Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 9
Gísli Magnússon var vinsæll maður og vel metinn af samtíðarmönnum. Hjálpsemi hans var enda við brugðið, og var því oft nefndur Gjafa-Gísli til viðbótar við viðurnefnin „vísi“ Gísli, „fróði“ og „lærði". Hann mun síst hafa verið refsiglaður maður, lítt trúaður á galdur og áhugalítill um djöflafræði kirkjunnar. Henti hann jafnvel háð og gaman að hjátrú og hindurvitnum. Einhverju sinni lenti Jón lærði í legorðsmáli í Rangárvallasýslu. Hafði hann nokkru áður (1631) verið dæmdur á Bessa- stöðum fyrir rit sitt „Bót eður viðsjá við illu ákasti" (Alþb. V, 483). Það kom í Gísla hlut að dæma Jón til hýðingar fyrir legorðssökina, og hafði sýslumaður þá á orði að nú skyldi Jón brúka sjálfur sína „bót og viðsjá“ ef hann gæti (JB 1939, 20). Brynfólfur biskup Sveinsson (1605-1675) Hann var fæddur í Holti í Önundarfirði við upphaf sautjándu aldar, yngsta barn séra Sveins Símonarsonar og seinni konu hans, Ragnheiðar dóttur Staðarhóls-Páls, sýslu- manns að Reykhólum. Var honum komið í fóstur hjá Bjarna Ólafssyni og Margréti Guð- mundsdóttur á Hóli í Önundarfírði íyrstu þrjú ár ævi sinnar en upp frá því ólst hann upp hjá foreldrum sínum til þrettán ára aldurs, að hann var sendur í Skálholtsskóla, þaðan sem hann útskrifaðist 1623 (PEÓ 1942,124). Nítján ára gamall sigldi Brynjólfur utan og var fímm ár við háskólann í Kaupmannahöfn. Kom þá heim til Islands „með sín testimoniæ" frá háskólanum og settist að í Holti þar sem hann las gríska tungu og „lectionem lenorum auctoreum" (HÞ: Ævir lærðra). Árið 1631 sigldi hann aftur utan með ráði og styrk Þor- láks biskups Skúlasonar á Hólum og Vigfúsar Gíslasonar, og var tvö ár í Danmörku. „Er ekki ofsögum sagt, að Brynjólfur mun hafa haft meira orð á sér fyrir lærdóm og þekking meðal lærðra manna þarlendis en nokkur annar íslendingur“ segir Páll Eggert Ólason (PEÓ 1942, 125). A þeim tíma gerðist Brynjólfur konrektor latínuskólans í Hró- arskeldu, og varð hann meistari í heimspeki við Hafnarháskóla árið 1633 (magister artic- um og baccaiaurus phiiosophie). Sú nafnbót var „mesta sæmd, er veitt var, og jafngilti doktorsnafnbót síðar“ og hafði engum íslend- ingi hlotnast hún fyrr við háskólann í Kaup- mannahöfn (PEÓ 1942,125). „Þverraði og fiskiriið snart..." I Fitjaannál er frá því greint að þegar Brynjólfur kom til embættis í Skálholti árið 1639 hafi hann verið „vitur, forsjáll og fram- sýnn, og með hans komu batnaði árferði, bæði til sjós og lands ...“ (Annálar II, 135). I sama streng tekur Jón Halldórsson: Almennilega var haldið, það með hans komu til biskupsembættisins hefði árferði batnað hér sunnanlands, helzt til sjóaraflans. Þverraði og fískiríið snart eptir hans dauða. (Biskupas. JH, I, 285) Brynjófur biskup Sveinsson var farsæll stjórnandi, framúrskarandi embættismaður, mikill bústjórnandi og viðskiptajöfur enda fjáraflamaður góður. Brynjólfur verslaði með jarðir, sunnanlands og austan, og átti rúmlega 50 jarðir í Borgarfírði og Kjósarsýslu. Kirkju- stjórn hans var til mikillar fyrirmyndar og skorti hvorki metnað né dugnað, auk þess sem hann lét einnig til sín taka í almennum landsmálum. Hann lét reisa nýja kirkju í Skálholti árið 1650, undir verkstjórn Guð- mundar Guðmundssonar, barokkmeistara frá Danmörku. Um allt þetta vitna bréfabækur hans, 14 bindi sem spanna á sjöunda þúsund blaðsíðna, en auk þess liggja eftir hann hinar miklu vísitasíu- og prestastefnubækur (AM 269-281, fol.). Lserdastur íslendinga Er ljóst að Brynjólfur hefur verið mikill lærdómsmaður og áhugasamur um bæði hug- vísindi og náttúruvísindi. Ritstörf hans eru af ólíkum toga. Auk þess að ráðast í þýðingu Nýja testamentisins, útbjó hann íslenska málsháttu í líkingu við málsháttasafn eftir Erasmus Rotterodamus. Þá orti hann tals- vert, bæði á íslensku og grísku. Hann skrifað- ist á við helstu vísindamenn á Norðurlöndum, og var í tíðu bréfasambandi við íslandsvininn og lærimeistarann Óla Worm í Kaupmanna- höfn. Hann safnaði fornum handritum og var áhugamaður um útgáfu þeirra. Leitaði Dana- konungur eftir starfskröftum hans við hand- ritasöfnun árið 1650, en af því varð þó ekki því biskup taldi sig bundinn af kirkjusmíð í Skál- holti þann vetur. Hinsvegar sendi hann kon- ungi nokkur af verðmætustu handritum þjóð- arinnar árið 1656, með það í huga að fá þau útgefín, þar á meðal Flateyjarbók. Brynjólfur biskup var á sinni tíð álitinn lærðastur allra íslendinga enda er talið að eftir siðaskipti hafí enginn biskup verið meira virtur á Islandi en Brynjólfur. „Bar og margt til þess, þekking, skynsemi, röggsemd, stjórn- semi, fas, virðuleg framkoma, tiginleikur og annað atgervi“ segir í upptalningu Páls Egg- erts Ólasonar á mannkostum biskupsins (PEÓ 1942, 143). Að yfirbragði var hann mik- ill vexti, rauðskeggjaður og látlaus í klæða- burði: Sitt höfuðhár hafði hann ei síðara en jafnt neðstu eyrnablöðunum, en hans rauða skegg, þykt og mikið, breiddist ofan um brínguna og út á báðar axlir, og eptir honum þótti mörgum nafnbótamönnum andlegum og veraldlegum virðíng að hafa skegg sem mest. (Biskupas. JH, I, 285) Skaphöfn mannsins bar vott um myndug- leika, en strangur þótti hann og siðavandur við presta og sína nánustu, eins og dæmin sanna. „Hann var mjög heitur maður í sinni guð- rækni [—] I daglegri umgengni var hann siðaprúður, hógvær, ljúfur og lítillátur, í nátt- úrunni glaður og góðlyndur svo ununarsam- legt vit og gaman var að hans tali“ segir í „ævisögu" þeirri sem séra Torfi Jónsson, pró- fastur í Gaulverjabæ og bróðursonur biskups, skráði eftir hans dag (Biskupas. JH, II, 357- 58). Og þótt Brynjólfur væri „lítillátur og ávarpsgóður“ stóð mörgum stuggur af honum „sérdeilis únglíngum og minna háttar fólki“ (Biskupas. JH, I, 285). Hann þótti óáleitinn en fastur fyrir, vægur og tilhliðrunai'samur í rétt- trúnaði, jafnvel hneigður til kaþólsku (Bisk- upas. JH; II, 357). Ekki komst hann þó hjá því að blandast inn í galdramál aldarinnar, því í hans eigin garði, Skálholtsskóla, skutu rótum nokkrir galdragi'æðlingar af sæði tíðarandans. í biskupstíð Brynjólfs komu þrisvar sinnum upp galdramál (1650, 1664 og 1670) sem snertu á annan tug skólapilta - og í einu tilviki kirkjuprestinn á staðnum. Tók biskup þannig á þeim málum að aldrei kom til refsinga af hálfu veraldlegra yfírvalda. Djöfullinn drambsamur andi Brynjólfur biskup var lítt hallur undir djöflafræði og helvítishótanir, eins og fram kemur í bréfi hans til sóknarprests þann 10. jan. 1656: ... Djöfullinn hefir hér á landi mesta makt, af því að menn óttast hann of mjög. En svo mikið sem gengur í hans ótta af mannsins hjarta og þeli, svo mikið dregst frá guðsótta í réttri trú, og þar fyrir líður drottinn og leyfir, að óvinur- inn hefir svo mikið æði í kristilegri kirkju, að hjörtun mannanna era volg og halda ekki ein- lægt við guð almáttugan, heldur falla fram hjá guði, hverjum einum óttinn ber [...] En þá hann er forsmáður [þ.e. djöfullinn], með því að hann er drambsamur andi og líður það ógjarna, þá mun dofna hans áræði, komi þar til alvarlegur guðsótti... (PEÓ, 1942, 254 - innsk. ÓÞ) En þó flestum hljóti að bera saman um það að Brynjólfur biskup hafi verið mildur á mæli- kvarða tíðarandans gagnvart galdri og galdramönnum, er ofsagt að hann hafi verið „ósnortinn af öfgum galdratrúarinnar" eins og haldið hefur verið fram (SN 1967,14). Þótt stjómsamur væri beitti hann sér ekki gegn ofstæki starfsbræðra sinna og gerði enga sýnilega tilraun til þess að stemma stigu við því sem fram fór. Um það vitna viðbrögð hans og allsherjarprestastefnunnar á alþingi árið 1669 við erindi Páls í Selárdal, þess efnis að biskup og prestastefnan beittu sér fyrir refs- ingum þeirra galdramanna sem ekkert sann- aðist á annað en ryktið. Er ljóst að biskup treysti sér ekki til þess að standa gegn skoð- unum frænda síns eða synja erindi hans. Þvert á móti kemur fram í ályktun presta- stefnunnar að „hefði sjera Páll sjálfur samið [...] og sent“ bænaskrána sem hann vildi af- henda konungi um þetta efni „þá skyldi hún hafa orðið samþykt af allsherjarprestastefn- unni“ (HÞ 1922, 67). Brynjólfur beitti sér því aldrei opinberlega gegn framgangi galdra- mála, og átti jafnvel aðild að því sjálfur að fá mönnum refsað fyrir „ókristilegt" líferni og þjónkun við fjandann, eins og í tilfelli Sveins Skotta (Alþb. VI, 166-68). Verður honum því seint þakkað það sérstaklega að hafa ekki í drottins nafni fengið menn brennda á báli fyr- ir slíkar sakir. „Það sem viðvíkur veraldlegri valdstétt og jurisdictione vildi hann sér ei mikið af skipta, utan beðinn væri góðra ráða“ segir séra Torfi í Gaulverjabæ í fyrmefndri ævisögu (Biskupas. JH, II, 355). Á opinberam vettvangi virðist Brynjólfur biskup því frem- ur hafa sótt í það að beita lagni og fortölum, en beinum aðgerðum þegar óþægileg mál bar að höndum - enda annálaður fyrir stjórn- visku. „Hneisa" biskupsdóttur Þrátt fyrir framúrskarandi stjómunarhæfi- leika, menntun, auð og völd næddi oft napurt í einkalífi Brynjólfs biskups Sveinssonar, því ekki fara alltaf saman gæfa og gjörvileiki. Árið 1640 giftist hann Margi'éti Halldórsdóttur (lögmanns Ólafssonar), vænni konu að sagt er. Þau eignuðust nokkur börn en aðeins tvö þeirra komust á legg, Halldór (d. 1667) og Ragnheiður (d.1663). Ástarævintýri Ragnheið- ar biskupsdóttur og Daða Halldórssonar; við- brögð biskups sem þvingaði Ragnheiði til að sverja af sér með eiði samfarir við Daða; og af- leiðingar alls þessa, era þegar þekkt af sögum og bókmenntum. Ragnheiði og Daða fæddist bam í meinum, sem þótti ,,hneisa mikil um göfugra manna dætur“ (PEO 1942,127). Málið gekk svo nærri biskupsdótturinni að hún dó rúmu ári eftir barnsburðinn, þá 22ja ára að aldri. Biskup höfðaði mál á hendur Daða og frændum hans, fyrir ráðspjöll dóttur sinnar, og mun sá málarekstur jafnan orka tvímælis, því sumum fannst sem hann hefði þar með gert sér „fráfall dóttur sinnar að féþúfu" (JH 1942, x). Þórð dótturson sinn tók Brynjólfur að sér og arfleiddi að öllum eigum sínum, en Þórður tók sótt í Skálholti árið 1673 og andað- ist, aðeins 11 vetra gamall. Fór því svo að lok- um, að engir afkomendur era út af þeim merka manni, Brynjólfi biskupi Sveinssyni. Dapurlegt ævikvöld Ævikvöld Brynjólfs biskups varð heldur dapurlegt. Eftir andlát konu sinnar 1670, en þó einkum eftir fráfall Þórðar, dóttursonar síns, þrem árum síðar, „verður þess vart, að honum tekur að hverfa hugur frá allri verald- legri umsýslan" (PEÓ 1942, 145). Hann af- henti Skálholtsstól eftirmanni sínum árið 1674 en hafðist þó við í Skálholti til dauðadags. Heimildir herma að hann hafi verið einmana og þunglyndur síðustu æviár, eins og fram kemur hjá Páli Eggert Ólasyni, er lýsir hinstu stundum þessa þrekmikla manns þannig: Svölunar leitaði hann nú ekki framar í forn fræði [...] Nú urðu honum helst til fróunar ljóð þau, er móðir hans hafði haft yfir fyrir honum í æsku [...] Sumarið 1675 lagðist hann rúm- fastur og lá um mánaðartíma, en andaðist að morgni 5. ágúst [...] Hafði hann áður gefið fyr- irmæli um greftran sína. Vildi hann hvorki láta grafa sig innan kirkju né láta legstein yfir leiði sitt. Kaus hann sér legstað austur í kirkjugarðinum, suður undan kirkjubúðinni (Þorlákskirkju), þar er hvíldu ástmenn hans, næst Þórði, dóttursyni sínum, er í milli liggur hans og konu hans. Er svo mælt að hann einn allra Skálholtsbyskupa liggi utan kirkju. (PEÓ 1942,145-46) Til marks um mikilfengleik Brynjólfs bisk- ups og missi þjóðarinnar við fráfall hans, grein- ir séra Toi'fi í Gaulverjabæ frá stórmerkum - en þó ekki einstæðum - viðburði sem varð við líkför biskupsins, og kveðst sjálfur hafa verið sjónarvottur að. Fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli 125 ár aftur fyrir þennan atburð, til þess tíma er lík Jóns Arasonar var borið til kirkju á sinni tíð. Torfa segist svo frá að ... ... þá eð hringt var í annað sinn öllum 12 klukkum [...] sprungu og rifnuðu tvær klukk- urnar, sem voru 7 úti uppbundnar við einn ás [...] og voru báðar rifnar í sömu átt til útnorð- urs, með miklum og stórkostlegum sprang- um, að leggja mátti í fingur frá neðanverðu allt í koll, sýnandi oss áminnileg sorgarhljóð, svo hefðum vær ekki kunnað að sorga sem hæfði... (Biskupas. JH, II, 381) Höfundurinn er þjóðfræðingur Handrit: Mi 269-281, fol. ÁM: Hannes Þorsteinsson: Ævir lærðra manna, 10. bindi. Bækur: Alþingisbækur íslands l-X. Reykjavík 1912- 1967. Annálar 1400-1800, l-lll. Reykjavik 1922-38. Biskupasögur Jóns prófasts Halldórssonar i Hítar- dal I. Skálholtsbiskupar 1540-1801. Sögurit Sögufélagsins II. Reykjavík 1903-1910. Björn Þorsteinsson og Bergsteinn Jónsson 1991: Islandssaga til okkar daga. Helgi Skúli Kjartans- son bjó til prentunar. Reykjavík. Einar Laxness 1974: íslandssaga a-ö. Reykjavík. Guðmundur Kamban 1930: Skálholt I. Jómfrú Ragnheiður; 1931: Skálholt II. Mala Domestica; 1934: í Skálholti. Sögulegt leikrit í V þáttum; 1929: „Daði Halldórsson og Ragnheiður Brynj- ólfsdóttir", Skírnir 1111. ór). Hannes Þorsteinsson 1922: „Minning séra Póls prófasts Björnssonar í Selórdal". Skírnir (46). Helgi Þorláksson 1995: Opinn fyrirlestur við Heimspekid. Háskóla íslands, október. Jakob Benediktsson 1939: Císli Magnússon. Safn fræðafélagsins um ísland og íslendinga XI. Reykjavík. Jón Helgason 1942: Úr bréfabókum Brynjólfs biskups Sveinssonar. Reykjavík. Jón Helgason 1948: „Bókasafn Brynjólfs bisk- ups". Árbók Landsbókasafns íslands 1946-47, 3.-4. ár. Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson 1908: Ríkis- réttindi íslands. Skjöl og skrif. Reykjavík. Páll Eggert Ólason 1942: Saga íslendinga V. Seytjánda öld. Reykjavík. Sigurður Nordal 1967 (útg.): Píslarsaga sira Jóns Magnússonar. Reykjavík. Séra Torfi Jónsson: „Ævisaga Brynjólfs biskups". Biskupas JH II, 325-82. JENS ELÍASSON HIN HUÓÐU TÁR Ég græt og ég græt yfír þeirri ást sem eitt sinn í hjarta mínu bjó ég græt ég græt yfír þeirri ást er á hjartastrengi mína hjó Ég græt svo yfír þér sem eitt sinn ástina gafst mér týnd og töpuð er mín sál eins og tímalaust kvalið bál En hvar ert þú er gafst mér trú hví er hjarta mitt svo kalt og hví er lífmitt svo valt Ég græt og ég græt hljóðum ósýnilegum tárum. NJÁLS- GATAN Dauf bh’tan fellur af gömlum vana við þessa öldnu götu, drungalegur skuggi í klæðum birtunnar endurvarpar sér frá götunni á skítuga kjallai-aglugga og sumir þessara glugga, hafa aldrei verið opnaðir. Skóhljóð mitt endurvarpar sér fljótt frá einfóldu gleri þeirra öldnu húsa sem gi’áta þurrum ryðlitum tárum þau sakna handa sem umluktu þau fyrr á árum það svíður íþeirra sárum. Ég lít um öxl sé skuggann minn, elta mig letilega niður Njálsgötuna. Höfundurinn er verkamaður í Reykjavík. „DUGMIKIL KONA" I Lesbók 30. janúar sl. birtist grein undir fyrirsögninni „Dugmikil kona“. Ung lækniskona, Sigríður Thejll, fór til fundar við eiginmann sinn, Tómas Helgason, er þá hafði verið skipaður héraðslæknir í Mýrdalshéraði. Þetta var árið 1899. Eins og fram kemur er frásögnin skráð af dóttur þeirra, Ástu Tómasdóttur Flygenring, rúmlega 60 árum síðar. Ásta var fædd árið 1900, en lést 1972. Eiginmaður hennar var Sigurður Flygenring verkfræðingur, 1898-1977. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.