgandi. Til 31. okt. i8, Ingólfsstræti 8: Ki’istján Guðmundsson. Til 10. okt. Islensk grafík, Hafnarhúsinu: Sýning á ljós- myndaverkum Einai-s Fals Ingólfssonar, Guðmundar Ingólfssonar, ívars Brynjólfs- sonar, Spessa og Þorbjargar Þorvaldsdótt- ur. Til 10. okt. Kjarvalsstaðir: Hafsteinn Austmann. Borg- arhluti verður til. Patrick Huse. Til 24. okt. Lislasafn ASI: Asmundarsalur og Gryfja: Daði Guðbjömsson. Arinstofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til 3. okt. Listasafnið á Akureyri: Hlynur Hallsson og Makoto Aida. Til 7. okt. Listasafn Einars Júnssonar: Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmynda- garðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands: Ljósmyndir Nan Golding. Helgi Þorgilsson. Til 24. okt. Tvær sýningar á verkum úr eigu safnsins. Til 28. nóv. Listasalurinn Man, Skúlavörðustíg 14 Hjörtur Marteinsson. Til 17. okt. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Jónína Guðnadóttir. Til 17. okt. Listahornið, Akranesi: Friðrik Jónsson. 4.okt. Mokkakaffi: Ljósmyndasýning Rúnars Gunnarssonar. Til 1. okt. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sumarsýn- ingin Spor í sandinn. Norræna húsið: Grafikverk norska lista- mannsins Johns Tharrisen við ljóð Rolfs Jacobsen. Til 24. okt. Prinsessud. Til 31. okt. Nýlistasafnið: Malin Bogholt, Anna Carlson, mai-ia Hurtig, Mauri Knuuti, Pia König og Leif Skoog. Bjarta og Svarta-sal: Luc Franckaert. Setustofa: Afmælissýning ís- landsdeildar Amnesty International. 17. okt. One o one Gallerí, Laugavegi 48b: Gabríela Friðriksdóttir, Magnús Sigurðarson. 12. okt. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hf.: Fiskurinn í list Sveins Bjömssonar. 15. okt. Slunkaríki, Isafirði: Færeysk myndlist: Torbjörn Olsen. Til 15. okt. Sparisjóðurinn í Garðabæ, Garðatorgi Freyja Önundardóttir, Guðný Jónsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Hauks- dóttir, Jóhanna Sveinsdóttir, Kristín Blön- dal og Sesselja Tómasdóttir. Til 5. nóv. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu: Handritasýning opin þriðju- dag-föstudaga kl. 14-16. Til 15. maí. Þjóðarbúkhlaðan: List Inúíta, Til 1. okt. Ljósmyndasýning:: Kína. Til 5. okt. TÓNLIST Suúnudagur: Hallgrímskirkja: Spuni um sálmalög. Sig- urður Flosason og Gunnar Gunnarss. Kl. 17. Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur, Sigurbjöm Bemharðsson, Hávarður Tiyggvason. Kl. 20. Salurinn, Kópavogi: Alain Lefévre píanó- leikari. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Örn Magnússon píanó- leikari, Mai’ta Guðiún Halldórsdóttir söng- kona og Hljómeyki: Jóns Leifs. Kl. 20. Miðvikudagur Salurinn, Kópvogi: Tangótónlist. Auður Hafsteinsdóttir, fiðla, Bryndís Halla Gylfa- dóttir selló og Izumi Tateno píanó. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikiiúsið: Fedra, sun, 3., mið. 6. okt. Abel Snorko býr einn, lau. 2. sept. Tveir tvö- faldir, lau. 2. okt. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 3. okt. Borgarleikhúsið: Vorið vaknar, sun. 3. okt Litla hryllingsbúðin, lau. 2. okt. Sex í sveit, lau. 2. okt. Pétur Pan, sun. 3. okt. Fegurðar- drottningin frá Línakri, lau. 2. okt. íslenska Óperan: Hellisb., lau. 2., fös. 8. okt. Loftkastalinn: SOS Kabarett, fös. 8. okt. Iðnó: Frankie & Johnny, frums. 8. okt.Rommí, sun. 3. okt. Kaffileikhúsið: Ævint. um ástina, sun 3. okt. Tjarnarbíó: Töfratívolí, lau. 2., sun. 3. okt. Danslcikhúsið með ekka: Dansverkið Ber, frams. lau. 2. okt. Fim. 6., fös. 7. okt. Möguleikhúsið: Snuðra og Tuðra, lau. 2. okt. Leikfólag Akureyrar: Klukkustrengir, lau. 2. okt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.