Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1992, Blaðsíða 11
vísi ekki til neins i okkar samfélagi sem færa mætti til betri vegar? Því fer auðvitað fjarri. íslenskar kvenréttindakonur hafa sýnt fram á annað og þjóðin fallist á mál- flutninginn með því að verða við kröfum þeirra. Hvar sem borið er niður í sannferðug- um fyrri tíða skrifum má sjá mismuninn á kjörum kvenna og karla í landinu frá upp- hafi hvað sem líður afköstum á bókmennta- sviðinu. Óþarft að taka skáldsöguskrif karla til marks um kvennakjör, enda til lítis gagns. En þetta er illskiljanlegur fjandi. Eru ís- lenskir höfundar, þrátt fyrir fullyrðingar um annað, algerlega ópólitískir? Og ekki skýrir bókmenntafræðin ástand- ið, hvorki sú pólitíska né formhyggja síð- ustu ára, síst hún. íslensk bókmenntafræði er bæling; dregur dul á kreppu í hugmynda- lífinu, ofhasar gersamlega einstökum verk- um af skorti á umræðuefni. Leggst á ritverk- in eins og mara á mann og les inn í þau eigin geðkvilla eða sálgreinir persónur þeirra og þau sjálf, beitir þau þvílíku ofríki af skorti á áþreifanlegri andstæðingi. Raunsæið Hvert er samband karls og konu á ís- landi, um það snýst málið. Fyrr á tíð. Nú. Hjóna. Hjónaleysa. Hvert ástarsambandið. Hvert samband móður og sonar gegnum tíðina. Föður og dóttur. Systkina. Hverjar þær tilfinningar sem kynin yfirleitt bera hvort til annars. Hvað er karl? Hvað kona? Gagnvart sjálfri sér. I félagslegu samhengi. Skáldverkum er vísað miskunnarlaust inn í heim bókmenntafræðinnar með hugtökum hennar en ekki til þess mannlífs sem þau eru sprottin upp af. Og þótt ekki hafi verið ætlunin þá engu að síður sýna öll skáldverk svipmót sinnar tíðar, og jafnvel miklu algild- ari þætti mannlegs lífs en þá sem heyra til ákveðnu tímabili. Hvernig fóru fyrstu ís- lensku skáldsagnahöfundarnir að því að sigta burt allt sem varðaði kvenréttindamál þear þeir voru að læra sögugerðina? Sögur frá því fyrir aldamótin eru ritaðar undir sterkum áhrifum frá dönskum bókmenntum en þegar kemur að skiptum karls og konu hlaupa þau til fjalla til að elskast. Þessi verk voru skrifuð meðan kvenréttindabarátt- an var sem hatrömmust í Bretlandi, Frakk- landi, Þýskalandi og á Norðurlöndunum. Þegar kemur fram á kreppuárin verður ósnortinleikinn skiljanlegri. Raunsæið var orðið flokksbundið. Málflutningurinn fyrir hinu nýja jafnaðarþjóðfélagi mælti fyrir hagsmunum beggja kynja með sömu orðum, velmegunarþjóðfélag framtíðarinnar var lausn á kynjaágreiningnum sem öðru og því óþarfi að sinna honum sérstaklega. En ekki voru erlendar konur á þessari skoðun. I sjálfu landi sósíalismans, Danmörku, ein- kennir skrif kvenna frá því fyrsta áhersla á líffræðileg sérkenni kvenna, aftur á móti sérkennir skrif karla áhersla á félagslegan skapnað konunnar, að hún sé það sem hún er fyrir áhrif frá umhverfi sínu. Og karlar eru bjartsýnni en konur á að saman gangi með því að ekki þurfi annað en 'breyta umhverfmu til betri vegar svo að konur fái notið sín, ef þær þá ekki gera það þegar. Svo margar eru bækurnar og tímabilið langt að telja má fullvíst að hérlendis hafi sjónar- mið karla ráðið skrifum um kvenfólk. Og heldur betur. Fyrst rithöfundarnir íslensku létu sig málið ekki varða beinlínis verður að eigna sjónarmiðið pólitískum forsprökk- um, þeim sem lögðu þeim línurnar. Og mik- il er fátæktin. Kreppuskrifin eru talin hið helsta raunsæistímabil íslenskra bókmennta, þótt rembst hafi verið við að eigna okkur Islendingum slíkt skreið á fyrri tíð, áratug- ina tvo undir aldamótin með tilvísunum í fáeinar sögur eftir Gest Pálsson og Þorgils Gjallanda eins og verið sé að fjalla um Bibl- íutexta. En þá, einmitt þá, var tími ástarinn- ar í íslenskum bókmenntum. Tími raunsæismannanna var árin milli stríða. Ódeigir héldu þeir uppi merkinu allt til þess að Olafur Jóhann lauk við langloku sína um blaðamanninn með þrjóskunni einni þótt tungumál raunsæisins væri í augum lesandans orðið jafn gamlað á bók og latína og gríska. Allan tímann var konan aukreit- is, jafnvel undir það síðasta. Sótt í verk annarra höfunda, hefðbundin mynd sem þjónaði tilgangi karlhöfundarins gegnum karlpersónur sem umgengust konur sem voru tilefni atburða, metnaðarmál og til- gangur karlpersóna sem hélt í hespuna á móti höfundi uns söguþráðurinn var kominn á hnykil. Fyrir tveimur áratugum urðu til kvennasögur eins og fyrir skjálftalækningar eða raflost, Leigjandinn. Svo fór ísbjörg að ‘ rífa sig. Hundrað árum síðar en Gestur varð öldauður í síðasta skipti og þá við lest- arteina í Winnipeg. Öld eftir að farið var að fjalla um nauðir kvenna við hin hefð- bundnu kjör sín með bókmenntum annarra þjóða. Leyndarmál Hvaða lexíu er hægt að heyja sér um konur af lýsingum íslenskra höfunda til þess er konur tóku sjálfar að gera grein fyrir sér á síðasta áratug? Alls enga. Hins vegar getur sá sem vill dundað sér við stíl- prúðar lýsingarnar á draumapíum menning- arinnar, lýsingar sem dilla fagurkerahættin- um á sinn máta eins og myndirnar í Pla- yboy kynhvötinni. Það er orðið sæmilega ratljóst eftir öll skrif og framboðstal kvenna síðustu áratugi og óhætt að ljóstra upp laun- ungamáli sem varðveitt hefur verið af ekki minni þagmælsku en launungamál frímúr- ara. Það er mamma sem ræður þessu. Sjáið til. Það er mamma sem kenndi höfundinum að tala og hún stendur honum því jafnan ískyggilega nærri þegar hann skrifar. Gott meðan hún ekki les yfir öxl hans. Mamma segir að ekki megi fjalla frjálslega um kyn- líf og ástir, líkt og kirkja í sálinni ætlar hún sér hvort tveggja en bara undir rós. Hún hefur til þessa dags unnið auðveldan sigur á óskyldum konum sem kalla til höfundanna að þörfum þeirra sé sinnt víðar en í bólinu og eldhúsinu. Höfundarnir hafa látið bernsk- una ráða, undir bjargþungu fargi íslenskra bókmennta hafa þeir ekki risið til fullveðja lífs. Að líta til annarra kvenna en mömmunn- ar og eiginkonunnar kom ekki til greina, þótt ekki væri af öðru tilefni en faglegri þörf. Jafnvel ekki með sögupersónu að millilið. Undir fargi þessara bernskubind- inga með arfínn í ofanálag fá hinir virkustu íslenskir höfundar líðandi stundar enn síður risið heldur standa á haus í eigin bernsku, hjala undir pilsfaldinum. Og svo skáldaamman auðvitað; hún á sinn skerfí í bókvitinu sem í askana er látið. Guðbergur ældi áhrifunum með runu sagna um Ónnu og Katrínu og ÖnnuKatrínu og er kannski að því enn. Gestur var í takt við danska kvennahreyfíngu, en entist ekki aldur til afkasta. Jón Trausti er sá eini höf- undur íslenskur sem kallast getur í takt við innlenda kvennahreyfíngu fram til bók- mennta kvenna sjálfra á síðustu árum. Sög- ur Jóns af kvenhetjunni Höllu koma fram í upphafí skipulegrar kvenréttindabaráttu á íslandi, sú fyrsta 1906, hinar á næstu árum. Saga hans um Önnu á Stóru Borg kom út 1914, árinu fyrr en íslenskar konur öðluð- ust kosningarétt, og þessi saga er ekki öll þar sem hun er séð. Það má mikið vera ef hún vísar ekki á sjálfa rótina þótt með óbein- um hætti sé. Sjáið hve lítill munur er á samskiptum þeirra Önnu og stráksins sem læðist í bólið hennar og móður og syni ef undan er skilið kynlífíð. Fimmtán ára strák- ur á sveitabæ hefur fengið þeirrar íþróttar framar öðrum í sveitinni að stökkva á stöng sem hann ber fyrir sig sem tíðast. Óprúttn- ir vinnumenn narra strákinn til að leggjast í rekkju húsmóður sinnar sem stýrir búinu og hún tekur þá á málunum ólíkt því sem þeir bjuggust við. Gerir strák að ástmanni sínum þótt hún sé tvisvar sinnum eldri en hann. Hefði einhvern dreymt söguna og sagt sálfræðingi myndi hann kalla stöngina fallosartákn og er skýringin ekki langsótt. Sálfræðingar myndi leggja fleira til málsins um myndmál sögunnar. Allar lýsingar í sögunni um Önnu á Stóru Borg eru af raunsæisskólanum en sjálf fram- vindan er það ekki heldur miklu fremur í takt við þá symbólik sem í tísku var á fyrsta áratug aldarinnar, nýrómantíska skeiðinu. Hér lætur íslenskur höfundur fantasíu sína rætast og varpar um leið ljósi á leyndar- mál. Myndmálið er skýrt. Bróðir Önnu rís öndverður við háttarlagi systur sinnar eftir að hún hefur gert strákinn að ástmanni sín- um, hann leggur fæð á strák og vill drepa hann. Fulltrúi siðbanna í sögunni, sensors- ins, svo sálfræðingnum sé leyft að skjóta inn orði. Anna kemur stráknum undan í helli, tákn móðurlífsins, þar sem hún geym- ir hann lengi, ein fímmtán til tuttugu ár. Ástmaðurinn heldur til í hellinum allan tím- ann einn en skýst öðru hveiju heim að Borg og gerir Önnu börn. Framgangur sögunnar er auðvitað fjarri öllu raunsæi en á kannski að vera það. Yfirburðir hellisbúans við stangarstökkin verða á endanum til þess að bróðirinn sættist við piltinn sem þá hefur bjargað honum á stönginni úr skaðræðis- fljóti sem rennur milli hellis og bæjar. Þegar saga Jóns Trausta um Önnu á Stóru Borg kom út voru kenningar Freuds að ná til kvenréttinda- og bókmenntafólks. Samkvæmt Freud upplifír Jón Trausti óska- draum með verki sínu í gervi piltsins, að komast í ból móðurinnar, Ödipus á ferð- inni, og leggur sér sjálfum til siðgæðisvörð- inn, sensorinn, í líki bróðurins, og refsing- una líka, hellisvistina, því að undir niðri veit höfundur eða dreymandi að sá sem gerir móðurina fyrirferðarmikla í kynlífsór- um staðnar. Draumurinn um ofurkarl- mennsku býr í kyntákninu sjálfu, stönginni sem dreymandinn er færari að beita en nokkur annar og hlýtur fyrir hrós móðurinn- ar. Jón Trausti afhjúpaði mæðraveldið. Svo er hann talinn steingervingur samkvæmt fræðunum. Þetta er lokaður heimur. Klefi ísbjargar. Höfundur er rithöfundur og býr á ísafirði. Á víð og dreif Ratleikur og starfs- leikninám Ssamkvæmt kenningum kennslu- fræðinga Kennaraháskóla íslands, skal nám nemenda vera að grunni til „félagsþroskanám og uppgötv- unarnám“. Til þess að svo megi verða er kennurum ætlað að komast inn í „raunheim barna“ og miða síðan veru sína í kennslu- stundum við það að leiðbeina börnum og unglingum til að afla sér þekkingar á þeim sviðum, sem þau hafa áhuga á hveiju sinni, sem hlýtur að vera mjög breytilegt og hvarflandi eftir viðhorfum hvers einstakl- ings. Síðan skal kennarinn vinna að leiðbein- ingum eftir leiðbeiningum nemandans til að svala forvitni hans um áhugasviðin. Þetta kallast „uppgötvunarnám" á máli seminar- ista. Frumkvæðið er nemandans og til þess að geta skynjað ætlan nemandans verður seminaristinn að tengjast „reynsluheimi" hans. Fyrir _þá kennara sem hafa notið náms- ferils í KHI ætti þetta að vera fremur auð- velt, einkum þá sem telja sig skilja inntak fyrirlestra kennslufræðinganna. Síðan hefst leit að orðum og hugtökum og hægt og hægt koma ýmiskonar þekking- aratriði úr „reynsluheimi“ nemenda til skiln- ings nemenda og kennara. Þetta nám er talið auka mjög félagsþroskann. Nemandan- um er bannað að læra utanað, þar með tal- ið margföldunartöflu, hugtök í málfræði og þau orð sem nemandinn skilur ekki þegar í stað, þ.e. eru ekki sprottin upp í „reynslu- heiminum“. Nemandinn á aldrei að kynnast neinu sem ætla má að sé skilningi hans ofviða fyrst í stað. Hann á að kynnast að- eins því, sem hann reynir í sínum heimi. Og hver er þessi reynsluheimur barna og unglinga? Þau áhrif sem nú marka þessa heima eru sjónvarp, myndbandaspólur, popp og auglýsingar, ásamt þeim áhrifum sem böm og unglingar verða fyrir á heimilum og meðal jafnaldra sinna. Samkvæmt þessu móta fjölmiðlar ekki síst rejmsluheiminn og af þeim markast námið. Oft vill líða dijúgur tími þar til nemandinn hefur aflað sér þess grunns, sem þarf til þess að hefja ákveðið nám, svo að honum verði gert fært að læra t.d. erlend mál, afla sér almennrar þekking- ar í móðurmálinu og grunni að stærðfræði, hvað þá einhverrar samvitundar um sögu lands og þjóðar. Þegar kemur að því að nemandinn kemst í tæri við „kennsiu“, þá skortir hann flest grundvallarþekkingarat- riði, sem voru kennd á skömmum tíma hér áður fyrr. Dæmi eru um að það hafi tekið 7-8 ár að fínna- í ratleik hvað nafnorð sé og allt upp í 10 ár að fínna sögnina. Grunn- ur uppgötvunarnámsins er ratleikurinn, sem er ætlaður stálpuðum kennslukröftum á starfsleikninámskeiðum. Starfsleikninám er þýðing úr ensku: „Professional skills". Starfsleikni í kennslu á nú að koma til skila til kennara og kennaraefna á námskeiðum. Þetta hefur verið inntak allrar kennslu í lík- lega meira en 2500 ár, en nú er þetta gert að námskeiðsefni á máli sem kennslufræð- ingar Kennaraháskólans hafa mótað, en með þeim meginfyrirvara, að þeir megi alls ekki kenna. A námskeiðunum eru hafðar uppi langsamar útlistanir á óljósum hugtök- um á Kennaraháskólamáli sem er náskylt Skólaþróunardeildarmálinu sáluga. Það furðulega hefur gerst að ýmsir sem sótt hafa þessi námskeið telja sig færari kennslu- krafta en áður, en öðrum fínnast námskeið- in ákaflega leiðinleg og þreytandi. Frum- kvöðlar þessara námskeiða telja að árangur- inn hafí skilað sér í bættri kennslu og betri árangri. Sá skilningur hlýtur að byggjast á sérstæðum skilningi orðanna „góður árang- ur“. Því að nú er svo komið að próf í móður- málinu þarf til þess að komast inn í Há- skóla íslands eftir stúdentspróf. SIGURLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. JÚNÍ1992 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.