Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1994, Blaðsíða 5
Fellini við uppíöku á „Hljómsveitaræfingunni“, sem frumsýnd var 1979. Úr Júlía og andarnir, frá 1965. Myndin er um sálarlíf Amarcord var frumsýnd 1973. í myndinni eru skemmti- konu , eða frelsun sjálfsins. legar minningar Fellinis frá Rimini, en um leið upp- gjör við æskuna - og fasismann. Hvað með Fellini ?- Síðari hluti. Hugarangur, efí og ótti við endalok kvikmyndarinnar Júlía og andarnir er um margt sérkennileg mynd. Einhver sagði að hún væri um frelsun sjálfsins (hvað sem það nú í raun þýðir). Það er alla vega hægt að slá því föstu að hún fjalli um sálarlíf konu. Konuna leikur að sjálfsögðu Giulietta Masina, enda Þunglyndi hrjáði Fellini á tímabili, hann tók að efast um getu sína og hæfni og samstarfsmenn tóku að kvarta undan ofríki leikstjórans. Síðasta myndin varð ekki ein af meistaraverkunum. Fellini lézt 31. október á síðasta ári. Eftir HILMAR ODDSSON má gera ráð.fyrir að Fellini hafi þekkt sálar- líf hennar betrn- en annarra kvenna. Júl- ía og andarnir markar endalok samstarfsins milli Fellinis og meðskrifaranna Pinellis og Flaianos. Samstarfs sem hafði kallað fram það besta í Fellini og víst munu margir halda því fram að hann hafi aldrei náð sömu hæðum með arftakanum, Bemardino Zapp- oni, þótt vissulega hafi þeir endrum og eins flogið hátt. En áður en nýr tími rann í hönd þurfti Fellini að ganga í gegnum þunglyndi, tíma- bil þar sem hann tók að efast um getu sína og hæfni. Myndinni um Júlíu var fremur illa tekið og nokkrii- samstarfsmenn tóku að kvarta yfír ofríki og yfirgangi leikstjór- ans, hann væri farinn að ganga fram af þeim, líkamlega sem andlega. Það hefði einhvem tíma þótt tíðindum sæta, því Fell- ini hafði alla tíð verið frægur fyrir óbilandi bjartsýni og uppörvandi fídonskraft. Nú varð hann, eins og svo margir listamenn verða einhvern tíma á göngu sinni, fómar- lamb efans. Hann lenti í stökustu vandræð- um með fyrirhugaða mynd, (77 viaggio di G. Mastorna - Ferðalög G. Mastorna) sem á endanum var aldrei gerð, og lenti upp á kant við framleiðandann Dino De Laurent- is. 10. apríl 1967 fékk hann taugaáfall og var fluttur á sjúkrahús með brjósthimnu- bólgu. Eftir heilsudvöl í Manziana, þar sem hann skrifaði bókina La mia Rimini, (hann rifjar þar upp ýmislegt úr æsku sinni í Rimini), tók honum smám saman að batna. Það hjálpaði til að framleiðandinn Alberto Grimaldikeypti hann burt frá skuldbinding- um við De Laurentis. Við tók annað samvinnuverkefni, í þetta skiptið með frönsku leistjómnum Louis Malle og Roger Vadim. Samnefnari þrí- leiksins vora sögur eftir Edgar Allan Poe. Hlutur Fellinis nefndist TOBY DAMMIT og var lauslega byggður á sögunni „Never Bet the Devil your Hand“. í aðalhlutverki var hinn enski Terence Stamp. Árið 1969 sendi Fellini svo frá sér heim- ildarmyndina Block-notes di un regista, Minnisbók leikstjóra. Hún var tekin á rústum leikmyndar sem byggð hafði verið fyiir „Mastoma-myndina“ og skoðast sem eins konar uppgjör við verk sem aldrei var gert. Þá er komið að Satyricon, myndinni sem Háskólabíó sýndi á mánudögum, eins og svo mörg meistaraverkin. Satyricon er byggð á samnefndri bók eftir Petronius Arbiter, og þótti lítt til kvikmyndunar fall- in. Hún gerist að mestu í hinni fornu Róm, þar sem menn lifa lífinu lifandi dauðu. I clowns, Trúðarnir, var gerð í samvinnu við Italska sjónvarpið RAI og framsýnd þar um jólin árið 1970. Trúðana gerði Fell- ini fyrst og fremst í virðingarskyni við fjöl- leikahúsið og þá mörgu fjöllistamenn sem höfðu gefið honum ógleymanlegar stundir og örvað anda hans. Við tóku tilviijanakenndar tökur í heima- borginni Róm, tökum sem átti að ljúka þegar filmuhráefnið væri uppurið. Ekki var stuðst við handrit og engin tilraun gerð til að segja samfellda sögu. Útkoman var brot minninga og andrúms, Roma, Róm Fellin- is, Róm okkar tíma á tveimui- klukkustund- um undir skondinni leiðsögn Fellinis. Amarcord, sem framsýnd var árið 1973, er uppfull af skemmtilegum minningum frá Rimini. Fellini hafði sem sagt fengið minnið, eða skáldað uppúr óljósum minningarbrot- um, og hrært svo öllu saman í bráðskemmti- legan nostalgíugraut. Hér ægir saman ýmsum af manndómsraunum unglingsár- anna þar sem klerkar og fasistar keppa um sálirnar. Fyrir Fellini var Amarcord meira en persónulegt uppgjör við æskuna, með henni vildi hann m.a. vara við uppgangi fasisma á siðari áram. Þá er komið að mynd sem olli skapara sínum ómældu hugarangri. Hann virtist óþreytandi í að fárast yfir eigin verki, hvað hann tæki út að filma þessi leiðindi, hann væri jú einungis að uppfylla gamlan samn- ing. Meginástæða þessara ummæla er sú að Fellini hafði staka óbeit á söguhetjunni, og slík tilfinning var ný fyrir honum. Sá sem verðskuldaði þessa andúð skapara síns var enginn annar en kvennamaðurinn og graðfolinn Casanova. II Casanova di Fed- erico Fellini, Casanova Fellinis, fjallaði að mati leikstjórans um tómleika og dauða. Síðar, þegar hann var orðinn eitthvað sátt- ari við viðfangsefnið sá hann ákveðna sam- svöran milli síri og söguhetjunnar, að því leyti að Casanova væri maður sem sífellt hefði haldið sýningai’ á sjálfum sér, og fyr- ir bragðið gleymt að lifa. Casanova varð dýrasta mynd Fellinis og nánast allt Cine- citta var undirlagt meðan á tökum stóð. Hvað sem olli, neikvæðni Fellinis, eða önn- ur lögmál, þá fékk Casanova, með Donald Sutherland í titilhlutverkinu, slæmar við- tökur víðast hvar. Það þarf ekki að taka það fram að mikið tap var á fyrirtækinu. Fellini var ekki maðm- til að standa í stórræðum eftir Casanova. Næsta mynd var því lítil, á fellinískan mælikvarða. Hins Satyricon,frumsýnd 1969, gerist í hinni fornu Róm, þar sem menn lifa lífinu lif- Úr einni af síðustu k\ikmyndum Fellinis, Ginger og Fred, sem frumsýnd var 1985. andi dauðir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. FEBRÚAR 1994 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.