Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 01.04.1995, Blaðsíða 5
val á götuheitum í Reykjavík sem tilraun til að endurskapa landslag fornbókmennta á mölinni. Þangað lá líka straumurinn. Árið 1901 voru 80% íslendinga búsett í dreifbýli, 70% vinnuafls starfaði við landbúnað. Árið 1940 bjuggu aðeins 35% landsmanna í dreif- býlinu, fjöldinn hafði flutt í þéttbýliskjama meðfram ströndum landsins. Mestur varð vöxturinn í Reykjavík. Árið 1901 voru bæj- arbúar 6.700 eða 8,5% þjóðarinnar, árið 1940 hafði myndast þar vísir að borg með um 40.000 íbúum, sem var þá tæpur þriðjungur þjóðarinnar (Hagstofan 1984, 7—33). A þessu tímabili höfðu menn þungar áhyggjur af framtíð íslenskrar menningar. Flestum þótti brýnt að varðveita þjóðlegar hefðir og skapa samhengi milli fortíðar og framtíðar, sveita og bæjar. Hins vegar var tekist. harkalega á um hvernig best væri að tryggja þetta sam- hengi. Glöggt dæmi um slík átök eru deilur sem áttu sér stað á Alþingi á árunum 1941 til 1943 um stafsetningu og útgáfu fornritanna. Upphaflegt tilefni deilnanna var útgáfa Hall- dórs Laxness á Laxdæla sögu með nútíma- stafsetningu, en inní málið blönduðust marg- víslegir persónulegir og pólitískir hagsmunir. Ekki er tóm hér til að gera grein fyrir þeim andstæðu viðhorfum sem þarna komu fram (sjá Jón Karl Helgason 1994); aðeins skal bent á að báðir aðilar — þeir sem vildu að sögurnar væru gefnar út óstyttar með forn- legri stafsetningu, og hinir sem vildu færa textann til nútímamáls og gera hann sem aðgengilegastan — virtust einhuga um að það væri „nauðsynjamál þjóðernis og þjóðar- þroska, að sögurnar [væru] vel lesnar og vel virtar", svo vitnað sé í formála fyrir útgáfu á Njáls sögu sem Alþingi stóð að á lýðveldis- ári (Vilhjálmur Þ. Gíslason 1944, xvi). Götu- heiti eins og Njálsgata og Egilsgata þjónuðu þessum málstað. Enda þótt börnin sem ólust upp í Reykjavík þekktu ekki staðhætti í Borgarfirði eða á Rangárvöllum könnuðust þau að minnsta kosti við nöfn þeirra Egils og Njáls. Að svo mæltu getum við haldið austur fyrir Snorrabraut, eða Hringbraut eins og hún hét á þessu tímabili. Árið 1935 setti Pétur Halldórsson, þáverandi borgarstjóri, á laggirnar nefnd „er hefði það verkefni að gera tillögur um nöfn á nýjum götum og torgum, eftir því sem byggingarnefnd ósk- aði“ (Borgarskjalasafn 1955). Hinn 17. des- ember 1936 lagði nefndin fram hugmyndir að nöfnum á nýjum götum í Norðurmýri. í ályktun nefndarinnar segir meðal annars: „Vér höfum valið götunum nöfn eftir fornald- armönnum, af því að götur með samskonar nöfnum liggja að þessu hverfi á tvo vegu. Næst Njálsgötu eru 2 nöfn úr Njálssögu, þá 4 nöfn úr landnámi Ingólfs og síðast 5 nöfn úr Laxdælasögu. Inn á milli er skotið nafni Flóka“ (Borgarskjalasafn 1936). Hér er viðhaldið þeirri hefð sem skapast hafði við nafngiftir gatnanna vestan við Norðurmýri. Skarphéðinsgata liggur til aust- urs frá skikanum sem er á milli Bergþóru- götu og Njálsgötu; landfræðilegur vitnisburð- ur þess að Skarphéðinn var sonur Bergþóru og Njáls. Gunnarsbraut liggur aftur á móti hornrétt út frá Njálsgötu, þvert yfír Skarp- héðinsgötu. Þetta skipulag gerir vegfarend- um kleift að fylgja söguþræði Njáls sögu frá syðri enda Gunnarsbrautar til norðurs — það er Gunnars saga — og síðan til vesturs eftir Njálsgötu og Bergþórugötu í áttina að kaflan- um um þá Kára og Bjöm úr Mörk í síðasta hluta sögunnar. Á svipaðan hátt er séð til þess að vegfarendur geti fylgt söguþræði Laxdæla sögu eftir Auðarstræti — ígildi landnámssögu Auðar (Unnár) djúpúðgu í upphafi verksins — að Bollagötu, Guðrúnar- götu, Kjartansgötu og Hrefnugötu, það er ástar- og deilumálunum í síðari hluta sögunn- ar (það er engin tilviljun að Guðrún skuli liggja hér mitt á milli Kjartans og Bolla). Göturnar sunnan og vestan Skarphéðins- götu — Karlagata, Vífilsgata, Mánagata og Skeggjagata — bera nöfnin úr landnámi Ing- ólfs, en Flókagata er kennd við landnáms- manninn Hrafna-Flóka. Nefndin segist í bréfi sínu hafa tekið Flóka fram yfir Naddodd vík- ing vegna þess að nafnið Naddoddsgata er óþjált og fram yfir Garðar Svavarsson vegna þess að nafnið Garðarsgata er of keimlíkt Garðastræti og Garðavegi (Borgarskjalasafn 1936). Með vissum hætti loka þessar síðastt- öldu nafngiftir þeim ramraa landnámsmanna, goðmagna og persóna íslendingasagna sem byrjaði að mótast í gatnakerfi Reykjavíkur með nafni Ingólfsstrætis árið 1880. Í annan stað er endurritun íslendinga- sagna í gatnakerfinu óbein staðfesting þeirra breyttu viðhorfa sem Björn M. Ólsen var fulltrúi fyrir. Bjöm og sporgöngumenn hans — meðlimir hins svokallaða íslenska skóla í fornsagnarannsóknum (sjá Jón Hnefil Aðal- steinsson 1991) — höfnuðu „náttúrulegu" sambandi sagnanna við veruleikann.2 Þess í stað líktu þeir gjarnan ritun einstakra verka við byggingu og smíði. í inngangi að bók sinni, Hrafnkötlu, ræðir Sigurður Nordal um ÖLGERÐ Egils Skallagrímssonar við Njálsgötu er athyglisvert dæmi um umsvif Islendingasagnahelja á mölinni á fyrri hluta aldarinnar. MJÓLKURSAMSALAN á horni Snorrabrautar (Hringbrautar) og Bergþóru- götu sá um dreifingu á skyri og öðrum mjólkurafurðum til reykvískra arftaka Bergþóru Skarphéðinsdóttur. að hann hafi snemma komist á þá skoðun að varðveittur texti Hrafnkels sögu ætti söguhöfundi að þakka „síðustu steypu sína og fágun" (1940, 3). Halldór Laxness tekur enn skýrar til orða í eftirmála við útgáfu sína af Brennunjálssögu, þar sem hann dáist að því hvernig söguhöfundur tengir í frásögn- inni saman ólík yrkisefni og skapar þannig einstakt „byggingarverk, sem í mörgu hefur svip af gotneskum borgum samtíðar hans“ (1945, 417). Það fer vart á milli mála að Reykjavík samtíðar þeirra Nordals og Laxness hafði í mörgu svip af Islendingasögum, ekki síst Njáls sögu og Laxdæla sögu. Hér að framan var látið að því liggja að götuheitum með fornmannanöfnum hafi verið ætlað að sjá til þess að Reykvíkingar fetuðu („bókstaflega") í fótspor ferðranna, þeirra Grettis og Njáls. í ljósi hugmynda íslenska skólans má gera því skóna að borgarbúar sem byggðu sér bústaði í austurbænum á fyrri hluta þessarar aldar hafi allt eins verið gert að fylgja for- dæmi hinna miklu byggingarmeistara sem „steyptu" íslendingasögur á 13. öld. III Nú er tímabært að meta nafngift Snorra- brautar árið 1948. Frá því að Björn M. Ólsen flutti háskólafyrirlestra sína um íslendinga- sögur á öðrum áratug aldarinnar höfðu læri- sveinar hans gerst smátt og smátt djarfari í umfjöllun um Islendingasögur sem höfund- arverk. Eins og merkja má á orðum Björns hér að framan („ganga næst guðlasti“) mættu þessar hugmyndir andstöðu hjá al- menningi, ekki síst meðal þeirra sem bjuggu á „náttúrulegum" söguslóðum og litu á sög- urnar sem sagnfræðilegar heimildir um ein- stök héruð, ættir og býli. Andspænis slíkri gagnrýni lögðu meðlimir íslenska skólans áherslu á að listrænir eigin- leikar sagnanna ættu eftir að vega upp það sem þær glötuðu sem heimildarrit. Sigurður Nordal skrifar í riti sínu um Hrafnkels sögu: „Um þjóðernismetnaðinn er það að segja, að í skarð þess, sem kann að saxast á hróður vígamanna og kraftamanna sögualdar, koma nýir afreksmenn, sem hingað til hefur verið skotið í skuggann: höfundar sagnanna. Er skaði að þeim skiptum?" (1940, 76). Því er til að svara að það var nokkur skaði að þeim skiptum meðan ekki tókst að bera kennsl á þessa andlegu afreksmenn. Erfitt gat reynst að hampa hetju sem ekki átti sér nafn, sögu eða andlit. Fræðimenn jafnt sem leikmenn brugðust við þessari kreppu með því að leita uppi höf- unda einstakra sagna.3 Sérstakt kapp var lagt á að þefa uppi höfund Njáls sögu og fór Barði Guðmundsson sagnfræðingur þar framarlega í flokki. Hann færði rök fyrir því í fjölda ritgerða að Njáls saga væri eins kon- ar lykilsaga Sturlungaaldar, sem rituð hefði verið af Þorvarði Þórarinssyni frá Valþjófs- stað í Fljótsdal (sjá Barða Guðmundsson 1958). Aðrar hugmyndir komu fram; ég kýs að rifja upp tillögu Helga Haraldssonar frá Hrafnkelsstöðum. í blaðagrein sem birtist 9. apríl 1948 (sex vikum eftir að nafnanefnd Reykjavíkur lagði til nafn Snorrabrautar), vísar Helgi hugmyndum Barða Guðmunds- sonar um höfund sögunnar á bug en staðhæf- ir þess í stað að Snorri Sturluson kunni að vera höfundur Njáls sögu. Því til staðfesting- ar bendir hann á að Snorri hafi verið alinn upp í Odda á Rangárvöllum, en líklegt megi teljast að ritaðar og munnlegar heimildir um atburði Njáls sögu hafi verið honum þar til- tækar. Helgi segir í niðurlagi: „Ég veit að fræðimennirnir vilja ekki við- urkenna Snorra sem höfund Njálu. En það er annað, sem þeir hafa oft viðurkennt, og það er, að Snorri hafi borið höfuð og herðar yfir alla snillinga á Norðurlöndum á sinni tíð. Ef hann er ekki höfundur Njálu, þá er þetta ekki rétt, því að þá er annar, sem stend- ur honum jafnfætis.“ (1948, 4-6) Líkt og Helga grunaði voru fræðimenn ekki ginnkeyptir fyrir þessari tilgátu. Hún ber, engu að síður, vott um þann sess sem Snorri hafði á þessum tíma meðal íslensku þjóðarinnar. Nafntogaður höfundur Heims- kringlu, Snorra-Eddu og hugsanlega ein- hverra Islendingasagna, var kjörinn fulltrúi allra nafnlausu höfundanna, ekki síst þar sem hann var talinn sameina nákvæmni sagn- fræðingsins og listfengi skáldsins. Hann varð, með öðrum orðum, táknmynd þeirrar merk- ingaruppsprettu sem var að öðru leyti fjarver- andi eða óáþreifanleg þegar rætt var um ís- lenskar fornbókmenntir (sjá Ástráð Eysteins- son 1990, 174). Þessa túlkun á táknrænu gildi Snorra Stur- lusonar má meðal annars merkja í grein sem Kristinn E. Andrésson skrifaði árið 1941 undir fyrirsögninni „Reisum Snorrahöll". Til- efnið var sjö hundruð ára ártíð Snorra. Þar segir meðal annars: „Nafn Snorra Sturluson- ar bregður ljóma á allan okkar veg, hann er gunnfáni okkar í dag og mun fylgja okkur í stríði komandi kynslóða, eitt bjartasta tákn íslenzkrar menningarþrár, hin sterka taug í sögu og örlögum Islands“ (1941, 99). Stíl- brigðin minna á rómantískan ættjarðarskáld- skap 19. aldar. Munurinn felst í því að hér er rætt um menningarþrá fremur en sjálf- stæðisþrá; rithöfundurinn í Reykholti hefur leyst hetjuna á Hlíðarenda af hólmi (eða hólma). Sama áherslubreyting birtist í tillögu nafnanefndar Reykjavíkur um nafn Snorra- brautar. Þar er nýrri hetju bókmenntasög- unnar tryggður viðeigandi virðingarsess í gatnakerfinu. Snorri liggur nú eins og rauð- ur þráður í gegnum hverfi sögupersónanna og tengir það saman. Samkvæmt þessu nýja skipulagi eiga frásagnir af landnámi Ingólfs (Skeggjagata, Mánagata, Karlagata), íslands (Flókagata) og Grænlands (Eiriksgata), sem og hetjum sögualdar (Egilsgata, Grettisgata, Njálsgata, Bergþórugata, Skarphéðinsgata), allar upptök sín hjá sagnaritaranum, „mesta snillingi Norðurlanda á sinni tíð“. Rétt er að upplýsa á þessu stigi hveijir sátu í nafnanefnd Reykjavíkur frá og með stofnun hennar árið 1935. Það voru þeir Pjet- ur Sigurðsson háskólaritari, Ólafur Lárusson prófessor í lögfræði og Sigurður Nordal (Borgarskjalasafn 1955).* Nordal var áhrifa- mesti bókmenntafræðingur íslendinga á þessum tíma og markaði stefnu íslenska skól- ans með kennslu sinni og útgáfustarfi. Hann átti ennfremur drjúgan þátt í að hefja Snor- ra Sturluson uppá háan stall Höfundarins, fyrst í bók sinni um Snorra frá 1919 og síðar í inngangi að útgáfu sinni á Egils sögu árið 1933, þar sem hann leiðir rök að því að Snorri sé höfundur sögunnar. Þátttaka Nor- dals í starfi nafnanefndarinnar tekur væntan- lega af allan vafa um samhengið milli gatna- kerfis Reykjavíkur og íslenska skólans. . IV Sú breytta áhersla í túlkun íslendinga- sagna sem hér hefur verið lýst — frá leit að skyri Bergþóru til leitar að höfundi Njáls sögu — átti sér margvislegar orsakir (sjá Óskar Halldórsson 1978; Áma Sigurjónsson 1984; Véstein Ólason 1984; Byock 1993). Ég freistast til að setja hana í einfaldað sögu- legt samband við pólitíska þróun á íslandi á fyrri hluta aldarinnar. Þegar fullveldið var í höfn höfðu íslendingar ekki lengur þörf fyrir sjálfstæðishetjurnar góðu, a.m.k. ekki í sama skilningi og áður. Tímabært var að skilgreina gullöldina að nýju, sem tímabil glæsilegrar menningar og bókmenntaafreka á þrettándu öld. Þessi gullöld varð ennfremur draumsýn um nýja menningarlega gullöld lýðveldisins íslands þar sem listsköpun og fræðimennska sátu í öndvegi. Samkvæmt þessum sjálfs- skilningi var öflugt menningarlíf í samtíman- um forsenda þess að þjóðin gæti í raun kall- ast sjálfstæð. í þessu samhengi er fróðlegt að glugga að nýju í grein Kristins E. Andréssonar um Snorrahöll. Þar segir: „Er við minnumst Snorra Sturlusonar, felst í afrekum hans hvöt og eggjan til okkar og samtímans að vinna íslenzkri menningu allt það gagn, er við megum, skapa úr lífs- reynslu þjóðarinnar ný menningarverðmæti, sem eigi varanlegt gildi, fullgera í minningu hans eitthvert það verk, er sé lifandi, sýni- legt tákn þeirrar menningarþrár, sem alla tíma lifir með þjóðinni. Með fögnuði getum við viðurkennt, og það er okkar mesta gleði, þegar við minnumst Snorra nú, að ísland nútímans hefur unnið menningarlega sigra, sem eru fomöldinni fullkomlega samboðnir." (1941, 102-3) Því til staðfestingar minnist Kristinn fræðimanna, „allt frá Sveinbimi Egilssyni til Sigurðar Nordals, sem dýpkað hafa skilning okkar á hinni fornu menningu," auk fjölda skálda, listmálara, myndhöggvara og hljóm- listarmanna, „er glætt hafa samfélagslíf og samvitund þjóðarinnar, skapað henni ný dýr- mæt listaverk og vakið nýja trú á hæfileika hennar“ (103). Hugmyndin með Snorrahöll er að skapa þessum hóp — þessum samtíma- hetjum — vettvang til starfa. Höllin á að verða „heimili íslenzkrar listar og jafnframt hagnýt bygging yfir ýmiss söfn þjóðarinnar, sem nú em á hrakhólum. [...] Hún á að vera sýnilegt tákn þess, að íslendingar líta á sig sem sjálfstæða þjóð og gera kröfur til, að aðrar þjóðir geri svo“ (105-106). Snorrahöll var ekki reist, enda þótt söfnin og starfsemin sem Kristinn E. Andrésson ræðir um hafi hægt og bítandi verið að eign- ast þak yfir höfuðið. Til bráðabirgða eignuð- ust Reykvíkingar Snorrabraut. Að baki iá draumur menntamanna um að ryðja sjálf- stæðum Islendingum (malbikaða) braut til nýrra menningarafreka. Höfundur er bókmenntafræðingur og fyrrum íbúi á gatnamótum Grettisgötu og Snorrabraut- ar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 1.APRÍL1995 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.